Davíð Þór vinnur fulla vinnu og æfir eins og atvinnumaður Stefán Árni Pálsson skrifar 13. mars 2016 19:58 Einn besti leikmaður Pepsi-deildar karla síðustu ár Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, lætur sig hafa það að vinna fulla vinnu með boltanum þrátt fyrir að FH-ingar æfi nánast eins og atvinnumenn. Davíð Þór fór á kostum með FH-ingum í Pepsi-deildinni síðasta sumar hefur sex sinnum fangað Íslandsmeistaratitli með félaginu og einu sinni hefur hann orðið bikarmeistari. Auk þess að æfa með FH-ingum á hverjum degi stundar fyrirliðinn fulla vinnu með fótboltanum. „Þetta var meira krefjandi fyrst þegar ég kom heim, svona að komast inn í rútínuna,“ segir Davíð Þór í samtali við Guðjón Guðmundsson. „Maður var kannski í vinnunni frá níu til fjögur og fór síðan á æfingu. Núna í dag er maður kominn meira inn í hlutina, fjölskyldan er komin í meiri og betri rútínu. Maður var vanur að vera bara á æfingu á morgnanna og mættur heim klukkan eitt og hafði allan tímann í heiminum fyrir fjölskylduna.“Davíð segir að stærsta ástæðan fyrir því að þetta gangi upp sé að hann sé með vinnuveitanda sem sýnir honum mikinn skilning. „Hann er allavega ekki búinn að reka mig ennþá, þó svo að ég sé búinn að vera í burtu ófáar vinnustundirnar. Lífið er ekki alltaf auðvelt og ef ég ætti að fara kvarta yfir því að vera í fínni vinnu og spila fyrir eitt af bestu liðum landsins þá væri bara eitthvað að mér. Þá fyrst mætti fara hrauna yfir mig á Twitter.“ Davíð lék sem atvinnumaður í Belgíu, Noregi, Svíþjóð og Danmörku segir að aðstæður knattspyrnumanna hér á landi hafi gjörbreyst á síðustu árum. „Það eru fleiri sem eru bara að spila fótbolta og að því leytinu til er þetta orðið líkara því sem við þekkjum á öðrum stöðum erlendis.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Sjá meira
Einn besti leikmaður Pepsi-deildar karla síðustu ár Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, lætur sig hafa það að vinna fulla vinnu með boltanum þrátt fyrir að FH-ingar æfi nánast eins og atvinnumenn. Davíð Þór fór á kostum með FH-ingum í Pepsi-deildinni síðasta sumar hefur sex sinnum fangað Íslandsmeistaratitli með félaginu og einu sinni hefur hann orðið bikarmeistari. Auk þess að æfa með FH-ingum á hverjum degi stundar fyrirliðinn fulla vinnu með fótboltanum. „Þetta var meira krefjandi fyrst þegar ég kom heim, svona að komast inn í rútínuna,“ segir Davíð Þór í samtali við Guðjón Guðmundsson. „Maður var kannski í vinnunni frá níu til fjögur og fór síðan á æfingu. Núna í dag er maður kominn meira inn í hlutina, fjölskyldan er komin í meiri og betri rútínu. Maður var vanur að vera bara á æfingu á morgnanna og mættur heim klukkan eitt og hafði allan tímann í heiminum fyrir fjölskylduna.“Davíð segir að stærsta ástæðan fyrir því að þetta gangi upp sé að hann sé með vinnuveitanda sem sýnir honum mikinn skilning. „Hann er allavega ekki búinn að reka mig ennþá, þó svo að ég sé búinn að vera í burtu ófáar vinnustundirnar. Lífið er ekki alltaf auðvelt og ef ég ætti að fara kvarta yfir því að vera í fínni vinnu og spila fyrir eitt af bestu liðum landsins þá væri bara eitthvað að mér. Þá fyrst mætti fara hrauna yfir mig á Twitter.“ Davíð lék sem atvinnumaður í Belgíu, Noregi, Svíþjóð og Danmörku segir að aðstæður knattspyrnumanna hér á landi hafi gjörbreyst á síðustu árum. „Það eru fleiri sem eru bara að spila fótbolta og að því leytinu til er þetta orðið líkara því sem við þekkjum á öðrum stöðum erlendis.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Sjá meira