Þreytt á glöðum og „Kúkú“ ferðalöngum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. mars 2016 11:48 „Af hverju að verja peningunum sem þú hefur unnið hörðum höndum fyrir í hótelherbergi, bíl og leiðsögumann þegar klikkaða ævintýrið bíður í ódýrum húsbíl á Íslandi. Farðu hvert sem er, sofðu hvar sem er og gerðu allt mögulegt á alveg ótrúlega ódýran hátt.“ Þannig er kostum KúKú Campers lýst á heimasíðu fyrirtækisins sem er annað tveggja sem býður erlendum ferðamönnum upp á ódýran valkost sem vill sækja landið heim. Að geta gist í bílnum sem þeir nota til að rúnta um landið. Ekki eru þó allir sáttir, þeirra á meðal Æsa Gísladóttir sem rekur gistiheimilið Norður-Vík nærri Vík í Mýrdal. Reglulega leggja ferðalangar umræddum húsbílum á bílastæði utan við gistiheimilið, nýta sér salernisaðstöðu og nettengingu en greiða ekkert fyrir. „Ég er alveg að gefast upp á þessum camperum. Telst til undantekninga ef þetta fólk er ekki að stunda nytjastuld. Gistir á bílastæðinu fyrir utan gististaðinn hjá okkur, er á netinu, hleypur inn á klósettið...Mér finnst gaman í vinnunni en þetta er eitthvað sem mér líkar ekki,“ segir Æsa sem kvað sér hljóðs í Facebook-hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar. Æsa segist í samtali við Vísi ekki hafa áhuga á að vera leiðindakerlingin sem standi í því að reka fólk af svæðinu. Hins vegar sé ekki sanngjarnt að gestir sem greiði fyrir aðstöðuna þurfi að deila aðstöðu með þessu fólki og jafnvel bíða í röð eftir að komast á salernið. Þá hafi komið fyrir að viðkomandi fólk óski eftir því að fá lánaða hluti úr eldhúsinu. Ekki sé svo að um daglegt brauð er að ræða en þó nærri því. Um daginn voru átta gestir á gistiheimilinu og á sama tíma átta gestir á bílastæðinu. Geri fólk ekki þarfir sínar innanhúss þá finnur það sér stað í grenndinni utanhúss til að sinna kalli náttúrunnar.Að neðan má sjá eina af fjölmörgum auglýsingum frá Happy Campers.Æsa segist viss um að hún sé ekki sú eina sem sé ósátt við stöðuna eins og hún sé í dag. Hún telur lausnina á vandamálinu hljóta að snúa að því að fyrirtækin, KúKú Campers og Happy Campers, kynni þessi mál betur fyrir viðskiptavinum sínum. Þeir geti ekki lagt hvar sem er og treyst á að nýta sér þjónustu á gistiheimilum þar sem annað fólk greiði fyrir sömu þjónustu. Heilmikil umræða hefur skapast um málið á fyrrnefndri Facebook-síðu og sýnist sitt hverjum. Hvetja sumir Æsu til að setja upp skilti, það hafi reynst vel, og einnig að loka fyrir internetið sitt og skipta reglulega um lykilorð. Æsa þakkar ábendingarnar sem hún ætlar að nýta sér og fara brosandi inn í sumarið. „Vona að fljótlega verði líka gerð bragarbót á hvernig þessir bílar eru kynntir og seldir út svo vandamálið verði smærra í sniðum.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Segir Ísland hafa burði til að geta orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Sjá meira
„Af hverju að verja peningunum sem þú hefur unnið hörðum höndum fyrir í hótelherbergi, bíl og leiðsögumann þegar klikkaða ævintýrið bíður í ódýrum húsbíl á Íslandi. Farðu hvert sem er, sofðu hvar sem er og gerðu allt mögulegt á alveg ótrúlega ódýran hátt.“ Þannig er kostum KúKú Campers lýst á heimasíðu fyrirtækisins sem er annað tveggja sem býður erlendum ferðamönnum upp á ódýran valkost sem vill sækja landið heim. Að geta gist í bílnum sem þeir nota til að rúnta um landið. Ekki eru þó allir sáttir, þeirra á meðal Æsa Gísladóttir sem rekur gistiheimilið Norður-Vík nærri Vík í Mýrdal. Reglulega leggja ferðalangar umræddum húsbílum á bílastæði utan við gistiheimilið, nýta sér salernisaðstöðu og nettengingu en greiða ekkert fyrir. „Ég er alveg að gefast upp á þessum camperum. Telst til undantekninga ef þetta fólk er ekki að stunda nytjastuld. Gistir á bílastæðinu fyrir utan gististaðinn hjá okkur, er á netinu, hleypur inn á klósettið...Mér finnst gaman í vinnunni en þetta er eitthvað sem mér líkar ekki,“ segir Æsa sem kvað sér hljóðs í Facebook-hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar. Æsa segist í samtali við Vísi ekki hafa áhuga á að vera leiðindakerlingin sem standi í því að reka fólk af svæðinu. Hins vegar sé ekki sanngjarnt að gestir sem greiði fyrir aðstöðuna þurfi að deila aðstöðu með þessu fólki og jafnvel bíða í röð eftir að komast á salernið. Þá hafi komið fyrir að viðkomandi fólk óski eftir því að fá lánaða hluti úr eldhúsinu. Ekki sé svo að um daglegt brauð er að ræða en þó nærri því. Um daginn voru átta gestir á gistiheimilinu og á sama tíma átta gestir á bílastæðinu. Geri fólk ekki þarfir sínar innanhúss þá finnur það sér stað í grenndinni utanhúss til að sinna kalli náttúrunnar.Að neðan má sjá eina af fjölmörgum auglýsingum frá Happy Campers.Æsa segist viss um að hún sé ekki sú eina sem sé ósátt við stöðuna eins og hún sé í dag. Hún telur lausnina á vandamálinu hljóta að snúa að því að fyrirtækin, KúKú Campers og Happy Campers, kynni þessi mál betur fyrir viðskiptavinum sínum. Þeir geti ekki lagt hvar sem er og treyst á að nýta sér þjónustu á gistiheimilum þar sem annað fólk greiði fyrir sömu þjónustu. Heilmikil umræða hefur skapast um málið á fyrrnefndri Facebook-síðu og sýnist sitt hverjum. Hvetja sumir Æsu til að setja upp skilti, það hafi reynst vel, og einnig að loka fyrir internetið sitt og skipta reglulega um lykilorð. Æsa þakkar ábendingarnar sem hún ætlar að nýta sér og fara brosandi inn í sumarið. „Vona að fljótlega verði líka gerð bragarbót á hvernig þessir bílar eru kynntir og seldir út svo vandamálið verði smærra í sniðum.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Segir Ísland hafa burði til að geta orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Sjá meira