Þær tvær komast á annað level Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 11. mars 2016 09:30 Vala Kristín Eiríksdóttir og Júlíana Sara Gunnarsdóttir leikkonur slógu heldur betur í gegn í fyrstu seríu þáttanna og fengu frábær viðbrögð. Vísir/Pjetur „Það var eitt skipti sem við vinkonurnar vorum úti að hlaupa saman að við áttuðum okkur á því að við værum með mjög svipaðar hugsanir, við hlógum okkur auðvitað máttlausar, en það var þá sem við áttuðum okkur á því að við væru algjörlega frábærar saman,“ segja þær Júlíana Sara Gunnarsdóttir og Vala Kristín Eiríksdóttir, sem eru um þessar mundir að leggja lokahönd á handritsskrif fyrir aðra seríu af sprenghlægilegu þáttunum Þær tvær, en þættirnir verða sýndir á Stöð 2 næstkomandi haust. Það er óhætt að segja að Þær tvær hafi fengið góð viðbrögð frá áhorfendum. Húmorinn í þáttunum er mikill og stelpurnar eru alls ekki feimnar við að gera skemmtilegt grín til að fá áhorfendurnar til hlæja. „Þegar við fórum af stað með hugmyndina um Þær tvær, komum við með mjög gróft handrit til að sýna hvaða húmor við vorum með og í kjölfarið var okkur boðið að gera svokallaðan prufuþátt sem heppnaðist vel og okkur boðið að gera sex þætti af grínefni sem var mikið ævintýri,“ segir Vala Kristín leikkona. Í kjölfar fyrstu seríu, var augljóst að stelpurnar höfðu sannað sig fyrir framleiðendum og þjóðinni og ekki leið á löngu þar til þeim var boðið að gera nýja seríu þar sem meiri peningur og stærra teymi kæmi til með að fylgja þeim í framleiðsluferlinu.Júlíana Sara og Vala Kristín eru Þær tvær.„Við fáum meiri mannskap með okkur í þetta skipti. Þegar við fórum af stað með fyrstu seríuna voru báðir aðilar að taka mikla áhættu, við vorum í því að redda okkur búningum og alls konar heimagerðar reddingar áttu sér stað. Núna fáum við hins vegar búningahönnuð ásamt framleiðsluteymi sem verður okkur innan handar og aðstoðar okkur við tilfallandi verkefni sem tengjast tökunum,“ segja stelpurnar ánægðar með viðbrögðin sem þær hafa fengið. Stelpurnar lofa frábærri skemmtun og miklu gríni í nýju seríunni þar sem bæði nýjum og gömlum persónum bregður fyrir í allskyns vandræðalegum og asnalegum aðstæðum. „Í nýju þáttunum verða persónur sem birtast áhorfendum aftur og aftur í bland við annars konar sketsa. Við munum endurvekja persónur úr fyrri seríunni, og það er alveg á hreinu að systurnar Ágústa og Gróa verða í miklu stuði ásamt keppnisvinkonunum, en þær halda áfram að keppa um allt milli himins og jarðar. Svo verðum við með fullt af nýjum og spennandi persónum líka,“ segja þær Vala Kristín og Júlíana Sara og hlakka mikið til þegar tökurnar hefjast í næstu viku. Þær tvær Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Skömminni skilað Gagnrýni Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Steikt að sjá barn með rottu í bandi í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Fleiri fréttir Gefur endurkomu undir fótinn Steikt að sjá barn með rottu í bandi í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sjá meira
„Það var eitt skipti sem við vinkonurnar vorum úti að hlaupa saman að við áttuðum okkur á því að við værum með mjög svipaðar hugsanir, við hlógum okkur auðvitað máttlausar, en það var þá sem við áttuðum okkur á því að við væru algjörlega frábærar saman,“ segja þær Júlíana Sara Gunnarsdóttir og Vala Kristín Eiríksdóttir, sem eru um þessar mundir að leggja lokahönd á handritsskrif fyrir aðra seríu af sprenghlægilegu þáttunum Þær tvær, en þættirnir verða sýndir á Stöð 2 næstkomandi haust. Það er óhætt að segja að Þær tvær hafi fengið góð viðbrögð frá áhorfendum. Húmorinn í þáttunum er mikill og stelpurnar eru alls ekki feimnar við að gera skemmtilegt grín til að fá áhorfendurnar til hlæja. „Þegar við fórum af stað með hugmyndina um Þær tvær, komum við með mjög gróft handrit til að sýna hvaða húmor við vorum með og í kjölfarið var okkur boðið að gera svokallaðan prufuþátt sem heppnaðist vel og okkur boðið að gera sex þætti af grínefni sem var mikið ævintýri,“ segir Vala Kristín leikkona. Í kjölfar fyrstu seríu, var augljóst að stelpurnar höfðu sannað sig fyrir framleiðendum og þjóðinni og ekki leið á löngu þar til þeim var boðið að gera nýja seríu þar sem meiri peningur og stærra teymi kæmi til með að fylgja þeim í framleiðsluferlinu.Júlíana Sara og Vala Kristín eru Þær tvær.„Við fáum meiri mannskap með okkur í þetta skipti. Þegar við fórum af stað með fyrstu seríuna voru báðir aðilar að taka mikla áhættu, við vorum í því að redda okkur búningum og alls konar heimagerðar reddingar áttu sér stað. Núna fáum við hins vegar búningahönnuð ásamt framleiðsluteymi sem verður okkur innan handar og aðstoðar okkur við tilfallandi verkefni sem tengjast tökunum,“ segja stelpurnar ánægðar með viðbrögðin sem þær hafa fengið. Stelpurnar lofa frábærri skemmtun og miklu gríni í nýju seríunni þar sem bæði nýjum og gömlum persónum bregður fyrir í allskyns vandræðalegum og asnalegum aðstæðum. „Í nýju þáttunum verða persónur sem birtast áhorfendum aftur og aftur í bland við annars konar sketsa. Við munum endurvekja persónur úr fyrri seríunni, og það er alveg á hreinu að systurnar Ágústa og Gróa verða í miklu stuði ásamt keppnisvinkonunum, en þær halda áfram að keppa um allt milli himins og jarðar. Svo verðum við með fullt af nýjum og spennandi persónum líka,“ segja þær Vala Kristín og Júlíana Sara og hlakka mikið til þegar tökurnar hefjast í næstu viku.
Þær tvær Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Skömminni skilað Gagnrýni Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Steikt að sjá barn með rottu í bandi í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Fleiri fréttir Gefur endurkomu undir fótinn Steikt að sjá barn með rottu í bandi í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp