Ótrúleg saga skautadrottningar á leið á hvíta tjaldið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. mars 2016 22:30 vísir/getty Ástralska leikkonan Margot Robbie mun fara með hlutverk skautadrottningarinnar Tonyu Harding í væntanlegri kvikmynd sem ber nafnið I, Tonya. Harding ólst upp við erfiðar aðstæður í Portland í Bandaríkjunum. Hún hætti snemma í skóla en naut hins vegar mikillar velgengni á skautasvellinu. Hún varð m.a. Bandaríkjameistari 1991 en það ár framkvæmdi hún þrefaldan Axel, eitt af erfiðari stökkum í listdansi á skautum. Árið 1994 reis frægðarsól hennar hæst, þó ekki fyrir afrek á skautasvellinu. Í janúar það ár var ráðist á hennar helsta keppinaut, Nancy Kerrigan, á meðan á stórmóti í Detroit stóð. Árásarmaðurinn, Shane Stant, sló Kerrigan í fótinn með barefli og með þeim afleiðingum að hún þurfi að draga sig úr keppni.Kerrigan og Harding saman á æfingu.vísir/gettyHarding fór með sigur af hólmi á mótinu en seinna kom það í ljós að eiginmaður hennar, Jeff Gillooy, og lífvörður, Shawn Eckhardt, höfðu skipulagt árásina á Kerrigan. Hún bar þó ekki tilætlaðan árangur því Kerrigan náði sér í tíma fyrir Vetrarólympíuleikana í Lillehammer í febrúar 1994. Þar vann Kerrigan til silfurverðlauna á meðan Harding mátti gera sér 8. sætið að góðu. Þetta mál vakti mikla athygli á sínum tíma en Harding var fundin sek um yfirhylmingu. Í kjölfarið var hún svipt bandaríska meistaratitlinum sem hún vann 1994 og sett í lífstíðarbann af bandaríska listskautasambandinu. Nú er þessi ótrúlega saga á leið á hvíta tjaldið en Robbie mun fara með hlutverk Harding eins og áður sagði. Robbie er á hraðri uppleið í Hollywood en hún er hvað þekktust fyrir leik sinn í The Wolf of Wall Street. Robbie er einnig framleiðandi I, Tonya auk þess sem það er á hennar könnu að finna leikstjóra fyrir myndina. Aðrar íþróttir Mest lesið Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sjá meira
Ástralska leikkonan Margot Robbie mun fara með hlutverk skautadrottningarinnar Tonyu Harding í væntanlegri kvikmynd sem ber nafnið I, Tonya. Harding ólst upp við erfiðar aðstæður í Portland í Bandaríkjunum. Hún hætti snemma í skóla en naut hins vegar mikillar velgengni á skautasvellinu. Hún varð m.a. Bandaríkjameistari 1991 en það ár framkvæmdi hún þrefaldan Axel, eitt af erfiðari stökkum í listdansi á skautum. Árið 1994 reis frægðarsól hennar hæst, þó ekki fyrir afrek á skautasvellinu. Í janúar það ár var ráðist á hennar helsta keppinaut, Nancy Kerrigan, á meðan á stórmóti í Detroit stóð. Árásarmaðurinn, Shane Stant, sló Kerrigan í fótinn með barefli og með þeim afleiðingum að hún þurfi að draga sig úr keppni.Kerrigan og Harding saman á æfingu.vísir/gettyHarding fór með sigur af hólmi á mótinu en seinna kom það í ljós að eiginmaður hennar, Jeff Gillooy, og lífvörður, Shawn Eckhardt, höfðu skipulagt árásina á Kerrigan. Hún bar þó ekki tilætlaðan árangur því Kerrigan náði sér í tíma fyrir Vetrarólympíuleikana í Lillehammer í febrúar 1994. Þar vann Kerrigan til silfurverðlauna á meðan Harding mátti gera sér 8. sætið að góðu. Þetta mál vakti mikla athygli á sínum tíma en Harding var fundin sek um yfirhylmingu. Í kjölfarið var hún svipt bandaríska meistaratitlinum sem hún vann 1994 og sett í lífstíðarbann af bandaríska listskautasambandinu. Nú er þessi ótrúlega saga á leið á hvíta tjaldið en Robbie mun fara með hlutverk Harding eins og áður sagði. Robbie er á hraðri uppleið í Hollywood en hún er hvað þekktust fyrir leik sinn í The Wolf of Wall Street. Robbie er einnig framleiðandi I, Tonya auk þess sem það er á hennar könnu að finna leikstjóra fyrir myndina.
Aðrar íþróttir Mest lesið Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sjá meira