Norðurlandaþjóðirnar sigursælar á Evrópumóti ungmenna í keilu | Myndir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. mars 2016 06:00 mynd/jóhann ágúst jóhannsson Norðurlandaþjóðirnar hafa verið sigursælar á Evrópumóti ungmenna (U-18 ára) í keilu en mótið fer fram í Keiluhöllinni Egilshöll nú um páskana. Í heildarkeppni pilta sigraði finnski keilarinn Niko Oksanen en hann er með 223,7 í meðaltal úr öllum keppnum. Hin sænska Cajsa Wegner sigraði í heildarkeppni hjá stúlkum með 232,2 en hún náði fullkomnum leik í dag eða 300 leik í einstaklingskeppninni. Ísraelska stúlkan Shir Azulay náði einnig 300 leik og því hafa komið tveir 300 leikir í keppnninni í ár en hingað til hafa bara tveir fullkomnir leikir náðst í sögu mótanna. Í öðru sæti hjá piltum var Brian Kjær frá Noregi með 219,4 í meðaltal og í þriðja sæti varð William Svensson frá Svíþjóð með 218,4 í meðaltal. Hjá stúlkunum varð Evrópumeistarinn frá Rússlandi, Maria Bulanova, í öðru sæti með 221,7 í meðaltal. Hún setti mótsmet í dag þegar hún spilaði alla sex leikina í einstaklingskeppninni með því að ná 1.470 pinnum sem gerir 245 í meðaltal. Í þriðja sæti í heildarkeppninni varð svo Katie Tagg frá Englandi með 215,5 í meðaltal. Mótið samanstendur af nokkrum keppnum og í gær var keppt í einstaklingskeppninni. Í piltaflokki sigraði Daninn Patrik Sörensen Slóvakann Rok Kostric í úrslitum með 249 pinnum gegn 184. Í þriðja sæti urðu þeir Emil Holmberg frá Svíþjóð og Quentin Deroo frá Frakklandi. Hjá stúlkum sigraði Maria Bulanova frá Rússlandi hana Shir Azulay frá Ísrael með 226 pinnum gegn 184. Í þriðja sæti urðu svo þær Lea Degenhardt frá Þýskalandi og Cajsa Wegner frá Svíþjóð. Hjá íslensku krökkunum fór það þannig að í piltaflokki endaði Jökull Byron Magnússon úr KFR í 55. sæti með 184,7 í meðaltal. Jóhann Ársæll Atlason úr ÍA endaði í 66. sæti með 178,8 í meðaltal. Ágúst Ingi Stefánsson úr ÍR endaði í 77. sæti með 160,7 og Þorsteinn Hanning Kristinsson úr ÍR lenti í 79. sæti með 158,3. Hjá stelpunum fór það þannig að Guðbjörg Harpa Sigurðardóttir frá Þór Akureyri endaði í 43. sæti með 165,2 í meðaltal. Jóhanna Ósk Guðjónsdóttir úr ÍA endaði í 48. sæti með 157,3 í meðaltal. Helga Ósk Freysdóttir úr KFR endaði í 50. sæti með 152,8 í meðaltal og Elva Rós Hannesdóttir úr ÍR endaði í 51. sæti einnig með 152,8 í meðaltal. Mótinu lýkur í dag með Masterskeppni en þá keppa 24 efstu piltar og stúlkur úr heildarkeppninni með útsláttarformi þannig að vinna þarf tvo leiki til að halda áfram. Aðrar íþróttir Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Í beinni: Newcastle - Arsenal | Heimamenn í lykilstöðu Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sjá meira
Norðurlandaþjóðirnar hafa verið sigursælar á Evrópumóti ungmenna (U-18 ára) í keilu en mótið fer fram í Keiluhöllinni Egilshöll nú um páskana. Í heildarkeppni pilta sigraði finnski keilarinn Niko Oksanen en hann er með 223,7 í meðaltal úr öllum keppnum. Hin sænska Cajsa Wegner sigraði í heildarkeppni hjá stúlkum með 232,2 en hún náði fullkomnum leik í dag eða 300 leik í einstaklingskeppninni. Ísraelska stúlkan Shir Azulay náði einnig 300 leik og því hafa komið tveir 300 leikir í keppnninni í ár en hingað til hafa bara tveir fullkomnir leikir náðst í sögu mótanna. Í öðru sæti hjá piltum var Brian Kjær frá Noregi með 219,4 í meðaltal og í þriðja sæti varð William Svensson frá Svíþjóð með 218,4 í meðaltal. Hjá stúlkunum varð Evrópumeistarinn frá Rússlandi, Maria Bulanova, í öðru sæti með 221,7 í meðaltal. Hún setti mótsmet í dag þegar hún spilaði alla sex leikina í einstaklingskeppninni með því að ná 1.470 pinnum sem gerir 245 í meðaltal. Í þriðja sæti í heildarkeppninni varð svo Katie Tagg frá Englandi með 215,5 í meðaltal. Mótið samanstendur af nokkrum keppnum og í gær var keppt í einstaklingskeppninni. Í piltaflokki sigraði Daninn Patrik Sörensen Slóvakann Rok Kostric í úrslitum með 249 pinnum gegn 184. Í þriðja sæti urðu þeir Emil Holmberg frá Svíþjóð og Quentin Deroo frá Frakklandi. Hjá stúlkum sigraði Maria Bulanova frá Rússlandi hana Shir Azulay frá Ísrael með 226 pinnum gegn 184. Í þriðja sæti urðu svo þær Lea Degenhardt frá Þýskalandi og Cajsa Wegner frá Svíþjóð. Hjá íslensku krökkunum fór það þannig að í piltaflokki endaði Jökull Byron Magnússon úr KFR í 55. sæti með 184,7 í meðaltal. Jóhann Ársæll Atlason úr ÍA endaði í 66. sæti með 178,8 í meðaltal. Ágúst Ingi Stefánsson úr ÍR endaði í 77. sæti með 160,7 og Þorsteinn Hanning Kristinsson úr ÍR lenti í 79. sæti með 158,3. Hjá stelpunum fór það þannig að Guðbjörg Harpa Sigurðardóttir frá Þór Akureyri endaði í 43. sæti með 165,2 í meðaltal. Jóhanna Ósk Guðjónsdóttir úr ÍA endaði í 48. sæti með 157,3 í meðaltal. Helga Ósk Freysdóttir úr KFR endaði í 50. sæti með 152,8 í meðaltal og Elva Rós Hannesdóttir úr ÍR endaði í 51. sæti einnig með 152,8 í meðaltal. Mótinu lýkur í dag með Masterskeppni en þá keppa 24 efstu piltar og stúlkur úr heildarkeppninni með útsláttarformi þannig að vinna þarf tvo leiki til að halda áfram.
Aðrar íþróttir Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Í beinni: Newcastle - Arsenal | Heimamenn í lykilstöðu Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sjá meira