Dýna úr íslenskri ull Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 18. mars 2016 18:00 Hanna Christel Sigurkarlsdóttir, Litten Nyström og Þórunn Eymundardóttir skipa hönnunarteymið RoShamBo á Seyðisfirði. mynd/RoShamBo Hönnunarteymið RoShamBo á Seyðisfirði kynnti dýnu úr íslenskri ull á nýliðnum HönnunarMars. Dýnan er fyllt með mislitri ull sem annars er lítið notuð. Þá hefur teymið einnig hannað trébekk undir dýnuna.„Við erum myndlistarmenn, handverksmenn og hönnuðir í einum kokteil, eins konar þríhöfða hönnunarteymi sem unnið hefur saman frá 2012. Verkefnalistinn er afar fjölbreyttur en öll tengjast verkefnin þó menningu og hönnun og því að skoða hvaða tækifæri liggja ónýtt í kringum okkur,“ útskýrir Þórunn Eymundardóttir sem ásamt Hönnu Christel Sigurkarlsdóttur og Litten Nyström skipar hönnunarteymið RoShamBo á Seyðisfirði.Dýnan Ró var kynnt á HönnunarMars við góðar undirtektirRoShamBo kynnti á HönnunarMars dýnu sem fyllt er með íslenskri ull. Þórunn segir teymið hafa unnið að þróun dýnunnar í þrjú ár og nú er hún komin á markað. Þær annast framleiðsluna sjálfar á verkstæði sínu á Seyðisfirði.Von er á legubekk úr tré undir dýnuna á markað á næstu mánuðum.„Dýnan Ró er nýjasta verkefnið okkar og það stærsta. Hún er sprottin upp úr vangaveltum um það hráefni sem er í kringum okkur. Við könnuðum hvort við gætum gert dýnu úr íslenskri ull og notum mislitu ullina sem fyllingu. Áklæðið er 100% ullaráklæði frá danska fyrirtækin Kvadrat. Þetta er hágæðaáklæði sem bæði er ofið og þæft og er það þétt að það mátti sleppa öllum millilögum úr bómull, sem annars er yfirleitt notuð í dýnur en með því hefðu eiginleikar ullarinnar tapast,“ útskýrir Þórunn. „Dýnan er afar falleg og dásamlegt að sofa á henni en það er löng hefð fyrir ullardýnum í Skandinavíu. Ullardýnur eru meðal annars tilvaldar fyrir þá sem vilja huga að heilsunni og náttúrunni,“ segir Þórunn. Fylling dýnunnar er íslensk mislit ull sem lítið er nýtt í annað. Áklæðið er 100% ull, ofið og þæft svo engin millilög úr bómull þurfti í dýnuna.Dýnuna má nota á marga vegu. Sem yfirdýnu ofan á aðra dýnu, eða beint ofan á þéttan rimlabotn eða ofinn taubotn. Þórunn segir dýnuna vel nýtast inni í stofu, samanbrotna á gólfi eða á legubekk. „Við höfum einnig hannað legubekk undir dýnuna sem hægt er að panta hjá okkur. Dýnuna er hægt að panta í öllum hefðbundnum rúmstærðum og einnig er hægt að sérpanta aðrar stærðir,“ segir Þórunn. Nánar má forvitnast um dýnuna Ró á síðunni www.ro-selection.com og undir roselection á Facebook. Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Hönnunarteymið RoShamBo á Seyðisfirði kynnti dýnu úr íslenskri ull á nýliðnum HönnunarMars. Dýnan er fyllt með mislitri ull sem annars er lítið notuð. Þá hefur teymið einnig hannað trébekk undir dýnuna.„Við erum myndlistarmenn, handverksmenn og hönnuðir í einum kokteil, eins konar þríhöfða hönnunarteymi sem unnið hefur saman frá 2012. Verkefnalistinn er afar fjölbreyttur en öll tengjast verkefnin þó menningu og hönnun og því að skoða hvaða tækifæri liggja ónýtt í kringum okkur,“ útskýrir Þórunn Eymundardóttir sem ásamt Hönnu Christel Sigurkarlsdóttur og Litten Nyström skipar hönnunarteymið RoShamBo á Seyðisfirði.Dýnan Ró var kynnt á HönnunarMars við góðar undirtektirRoShamBo kynnti á HönnunarMars dýnu sem fyllt er með íslenskri ull. Þórunn segir teymið hafa unnið að þróun dýnunnar í þrjú ár og nú er hún komin á markað. Þær annast framleiðsluna sjálfar á verkstæði sínu á Seyðisfirði.Von er á legubekk úr tré undir dýnuna á markað á næstu mánuðum.„Dýnan Ró er nýjasta verkefnið okkar og það stærsta. Hún er sprottin upp úr vangaveltum um það hráefni sem er í kringum okkur. Við könnuðum hvort við gætum gert dýnu úr íslenskri ull og notum mislitu ullina sem fyllingu. Áklæðið er 100% ullaráklæði frá danska fyrirtækin Kvadrat. Þetta er hágæðaáklæði sem bæði er ofið og þæft og er það þétt að það mátti sleppa öllum millilögum úr bómull, sem annars er yfirleitt notuð í dýnur en með því hefðu eiginleikar ullarinnar tapast,“ útskýrir Þórunn. „Dýnan er afar falleg og dásamlegt að sofa á henni en það er löng hefð fyrir ullardýnum í Skandinavíu. Ullardýnur eru meðal annars tilvaldar fyrir þá sem vilja huga að heilsunni og náttúrunni,“ segir Þórunn. Fylling dýnunnar er íslensk mislit ull sem lítið er nýtt í annað. Áklæðið er 100% ull, ofið og þæft svo engin millilög úr bómull þurfti í dýnuna.Dýnuna má nota á marga vegu. Sem yfirdýnu ofan á aðra dýnu, eða beint ofan á þéttan rimlabotn eða ofinn taubotn. Þórunn segir dýnuna vel nýtast inni í stofu, samanbrotna á gólfi eða á legubekk. „Við höfum einnig hannað legubekk undir dýnuna sem hægt er að panta hjá okkur. Dýnuna er hægt að panta í öllum hefðbundnum rúmstærðum og einnig er hægt að sérpanta aðrar stærðir,“ segir Þórunn. Nánar má forvitnast um dýnuna Ró á síðunni www.ro-selection.com og undir roselection á Facebook.
Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira