Ótrúleg saga skautadrottningar á leið á hvíta tjaldið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. mars 2016 22:30 vísir/getty Ástralska leikkonan Margot Robbie mun fara með hlutverk skautadrottningarinnar Tonyu Harding í væntanlegri kvikmynd sem ber nafnið I, Tonya. Harding ólst upp við erfiðar aðstæður í Portland í Bandaríkjunum. Hún hætti snemma í skóla en naut hins vegar mikillar velgengni á skautasvellinu. Hún varð m.a. Bandaríkjameistari 1991 en það ár framkvæmdi hún þrefaldan Axel, eitt af erfiðari stökkum í listdansi á skautum. Árið 1994 reis frægðarsól hennar hæst, þó ekki fyrir afrek á skautasvellinu. Í janúar það ár var ráðist á hennar helsta keppinaut, Nancy Kerrigan, á meðan á stórmóti í Detroit stóð. Árásarmaðurinn, Shane Stant, sló Kerrigan í fótinn með barefli og með þeim afleiðingum að hún þurfi að draga sig úr keppni.Kerrigan og Harding saman á æfingu.vísir/gettyHarding fór með sigur af hólmi á mótinu en seinna kom það í ljós að eiginmaður hennar, Jeff Gillooy, og lífvörður, Shawn Eckhardt, höfðu skipulagt árásina á Kerrigan. Hún bar þó ekki tilætlaðan árangur því Kerrigan náði sér í tíma fyrir Vetrarólympíuleikana í Lillehammer í febrúar 1994. Þar vann Kerrigan til silfurverðlauna á meðan Harding mátti gera sér 8. sætið að góðu. Þetta mál vakti mikla athygli á sínum tíma en Harding var fundin sek um yfirhylmingu. Í kjölfarið var hún svipt bandaríska meistaratitlinum sem hún vann 1994 og sett í lífstíðarbann af bandaríska listskautasambandinu. Nú er þessi ótrúlega saga á leið á hvíta tjaldið en Robbie mun fara með hlutverk Harding eins og áður sagði. Robbie er á hraðri uppleið í Hollywood en hún er hvað þekktust fyrir leik sinn í The Wolf of Wall Street. Robbie er einnig framleiðandi I, Tonya auk þess sem það er á hennar könnu að finna leikstjóra fyrir myndina. Aðrar íþróttir Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Fleiri fréttir Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps Fékk rúmlega sautján milljóna króna sekt fyrir eggjakastið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Dagskráin: Komast Hákon og félagar í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar? Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Tiger Woods sleit hásin Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Sjá meira
Ástralska leikkonan Margot Robbie mun fara með hlutverk skautadrottningarinnar Tonyu Harding í væntanlegri kvikmynd sem ber nafnið I, Tonya. Harding ólst upp við erfiðar aðstæður í Portland í Bandaríkjunum. Hún hætti snemma í skóla en naut hins vegar mikillar velgengni á skautasvellinu. Hún varð m.a. Bandaríkjameistari 1991 en það ár framkvæmdi hún þrefaldan Axel, eitt af erfiðari stökkum í listdansi á skautum. Árið 1994 reis frægðarsól hennar hæst, þó ekki fyrir afrek á skautasvellinu. Í janúar það ár var ráðist á hennar helsta keppinaut, Nancy Kerrigan, á meðan á stórmóti í Detroit stóð. Árásarmaðurinn, Shane Stant, sló Kerrigan í fótinn með barefli og með þeim afleiðingum að hún þurfi að draga sig úr keppni.Kerrigan og Harding saman á æfingu.vísir/gettyHarding fór með sigur af hólmi á mótinu en seinna kom það í ljós að eiginmaður hennar, Jeff Gillooy, og lífvörður, Shawn Eckhardt, höfðu skipulagt árásina á Kerrigan. Hún bar þó ekki tilætlaðan árangur því Kerrigan náði sér í tíma fyrir Vetrarólympíuleikana í Lillehammer í febrúar 1994. Þar vann Kerrigan til silfurverðlauna á meðan Harding mátti gera sér 8. sætið að góðu. Þetta mál vakti mikla athygli á sínum tíma en Harding var fundin sek um yfirhylmingu. Í kjölfarið var hún svipt bandaríska meistaratitlinum sem hún vann 1994 og sett í lífstíðarbann af bandaríska listskautasambandinu. Nú er þessi ótrúlega saga á leið á hvíta tjaldið en Robbie mun fara með hlutverk Harding eins og áður sagði. Robbie er á hraðri uppleið í Hollywood en hún er hvað þekktust fyrir leik sinn í The Wolf of Wall Street. Robbie er einnig framleiðandi I, Tonya auk þess sem það er á hennar könnu að finna leikstjóra fyrir myndina.
Aðrar íþróttir Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Fleiri fréttir Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps Fékk rúmlega sautján milljóna króna sekt fyrir eggjakastið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Dagskráin: Komast Hákon og félagar í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar? Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Tiger Woods sleit hásin Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Sjá meira