Sjúkraliðar boða allsherjarverkfall Óli Kristján Ármannsson skrifar 15. mars 2016 07:00 Sjúkraliðar hafa þurft að hafa fyrir kjarabótum sínum. Hér talar Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður SLFÍ, á baráttufundi, þegar yfir stóðu verkföll sjúkraliða og fólks í SFR, í kjarabaráttu við ríkið í fyrrahaust. vísir/anton brink Samþykkt hefur verið allsherjarverkfall sjúkraliða hjá sveitarfélögum landsins frá fjórða apríl takist ekki samningar fyrir þann tíma. Undir er þjónusta sjúkraliða um allt landið þar sem sveitarfélög reka öldrunar- og hjúkrunarþjónustu, auk félagsþjónustu sem sjúkraliðar vinna við. Stærstu stofnanirnar sem verkfall myndi ná til eru Síða á Akureyri, Brákarhlíð í Borgarfirði, Höfði á Akranesi og Ísafold í Garðabæ, segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ). Þjónusta í Reykjavík raskast ekki, en borgin semur beint við sína viðsemjendur. Samningur sjúkraliða og Reykjavíkurborgar var undirritaður 16. desember síðastliðinn. Af þeim 180 sem þátt tóku samþykktu 175, eða rúm 97 prósent, verkfallsaðgerðir í kosningu Sjúkraliðafélags Íslands. Niðurstöður kosningarinnar voru birtar í gær. Þrír kusu á móti verkfalli og tveir skiluðu auðu. Tæp 58 prósent félagsmanna tóku þátt í kosningunni. Kristín segir boðaðar aðgerðir fyrst og fremst vegna mikils dráttar sem orðið hafi á samningum. „Samningar okkar voru lausir um leið og allra annarra,“ segir hún. „Allan þann tíma var mjög lengi verið að koma samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga að borðinu.“ Síðan hafi deilunni verið vísað til ríkissáttasemjara. Í gærmorgun segir Kristín að hafi verið tíundi fundurinn í deilunni og enn beri mikið í milli. Tilboð sveitarfélaganna sem samninganefndin hafi hafnað sé langt frá því sem samið hafi verið um annars staðar. „Við gerðum þeim tilboð á móti, en því höfnuðu þau og slitu.“ Varðandi það hvort hún sé bjartsýn á að samningar náist áður en til verkfalls kemur bendir Kristín á að ríkissáttasemjari sé búinn að boða til funda í deilunni strax eftir páska. „Maður verður bara að vera bjartsýnn. Það er ekki ósk nokkurs að þetta lendi í verkföllum.“ Hjá Bandalagi háskólamanna (BHM) er einnig sagður þungur tónn í fólki og verið að íhuga aðgerðir. „Félagsmenn BHM hjá sveitarfélögunum hafa verið samningslausir í rúmt hálft ár en kjaraviðræður við Samband íslenskra sveitarfélaga hafa dregist úr hömlu,“ segir í umfjöllun á vef BHM. „Ef ekki verður gripið í taumana er grunnþjónusta sveitarfélaganna í hættu.“ Kjaramál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Samþykkt hefur verið allsherjarverkfall sjúkraliða hjá sveitarfélögum landsins frá fjórða apríl takist ekki samningar fyrir þann tíma. Undir er þjónusta sjúkraliða um allt landið þar sem sveitarfélög reka öldrunar- og hjúkrunarþjónustu, auk félagsþjónustu sem sjúkraliðar vinna við. Stærstu stofnanirnar sem verkfall myndi ná til eru Síða á Akureyri, Brákarhlíð í Borgarfirði, Höfði á Akranesi og Ísafold í Garðabæ, segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ). Þjónusta í Reykjavík raskast ekki, en borgin semur beint við sína viðsemjendur. Samningur sjúkraliða og Reykjavíkurborgar var undirritaður 16. desember síðastliðinn. Af þeim 180 sem þátt tóku samþykktu 175, eða rúm 97 prósent, verkfallsaðgerðir í kosningu Sjúkraliðafélags Íslands. Niðurstöður kosningarinnar voru birtar í gær. Þrír kusu á móti verkfalli og tveir skiluðu auðu. Tæp 58 prósent félagsmanna tóku þátt í kosningunni. Kristín segir boðaðar aðgerðir fyrst og fremst vegna mikils dráttar sem orðið hafi á samningum. „Samningar okkar voru lausir um leið og allra annarra,“ segir hún. „Allan þann tíma var mjög lengi verið að koma samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga að borðinu.“ Síðan hafi deilunni verið vísað til ríkissáttasemjara. Í gærmorgun segir Kristín að hafi verið tíundi fundurinn í deilunni og enn beri mikið í milli. Tilboð sveitarfélaganna sem samninganefndin hafi hafnað sé langt frá því sem samið hafi verið um annars staðar. „Við gerðum þeim tilboð á móti, en því höfnuðu þau og slitu.“ Varðandi það hvort hún sé bjartsýn á að samningar náist áður en til verkfalls kemur bendir Kristín á að ríkissáttasemjari sé búinn að boða til funda í deilunni strax eftir páska. „Maður verður bara að vera bjartsýnn. Það er ekki ósk nokkurs að þetta lendi í verkföllum.“ Hjá Bandalagi háskólamanna (BHM) er einnig sagður þungur tónn í fólki og verið að íhuga aðgerðir. „Félagsmenn BHM hjá sveitarfélögunum hafa verið samningslausir í rúmt hálft ár en kjaraviðræður við Samband íslenskra sveitarfélaga hafa dregist úr hömlu,“ segir í umfjöllun á vef BHM. „Ef ekki verður gripið í taumana er grunnþjónusta sveitarfélaganna í hættu.“
Kjaramál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira