Tvö þingmannamál Páls Vals samþykkt á þingi Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. mars 2016 15:27 Þingmannamál ná sjaldan að fara alla leið á Alþingi en Páll Valur fékk tvö mál samþykkt í dag; eina þingsályktun og eina lagabreytingu. Mynd/Björt framtíð Alþingi samþykkti tvö þingmannamál Páls Vals Björnssonar, þingmanns Bjartrar framtíðar, í dag. Sjaldgæft er að þingmannamál nái svo langt að verða samþykkt sem lög en málin tvö sem hér um ræðir voru samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Samkvæmt yfirliti á vef Alþingis hefur aðeins eitt þingmannafrumvarp verið samþykkt og frágengið á yfirstandandi þingi á meðan 49 þingmannamál bíða fyrstu umræðu og 29 önnur sitja í nefnd. Þegar horft er til þingsályktana sést að þrjár þingmannatillögur hafa verið samþykktar og frágengnar en 58 bíða fyrstu umræðu og 32 sitja í nefnd. Annað málið sem Páll Valur fékk samþykkt felur í sér að leggja rétt foreldra sem eiga andvana barn eftir 22 vikna meðgöngu að jöfnu við rétt foreldra sem missa barn stuttu eftir fæðingu á meðan á fæðingarorlofi stendur, samkvæmt greinargerð sem fylgdi frumvarpinu þegar það var lagt fram. Auk Páls Vals voru þau Björt Ólafsdóttir, Brynhildur Pétursdóttir, Guðmundur Steingrímsson, Óttarr Proppé, Róbert Marshall, allt þingmenn Bjartrar framtíðar, og þau Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, og Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, flutningsmenn frumvarpsins. Hitt málið er álykt þar sem þingið felur innanríkisráðherra að beita sér fyrir því að 20. nóvember, dagurinn sem barnasáttmálinn var samþykktur, verði helgaður fræðslu um mannréttindi barna í skólum landsins á hverju ári. Á ráðherrann að vera í samráði við menntamálaráðherra um málið. Auk Páls voru þau Valgerður Bjarnadóttir, þingkona Samfylkingar, Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokks, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, Elín Hirst, þingkona Sjálfstæðisflokks, og Birgitta Jónsdóttir, þingkona Pírata, flutningsmenn ályktunarinnar.Að vera þingmaður er krefjandi starf og að vera þingmaður í minnihluta er jafnvel enn meira krefjandi. Án þess að ég sé...Posted by Páll Valur Björnsson on Tuesday, March 15, 2016 Alþingi Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Alþingi samþykkti tvö þingmannamál Páls Vals Björnssonar, þingmanns Bjartrar framtíðar, í dag. Sjaldgæft er að þingmannamál nái svo langt að verða samþykkt sem lög en málin tvö sem hér um ræðir voru samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Samkvæmt yfirliti á vef Alþingis hefur aðeins eitt þingmannafrumvarp verið samþykkt og frágengið á yfirstandandi þingi á meðan 49 þingmannamál bíða fyrstu umræðu og 29 önnur sitja í nefnd. Þegar horft er til þingsályktana sést að þrjár þingmannatillögur hafa verið samþykktar og frágengnar en 58 bíða fyrstu umræðu og 32 sitja í nefnd. Annað málið sem Páll Valur fékk samþykkt felur í sér að leggja rétt foreldra sem eiga andvana barn eftir 22 vikna meðgöngu að jöfnu við rétt foreldra sem missa barn stuttu eftir fæðingu á meðan á fæðingarorlofi stendur, samkvæmt greinargerð sem fylgdi frumvarpinu þegar það var lagt fram. Auk Páls Vals voru þau Björt Ólafsdóttir, Brynhildur Pétursdóttir, Guðmundur Steingrímsson, Óttarr Proppé, Róbert Marshall, allt þingmenn Bjartrar framtíðar, og þau Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, og Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, flutningsmenn frumvarpsins. Hitt málið er álykt þar sem þingið felur innanríkisráðherra að beita sér fyrir því að 20. nóvember, dagurinn sem barnasáttmálinn var samþykktur, verði helgaður fræðslu um mannréttindi barna í skólum landsins á hverju ári. Á ráðherrann að vera í samráði við menntamálaráðherra um málið. Auk Páls voru þau Valgerður Bjarnadóttir, þingkona Samfylkingar, Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokks, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, Elín Hirst, þingkona Sjálfstæðisflokks, og Birgitta Jónsdóttir, þingkona Pírata, flutningsmenn ályktunarinnar.Að vera þingmaður er krefjandi starf og að vera þingmaður í minnihluta er jafnvel enn meira krefjandi. Án þess að ég sé...Posted by Páll Valur Björnsson on Tuesday, March 15, 2016
Alþingi Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira