Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Snæfell 88-82 | Hólmarar komnir í sumarfrí Stefán Árni Pálsson í Icelandic Glacial-höllinni í Þorlákshöfn skrifar 10. mars 2016 20:45 Ragnar Nathanaelsson, leikmaður Þórs. vísir/stefán Þór Þorlákshöfn vann Snæfell, 88-82, í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld og sendu því Snæfellinga í sumarfrí. Grindvíkingar unnu nefnilega Njarðvík í Grindavík. Þórsarar byrjuðu leikinn betur og komust fljótlega í 12-5. Snæfellingar voru á hælunum og lítið gekk upp sóknarlega í upphafi leiksins. Þeir unnu sig fljótlega í takt við leikinn og breyttu stöðunni í 17-12 sér í vil á mjög stuttum tíma. Snæfell skoraði 14 stig í röð á Þórsara og hrukku bara allt í einu í gang. Staðan eftir fyrsta leikhlutann var því 21-15 fyrir Snæfell. Þórsarar fóru í gang í öðrum leikhluta og það tók þá aðeins fimm mínútur að komast yfir 30-29. Gestirnir úr Stykkishólmi voru samt sem áður ekki á því að hleypa heimamönnum langt fram úr sér og náði fljótlega aftur að komast yfir. Staðan í hálfleik var 44-41 og maður hefur séð betri sóknarleik en sást í Þorlákshöfn í fyrri hálfleiknum í kvöld. Það var greinilegt á leik Snæfellinga í upphafi síðari hálfleiksins að leikmenn liðsins langaði að fara í úrslitakeppnina. Þeir börðust eins og ljón og höfðu þeir allir fengið þær fréttir í hálfleik að Grindvíkingar væru að vinna Njarðvíkinga sannfærandi í Grindavík. Sigurður Þorsteinsson leikmaður Snæfells sýndi sitt rétta Hólmarahjarta í kvöld og leiddi sína menn áfram í baráttunni. Vance Michael Hall er aftur á móti í liði Þórs og var hann magnaður í þriðja leikhlutanum og hélt Þór svo sannarlega inn í leiknum. Staðan eftir þrjá leikhluta var 72-70 fyrir gestina. Þórsarar komust yfir í upphafi fjórða leikhlutans og þá fór um Snæfellinga. Þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum voru Þórsarar með fjögurra stig forskot 80-76. Í fjórða leikhlutanum fóru Snæfellingar einfaldlega á taugum og gerðu allt of mörg mistök. Það vantaði nokkur ár í reynslu hjá ákveðnum leikmönnum liðsins og Þórsarar voru of stór biti. Því miður fyrir þá, þá unnu Grindvíkingar sinn leik og eru Hólmarar komnir í sumarfrí. Leiknum lauk með sigri Þórs 88-82 og hafna Snæfellingar því í níunda sæti deildarinnar. Þórsarar enda tímabilið í fimmta sætinu. Þórsarar mæta því Haukum í 8-liða úrslitum Dominos-deildarinnar.Þór Þ.-Snæfell 88-82 (15-21, 26-23, 29-28, 18-10)Þór Þ.: Vance Michael Hall 27/5 fráköst/6 stoðsendingar, Halldór Garðar Hermannsson 14, Ragnar Örn Bragason 10, Emil Karel Einarsson 9, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 8/22 fráköst/3 varin skot, Grétar Ingi Erlendsson 8/4 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 6, Magnús Breki Þórðason 6, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 0, Jón Jökull Þráinsson 0, Davíð Arnar Ágústsson 0, Benjamín Þorri Benjamínsson 0.Snæfell: Sherrod Nigel Wright 29/15 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 23/6 fráköst, Austin Magnus Bracey 15/7 fráköst, Ólafur Torfason 7/8 fráköst, Viktor Marínó Alexandersson 4/4 fráköst, Jóhann Kristófer Sævarsson 2, Jón Páll Gunnarsson 2, Baldur Þorleifsson 0, Þorbergur Helgi Sæþórsson 0/4 fráköst Svekktur Ingi Þór: Skil ekki Njarðvíkinga að fara með fjögur töp á bakinu inn í úrslitakeppninaIngi Þór Steinþórsson.Vísir/Anton„Mér líður bara mjög einkennilega og er með blendnar tilfinningar,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir tapið. „Fyrst og fremst er ég stoltur af liðinu, hvernig það er búið að standa sig í vetur. Þetta var alveg hrikalega skrítin vetur og það voru alltaf allir tilbúnir að leggja sig 100% fram. Markmiðið var alltaf að halda liðinu í deildinni en við vorum alveg svakalega nálægt því að ná inn í úrslitakeppnina.“ Ingi áttar sig ekki á úrslitunum í Grindavík. „Ég skil ekki Njarðvíkingana að ætla mæta með fjögur töp á bakinu inn í úrslitakeppnina. En við getum auðvitað ekki verið að treysta á neina aðra en okkur sjálfa. Mér fannst við spila vel í kvöld og sérstaklega varnarlega.“ Hann segir að núna taki við hvíld og undir búningur fyrir næsta tímabil. „Ég skora bara á unga leikmenn að koma í Hólminn og taka slaginn með okkur. Þetta er frábær staður fyrir unga menn að fá mínútur og spila körfubolta. Við vonumst til að halda þessum leikmannahóp fyrir næsta tímabil og bara bæta í.“ Einar: Haukar eru með næst heitasta liðið í dag, á eftir Golden State„Það er fínt að fara inn í úrslitakeppnina þennan sigur á bakinu, en ég er samt ekkert sérstaklega ánægður með okkar frammistöðu í kvöld,“ segir Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs, eftir sigurinn í kvöld. „Það sást kannski í kvöld að þeir voru að berjast fyrir sæti í úrslitakeppnina en ég er ánægður með að við náðum að koma okkur í gírinn í síðari hálfleiknum. Þá var sóknarleikur okkar mjög góður og við náðum að stöðva þá í vörninni.“ Þórsarar mæta sjóðandi heitum Haukamönnum í 8-liða úrslitum en þeir hafa núna unnið átta leiki í röð. „Ég held að þetta sé bara næst heitasta liðið í dag, á eftir Golden State [Warriors] og eru gríðarlega sterkir. Þeir rassskelltu okkur fyrir stuttu síðan og þetta verður mjög erfitt einvígi.“ Hann segir að liðið þurfi að spila miklu betur en í kvöld til að eiga möguleika í Haukana. Raggi Nat: Við virðumst vera á niðurleið rétt fyrir úrslitakeppnina„Við teljum okkur vera klára í úrslitakeppnina en við sýndum það því miður ekki í kvöld,“ segir Ragnar Nathanaelsson, eftir sigurinn í kvöld. „Þó við náum að vinna þennan leik þá vorum við bara slakir í sókn og vörn. Við höfum ekki verið nægilega góðir í undanförnum tveimur leikjum. Við þurfum heldur betur að taka til í hausnum á okkur til að mæta Haukunum.“ Ragnar segir að liðið þurfi að ná fram miklu meira jafnvægi í sóknarleiknum til að eiga möguleika í Hauka. „Við virðumst bara vera á einhverri niðurleið fyrir úrslitakeppnina sem er algjör rugl og sérstaklega þegar maður er að mæta eins sterku liði eins og Haukum.“Bein lýsing: Þór Þ. - SnæfellTweets by @VisirKarfa2 Dominos-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Sjá meira
Þór Þorlákshöfn vann Snæfell, 88-82, í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld og sendu því Snæfellinga í sumarfrí. Grindvíkingar unnu nefnilega Njarðvík í Grindavík. Þórsarar byrjuðu leikinn betur og komust fljótlega í 12-5. Snæfellingar voru á hælunum og lítið gekk upp sóknarlega í upphafi leiksins. Þeir unnu sig fljótlega í takt við leikinn og breyttu stöðunni í 17-12 sér í vil á mjög stuttum tíma. Snæfell skoraði 14 stig í röð á Þórsara og hrukku bara allt í einu í gang. Staðan eftir fyrsta leikhlutann var því 21-15 fyrir Snæfell. Þórsarar fóru í gang í öðrum leikhluta og það tók þá aðeins fimm mínútur að komast yfir 30-29. Gestirnir úr Stykkishólmi voru samt sem áður ekki á því að hleypa heimamönnum langt fram úr sér og náði fljótlega aftur að komast yfir. Staðan í hálfleik var 44-41 og maður hefur séð betri sóknarleik en sást í Þorlákshöfn í fyrri hálfleiknum í kvöld. Það var greinilegt á leik Snæfellinga í upphafi síðari hálfleiksins að leikmenn liðsins langaði að fara í úrslitakeppnina. Þeir börðust eins og ljón og höfðu þeir allir fengið þær fréttir í hálfleik að Grindvíkingar væru að vinna Njarðvíkinga sannfærandi í Grindavík. Sigurður Þorsteinsson leikmaður Snæfells sýndi sitt rétta Hólmarahjarta í kvöld og leiddi sína menn áfram í baráttunni. Vance Michael Hall er aftur á móti í liði Þórs og var hann magnaður í þriðja leikhlutanum og hélt Þór svo sannarlega inn í leiknum. Staðan eftir þrjá leikhluta var 72-70 fyrir gestina. Þórsarar komust yfir í upphafi fjórða leikhlutans og þá fór um Snæfellinga. Þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum voru Þórsarar með fjögurra stig forskot 80-76. Í fjórða leikhlutanum fóru Snæfellingar einfaldlega á taugum og gerðu allt of mörg mistök. Það vantaði nokkur ár í reynslu hjá ákveðnum leikmönnum liðsins og Þórsarar voru of stór biti. Því miður fyrir þá, þá unnu Grindvíkingar sinn leik og eru Hólmarar komnir í sumarfrí. Leiknum lauk með sigri Þórs 88-82 og hafna Snæfellingar því í níunda sæti deildarinnar. Þórsarar enda tímabilið í fimmta sætinu. Þórsarar mæta því Haukum í 8-liða úrslitum Dominos-deildarinnar.Þór Þ.-Snæfell 88-82 (15-21, 26-23, 29-28, 18-10)Þór Þ.: Vance Michael Hall 27/5 fráköst/6 stoðsendingar, Halldór Garðar Hermannsson 14, Ragnar Örn Bragason 10, Emil Karel Einarsson 9, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 8/22 fráköst/3 varin skot, Grétar Ingi Erlendsson 8/4 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 6, Magnús Breki Þórðason 6, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 0, Jón Jökull Þráinsson 0, Davíð Arnar Ágústsson 0, Benjamín Þorri Benjamínsson 0.Snæfell: Sherrod Nigel Wright 29/15 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 23/6 fráköst, Austin Magnus Bracey 15/7 fráköst, Ólafur Torfason 7/8 fráköst, Viktor Marínó Alexandersson 4/4 fráköst, Jóhann Kristófer Sævarsson 2, Jón Páll Gunnarsson 2, Baldur Þorleifsson 0, Þorbergur Helgi Sæþórsson 0/4 fráköst Svekktur Ingi Þór: Skil ekki Njarðvíkinga að fara með fjögur töp á bakinu inn í úrslitakeppninaIngi Þór Steinþórsson.Vísir/Anton„Mér líður bara mjög einkennilega og er með blendnar tilfinningar,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir tapið. „Fyrst og fremst er ég stoltur af liðinu, hvernig það er búið að standa sig í vetur. Þetta var alveg hrikalega skrítin vetur og það voru alltaf allir tilbúnir að leggja sig 100% fram. Markmiðið var alltaf að halda liðinu í deildinni en við vorum alveg svakalega nálægt því að ná inn í úrslitakeppnina.“ Ingi áttar sig ekki á úrslitunum í Grindavík. „Ég skil ekki Njarðvíkingana að ætla mæta með fjögur töp á bakinu inn í úrslitakeppnina. En við getum auðvitað ekki verið að treysta á neina aðra en okkur sjálfa. Mér fannst við spila vel í kvöld og sérstaklega varnarlega.“ Hann segir að núna taki við hvíld og undir búningur fyrir næsta tímabil. „Ég skora bara á unga leikmenn að koma í Hólminn og taka slaginn með okkur. Þetta er frábær staður fyrir unga menn að fá mínútur og spila körfubolta. Við vonumst til að halda þessum leikmannahóp fyrir næsta tímabil og bara bæta í.“ Einar: Haukar eru með næst heitasta liðið í dag, á eftir Golden State„Það er fínt að fara inn í úrslitakeppnina þennan sigur á bakinu, en ég er samt ekkert sérstaklega ánægður með okkar frammistöðu í kvöld,“ segir Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs, eftir sigurinn í kvöld. „Það sást kannski í kvöld að þeir voru að berjast fyrir sæti í úrslitakeppnina en ég er ánægður með að við náðum að koma okkur í gírinn í síðari hálfleiknum. Þá var sóknarleikur okkar mjög góður og við náðum að stöðva þá í vörninni.“ Þórsarar mæta sjóðandi heitum Haukamönnum í 8-liða úrslitum en þeir hafa núna unnið átta leiki í röð. „Ég held að þetta sé bara næst heitasta liðið í dag, á eftir Golden State [Warriors] og eru gríðarlega sterkir. Þeir rassskelltu okkur fyrir stuttu síðan og þetta verður mjög erfitt einvígi.“ Hann segir að liðið þurfi að spila miklu betur en í kvöld til að eiga möguleika í Haukana. Raggi Nat: Við virðumst vera á niðurleið rétt fyrir úrslitakeppnina„Við teljum okkur vera klára í úrslitakeppnina en við sýndum það því miður ekki í kvöld,“ segir Ragnar Nathanaelsson, eftir sigurinn í kvöld. „Þó við náum að vinna þennan leik þá vorum við bara slakir í sókn og vörn. Við höfum ekki verið nægilega góðir í undanförnum tveimur leikjum. Við þurfum heldur betur að taka til í hausnum á okkur til að mæta Haukunum.“ Ragnar segir að liðið þurfi að ná fram miklu meira jafnvægi í sóknarleiknum til að eiga möguleika í Hauka. „Við virðumst bara vera á einhverri niðurleið fyrir úrslitakeppnina sem er algjör rugl og sérstaklega þegar maður er að mæta eins sterku liði eins og Haukum.“Bein lýsing: Þór Þ. - SnæfellTweets by @VisirKarfa2
Dominos-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Sjá meira