Haraldur Nelson vill ekki MMA á ÓL: „Rugl reglum verður hrúgað í íþróttina“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. mars 2016 13:00 Haraldur Nelson vill ekki breyta MMA. vísir/vilhelm Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, er ekki hrifinn af þeirri hugmynd að gera blandaðar bardagalistir, MMA, að Ólympíuíþrótt. Lorenzo Fertitta, einn af eigendum UFC, sagði í viðtali við BBC í lok febrúar að það væri bara tímaspursmál hvenær MMA yrði hluti af Ólympíuleikunum vegna hratt vaxandi vinsælda íþróttarinnar. „Ólympíuleikarnir eru bara viðskipti. Þar vilja menn vilja yngri áhorfendur og stóra sjónvarpssamninga. Miðað við hvert við erum að fara með UFC þá verður MMA Ólympíuíþrótt,“ sagði Fertitta.Gunnar Nelson gæti orðið Ólympíufari.vísir/gettyTaekwondo eins og riverdance Haraldur vonar að svo verði ekki því hann er hræddur um að regluverkinu verði breytt mikið eins og gert hefur verið í öðrum bardagaíþróttum sem hafa orðið hluti af Ólympíuleikunm. „Maður er á tveimur áttum með þetta. Ég man eftir þessari umræðu hjá karatemönnum. Þar skiptust menn í tvo hópa og nýlega átti ég samtal við einn reyndasta karateþjálfara Íslands. Hann vill ekki sjá karate á Ólympíuleikunum,“ segir Haraldur í samtali við Vísi. „Það er af sömu ástæðu og ég staldra við þetta. Mér finnst allskonar vitleysa fara í gang þegar bardagaíþróttir eru teknar inn á Ólympíuleikana.“ „Þá fara menn að hrúga rugl reglum í þróttina og það er kannski ekkert bara Ólympíuleikunum að kenna. Horfðu bara á taekwondo á ÓL í dag. Það er líkara „riverdance“ en bardagaíþrótt á Ólympíuleikunum. Það er eins og menn séu handalausir. Þeir bara sparka og sparka til að fá sig.“ „Ég er alls ekki að segja að taekwondo sé ekki góð íþrótt eða hana sé ekki got að stunda. Hún er góð undirstaða fyrir aðrar bardagaíþróttir en maður hefur séð breytingar til hins verra á þeirri íþrótt á Ólympíuleikunum,“ segir Haraldur.Haraldur Nelson vill halda íþróttinni óbreyttri.vísir/gettyÍslensk glíma í galla Júdó er önnur íþrótt sem Haraldi finnst hafa verið breytt til hins verra í gegnum tíðina eftir að hún varð hluti af Ólympíuleikunum. „Það er búið að koma með hinar og þessar reglur í júdóið. Nú er bannað til dæmis að sækja í fætur. Ég veit að júdómenn skiptast í tvær fylkingar með þetta líka. Sumum finnst þetta bæta sportið en aðrir glímumenn sem ég hef talað við eru ekki sáttir við þetta aukna regluverk,“ segir Haraldur. „Einn þekktur júdómaður sem er búinn að vinna fjölda titla hér heima sagði við mig að júdó á Ólympíuleikum væri orðið eins og íslensk glíma í Gi (galla). Mér finnst það ansi góð samlíking.“ Haraldur er hræddur um að svipaðir hlutir verði gerðir við blandaðar bardagalistir verði þær einhverntíma teknar inn sem Ólympíuíþróttir. „Ég óttast að það verði dregið úr íþróttinni eins og hún er í dag og menn fari að hrúga inn einhverjum reglum sem skemma MMA. Þá yrði þetta ekki MMA heldur eitthvað ólympískt afstyrmi sem væri ekkert í líkingu við það sport sem við þekkjum í dag,“ segir Haraldur. „Á móti fengi íþróttin auðvitað enn meiri athygli, en hún fær það nú þegar. Ólympíuleikarnir eru ekkert upphaf og endir á íþróttum,“ segir Haraldur Nelson. MMA Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Amorim segir leikmenn sína hrædda Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Allt er fertugum LeBron fært „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Dagskráin í dag: Toppslagur í NBA, lokaumferð NFL, Grindavík og margt fleira Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Sjá meira
Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, er ekki hrifinn af þeirri hugmynd að gera blandaðar bardagalistir, MMA, að Ólympíuíþrótt. Lorenzo Fertitta, einn af eigendum UFC, sagði í viðtali við BBC í lok febrúar að það væri bara tímaspursmál hvenær MMA yrði hluti af Ólympíuleikunum vegna hratt vaxandi vinsælda íþróttarinnar. „Ólympíuleikarnir eru bara viðskipti. Þar vilja menn vilja yngri áhorfendur og stóra sjónvarpssamninga. Miðað við hvert við erum að fara með UFC þá verður MMA Ólympíuíþrótt,“ sagði Fertitta.Gunnar Nelson gæti orðið Ólympíufari.vísir/gettyTaekwondo eins og riverdance Haraldur vonar að svo verði ekki því hann er hræddur um að regluverkinu verði breytt mikið eins og gert hefur verið í öðrum bardagaíþróttum sem hafa orðið hluti af Ólympíuleikunm. „Maður er á tveimur áttum með þetta. Ég man eftir þessari umræðu hjá karatemönnum. Þar skiptust menn í tvo hópa og nýlega átti ég samtal við einn reyndasta karateþjálfara Íslands. Hann vill ekki sjá karate á Ólympíuleikunum,“ segir Haraldur í samtali við Vísi. „Það er af sömu ástæðu og ég staldra við þetta. Mér finnst allskonar vitleysa fara í gang þegar bardagaíþróttir eru teknar inn á Ólympíuleikana.“ „Þá fara menn að hrúga rugl reglum í þróttina og það er kannski ekkert bara Ólympíuleikunum að kenna. Horfðu bara á taekwondo á ÓL í dag. Það er líkara „riverdance“ en bardagaíþrótt á Ólympíuleikunum. Það er eins og menn séu handalausir. Þeir bara sparka og sparka til að fá sig.“ „Ég er alls ekki að segja að taekwondo sé ekki góð íþrótt eða hana sé ekki got að stunda. Hún er góð undirstaða fyrir aðrar bardagaíþróttir en maður hefur séð breytingar til hins verra á þeirri íþrótt á Ólympíuleikunum,“ segir Haraldur.Haraldur Nelson vill halda íþróttinni óbreyttri.vísir/gettyÍslensk glíma í galla Júdó er önnur íþrótt sem Haraldi finnst hafa verið breytt til hins verra í gegnum tíðina eftir að hún varð hluti af Ólympíuleikunum. „Það er búið að koma með hinar og þessar reglur í júdóið. Nú er bannað til dæmis að sækja í fætur. Ég veit að júdómenn skiptast í tvær fylkingar með þetta líka. Sumum finnst þetta bæta sportið en aðrir glímumenn sem ég hef talað við eru ekki sáttir við þetta aukna regluverk,“ segir Haraldur. „Einn þekktur júdómaður sem er búinn að vinna fjölda titla hér heima sagði við mig að júdó á Ólympíuleikum væri orðið eins og íslensk glíma í Gi (galla). Mér finnst það ansi góð samlíking.“ Haraldur er hræddur um að svipaðir hlutir verði gerðir við blandaðar bardagalistir verði þær einhverntíma teknar inn sem Ólympíuíþróttir. „Ég óttast að það verði dregið úr íþróttinni eins og hún er í dag og menn fari að hrúga inn einhverjum reglum sem skemma MMA. Þá yrði þetta ekki MMA heldur eitthvað ólympískt afstyrmi sem væri ekkert í líkingu við það sport sem við þekkjum í dag,“ segir Haraldur. „Á móti fengi íþróttin auðvitað enn meiri athygli, en hún fær það nú þegar. Ólympíuleikarnir eru ekkert upphaf og endir á íþróttum,“ segir Haraldur Nelson.
MMA Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Amorim segir leikmenn sína hrædda Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Allt er fertugum LeBron fært „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Dagskráin í dag: Toppslagur í NBA, lokaumferð NFL, Grindavík og margt fleira Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti