Körfubolti

Læknar gefa Sager þrjá til sex mánuði

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sager er þekktur fyrir lífleg viðtöl og skrautlega jakka.
Sager er þekktur fyrir lífleg viðtöl og skrautlega jakka. vísir/getty
Íþróttafréttamaðurinn geðugi, Craig Sager, lifir ekki út þetta ár. Það hafa læknar tjáð honum.

Hinn 64 ára gamli Sager hefur verið að glíma við krabbamein í tvö ár. Hann er þegar búinn að fara í tvær meðferðir og nú er meinið komið aftur af fullum krafti.

Svo mikið að læknar hafa tjáð Sager að hann verði látinn innan sex mánaða. Hann gæti þess vegna dáið næsta sumar.

Sager ætlar þó ekki að gefast upp fyrr en í fulla hnefana.

„Ég fer í meðferð og þarf að halda styrk til þess að komast í gegnum þetta. Ég ætla ekki að deyja eftir þrjá til sex mánuði. Ég ætla að lifa í fimm ár í viðbót. Ég ætla að skrifa læknasöguna upp á nýtt,“ sagði baráttumaðurinn Sager.

„Ég er ekki búinn að vinna þessa barátta og ég er heldur ekki búinn að tapa henni.“

Sager hefur fengið stuðning víða að síðan að fréttirnar bárust og meðal annars frá tveimur þekktustu körfuboltamönnum heims.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×