Formúla 1 metin á þúsund milljarða Sæunn Gísladóttir skrifar 24. mars 2016 07:00 Formúlu 1 keppnin dregur að milljónir áhorfenda eins og sjá má í Mónakó. Fréttablaðið/AFP Fjárhagsstaða kappaksturskeppninnar Formúlu 1 hefur sjaldan verið betri en nú þegar ný keppnistíð hófst í síðustu viku. Samkvæmt nýjustu ársskýrslum nam rekstrarhagnaður móðurfélags F1, Delta Topco, 519,8 milljónum dollara, jafnvirði 66 milljarða íslenskra króna á árinu 2014. Tekjur Delta Topco námu 1,8 milljörðum dollara, jafnvirði 220 milljarða íslenskra króna, og hafa aldrei verið hærri. Þær hafa vaxið um 80 prósent á síðasta áratug. Nokkrar ástæður eru fyrir velgengni félagsins samkvæmt umfjöllun The Sunday Times. Í fyrsta lagi heldur F1 kostnaði niðri með því að eiga engin lið eða keppnisbrautir, og er einungis með 352 starfsmenn. Stærsti kostnaðarhlutinn er að 63 prósent af hagnaði fara í vinningsfé. Frá 2009 til 2014 hækkaði vinningsfé um 31 prósent í 863,1 milljón dollara, rúmlega 100 milljarða króna, vegna aukins áhuga á F1. Hins vegar er dregið úr áhættu með því að láta vinningsféð vera hlutfall af hagnaði. Delta Tropco þarf einungis að endurnýja 10-20 prósent samninga sinna árlega. Samningarnir endast að meðaltali í fimm ár og ver félagið sig gegn verðbólgu með þeim. Það að tekjur fyrirtækisins tengjast ekki velgengni á kappakstursbrautinni gerir að verkum að fjárfestar líta á félagið sem áhættulitla fjárfestingu. Er fyrirtækið nú metið á 8,6 milljarða dollara, 1.000 milljarða íslenskra króna. Eigið fé félagsins nemur nær helmingi verðmatsins. Einhverjir fjárfestar telja að um ofmat sé að ræða. Aukinn áhugi á keppninni og hátt hlutabréfaverð benda til þess að matið sé rétt sem stendur. Fréttin birtist fyrst Fréttablaðinu 24. mars Uppfært: Upprunalega stóð að nýtt keppnistímabil hæfist eftir nokkrar vikur. Hið rétta er að það hófst um síðastliðna helgi. Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fjárhagsstaða kappaksturskeppninnar Formúlu 1 hefur sjaldan verið betri en nú þegar ný keppnistíð hófst í síðustu viku. Samkvæmt nýjustu ársskýrslum nam rekstrarhagnaður móðurfélags F1, Delta Topco, 519,8 milljónum dollara, jafnvirði 66 milljarða íslenskra króna á árinu 2014. Tekjur Delta Topco námu 1,8 milljörðum dollara, jafnvirði 220 milljarða íslenskra króna, og hafa aldrei verið hærri. Þær hafa vaxið um 80 prósent á síðasta áratug. Nokkrar ástæður eru fyrir velgengni félagsins samkvæmt umfjöllun The Sunday Times. Í fyrsta lagi heldur F1 kostnaði niðri með því að eiga engin lið eða keppnisbrautir, og er einungis með 352 starfsmenn. Stærsti kostnaðarhlutinn er að 63 prósent af hagnaði fara í vinningsfé. Frá 2009 til 2014 hækkaði vinningsfé um 31 prósent í 863,1 milljón dollara, rúmlega 100 milljarða króna, vegna aukins áhuga á F1. Hins vegar er dregið úr áhættu með því að láta vinningsféð vera hlutfall af hagnaði. Delta Tropco þarf einungis að endurnýja 10-20 prósent samninga sinna árlega. Samningarnir endast að meðaltali í fimm ár og ver félagið sig gegn verðbólgu með þeim. Það að tekjur fyrirtækisins tengjast ekki velgengni á kappakstursbrautinni gerir að verkum að fjárfestar líta á félagið sem áhættulitla fjárfestingu. Er fyrirtækið nú metið á 8,6 milljarða dollara, 1.000 milljarða íslenskra króna. Eigið fé félagsins nemur nær helmingi verðmatsins. Einhverjir fjárfestar telja að um ofmat sé að ræða. Aukinn áhugi á keppninni og hátt hlutabréfaverð benda til þess að matið sé rétt sem stendur. Fréttin birtist fyrst Fréttablaðinu 24. mars Uppfært: Upprunalega stóð að nýtt keppnistímabil hæfist eftir nokkrar vikur. Hið rétta er að það hófst um síðastliðna helgi.
Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent