Körfubolti

47. heimasigur Warriors í röð | Grizzlies vann eftir framlengingu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það getur fátt stöðvað Golden State.
Það getur fátt stöðvað Golden State. vísir/getty
Fjölmargir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og var algjör háspenna lífshætta í leik New Orleans Pelicans og Memphis Grizzlies. Leikurinn fór fram í Memphis og þurfti að framlengja hann en heimamenn höfðu að lokum betur, 121-114.

Staðan eftir venjulegan leiktíma var 99-99 og fengu leikmenn New Orleans tækifæri til að vinna leikinn í venjulegum leiktíma en lokasóknin fór út um veður og vind.

Grizzlies voru síðan sterkari í framlengingunni og unnu að lokum góðan sigur. Lance Stephenson var frábær í liði heimamanna og skoraði hann 33 stig og tók sjö fráköst. Hjá Pelicans var það Jrue Holiday sem var stigahæstur með 34 stig.

Golden State Warriors vann Portland Trail Blazers, 128-112 en Warriors liðið skorðaði 81 stig í fyrri hálfleik leiksins og gerðu leikmenn liðsins þá í raun útum leikinn.

Þetta var 47. sigur liðsins á heimavelli í röð. Steph Curry skoraði 34 stig í leiknum en Klay Thompson var með 37 stig fyrir heimamenn.

Hér að neðan má sjá öll úrslit næturinnar.

Oklahoma Thunders – Minnesota Timberwolves 96-99

Utah Jazz – Washington Wizzards 114-93

Sacramento Kings – Orlando Magic 100-107

Golden State Warriors – Portland Trail Blazers 128-112

LA Clippers - New York Knicks 101-94

Charlotte Hornets- Detroit Pistons 118-103

Philadelphia 76ers- Brooklyn Nets 95-89

Boston Celtics – Houston Rockets 98-102

Chicago Bulls – Miami Heat 96-118

Memphis Grizzlies - New Orleans Pelicans 121-114

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×