Ríkissáttasemjari leggur fram miðlunartillögu í ISAL deilunni Samúel Karl Ólason skrifar 19. mars 2016 18:45 Vísir/Vilhelm Ríkissáttasemjari lagði í dag fram miðlunartillögu í kjaradeilu verkalýðsfélaga í álverinu í Straumsvík og ISAL. Hann telur ljóst að frekari sáttaumleitanir muni ekki bera árangur. Því hefur sáttasemjari lagt fram tillögu til lausnar málsins. Kjarasamningur aðila rann út þann 31. desember 2014. Síðan deilunni var vísað til ríkissáttasemjara, 15. apríl 2015, hafa verið haldnir 39 sáttafundir. Tvisvar sinnum hefur allsherjarverkfall verið boðað en hætt var við þau í bæði skiptin. Þá var um tíma yfirvinnubann í gildi og yfirstandandi er ótímabundin vinnustöðvun á útflutningi á áli. „Ljóst er að kjaradeilan hefur nú þegar valdið fyrirtækinu sem og starfsmönnum þess miklu tjóni og því brýnt að leitað sé allra leiða til lausnar henni. Því leggur ríkissáttasemjari tillöguna fram í samræmi við skyldur sínar til að miðla málum,“ segir í tilkynningu frá ríkissáttasemjara. Tillaga sáttasemjara verður lögð fyrir félagsmenn verkalýðsfélaganna og fyrirtækið til atkvæðagreiðslu. Henni á að ljúka klukkan 16:00 þann 11. apríl. Í tilkynningunni segir að verði tillagan samþykkt lýsa deiluaðilar því yfir að ágreiningi verði lokið. Yfirstandandi vinnustöðvun verður frestað þar til atkvæðagreiðslunni verðu lokið. Þá skuldbindur fyrirtækið sig til að draga málshöfðun vegna lögbanna til baka, verði tillagan samþykkt. Um er að ræða verkalýðsfélögin Hlíf, VM Félag vélstjóra og málmtæknimanna, Rafiðnaðarsamband Íslands vegna Félags íslenskra rafvirkja og Félags rafeindavirkja, FIT Félag iðn- og tæknigreina, VR og MATVÍS. Hins vegar eru Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Rio Tinto Alcan, eða ISAL. „Samkomulag hefur náðst á milli samningsaðila um öll meginatriði samningsins að undanskildu því hversu langt heimildir til verktöku á svæðinu skuli ná, en miðlun sáttasemjara nær m.a. til þess ágreinings. Í samræmi við lög um stéttarfélög og vinnudeilur verður tillagan efnislega ekki kynnt öðrum en starfsmönnum og fyrirtækinu, fyrr en hún hefur verið samþykkt.“ Kjaradeila í Straumsvík Mest lesið Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent GK Reykjavík minnkar við sig Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Ríkissáttasemjari lagði í dag fram miðlunartillögu í kjaradeilu verkalýðsfélaga í álverinu í Straumsvík og ISAL. Hann telur ljóst að frekari sáttaumleitanir muni ekki bera árangur. Því hefur sáttasemjari lagt fram tillögu til lausnar málsins. Kjarasamningur aðila rann út þann 31. desember 2014. Síðan deilunni var vísað til ríkissáttasemjara, 15. apríl 2015, hafa verið haldnir 39 sáttafundir. Tvisvar sinnum hefur allsherjarverkfall verið boðað en hætt var við þau í bæði skiptin. Þá var um tíma yfirvinnubann í gildi og yfirstandandi er ótímabundin vinnustöðvun á útflutningi á áli. „Ljóst er að kjaradeilan hefur nú þegar valdið fyrirtækinu sem og starfsmönnum þess miklu tjóni og því brýnt að leitað sé allra leiða til lausnar henni. Því leggur ríkissáttasemjari tillöguna fram í samræmi við skyldur sínar til að miðla málum,“ segir í tilkynningu frá ríkissáttasemjara. Tillaga sáttasemjara verður lögð fyrir félagsmenn verkalýðsfélaganna og fyrirtækið til atkvæðagreiðslu. Henni á að ljúka klukkan 16:00 þann 11. apríl. Í tilkynningunni segir að verði tillagan samþykkt lýsa deiluaðilar því yfir að ágreiningi verði lokið. Yfirstandandi vinnustöðvun verður frestað þar til atkvæðagreiðslunni verðu lokið. Þá skuldbindur fyrirtækið sig til að draga málshöfðun vegna lögbanna til baka, verði tillagan samþykkt. Um er að ræða verkalýðsfélögin Hlíf, VM Félag vélstjóra og málmtæknimanna, Rafiðnaðarsamband Íslands vegna Félags íslenskra rafvirkja og Félags rafeindavirkja, FIT Félag iðn- og tæknigreina, VR og MATVÍS. Hins vegar eru Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Rio Tinto Alcan, eða ISAL. „Samkomulag hefur náðst á milli samningsaðila um öll meginatriði samningsins að undanskildu því hversu langt heimildir til verktöku á svæðinu skuli ná, en miðlun sáttasemjara nær m.a. til þess ágreinings. Í samræmi við lög um stéttarfélög og vinnudeilur verður tillagan efnislega ekki kynnt öðrum en starfsmönnum og fyrirtækinu, fyrr en hún hefur verið samþykkt.“
Kjaradeila í Straumsvík Mest lesið Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent GK Reykjavík minnkar við sig Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira