Eini skíðarekstrarfræðingur landsins starfar á Akureyri Ingvar Haraldsson skrifar 23. mars 2016 12:00 Guðmundur Karl lærði skíðarekstrarfræði í Michigan-ríki í Bandaríkjunum. mynd/inspired by iceland „Þetta er verslunarmannahelgi vetrarins,“ segir Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli, um páskahelgina. Þá segir hann Akureyrarbæ fyllast af aðkomufólki og brottfluttum Akureyringum sem séu á leið á skíði. „Það er mikill straumur norður, líka á Dalvík, Siglufjörð og Sauðárkrók. Enda eru skíðasvæðin einn stærsti ferðaþjónustuaðili á landsbyggðinni yfir vetrarmánuðina, þar sem fólk er að koma mjög reglulega um helgar á öll þessi skíðasvæði.“ Guðmundur er uppalinn Garðbæingur en hefur verið forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli frá aldamótum. „Ég ólst upp á skíðunum, ég var svo sem enginn Stenmark bara svona í miðjunni, en fór að fá áhuga á snjótroðurum og lyftum,“ segir Guðmundur. „Eitt leiddi af öðru og hérna er maður í dag,“ segir hann. „Ég var í skíðabransanum í Ameríku í ellefu ár og svo bauðst mér þessi vinna árið 2000,“ segir hann. Fyrst vann hann sem skíðakennari vestanhafs en fór svo í nám í skíðarekstrarfræði við Gogebic-háskóla í Michigan og er eftir því sem hann best veit eini skíðarekstrarfræðingur landsins. Í kjölfarið bauðst Guðmundi vinna hjá sænska fyrirtækinu Lemko, sem býr til snjóframleiðslukerfi. Guðmundur segir farsæla páskahelgi skipta talsverðu máli fyrir rekstrarafkomu skíðasvæðisins. Á síðasta ári seldust lyftupassar á skíðasvæðinu fyrir 15 milljónir króna um páskahelgina. Hér verða 40-50 manns í vinnu,“ segir Guðmundur um viðbúnaðinn í Hlíðarfjalli um helgina. „Það verður líf og fjör í fjallinu, við erum með skíðaskóla og skíðaleigu og erum að búa til smá stemmingu hérna í sólinni, tónlistaratriði og fleira,“ segir hann. Þá segir Guðmundur þá breytingu hafa orðið síðustu ár að páskahelgin sé ekki hlutfallslega jafn stór eftir að vetrarfríin urðu vinsælli skíðafrí, en engu að síður séu um 2.500 manns í Hlíðarfjalli flesta daga yfir páskana. Þá sé veðurspáin góð og útlit fyrir gott skíðafæri. Skíðasvæði Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Sjá meira
„Þetta er verslunarmannahelgi vetrarins,“ segir Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli, um páskahelgina. Þá segir hann Akureyrarbæ fyllast af aðkomufólki og brottfluttum Akureyringum sem séu á leið á skíði. „Það er mikill straumur norður, líka á Dalvík, Siglufjörð og Sauðárkrók. Enda eru skíðasvæðin einn stærsti ferðaþjónustuaðili á landsbyggðinni yfir vetrarmánuðina, þar sem fólk er að koma mjög reglulega um helgar á öll þessi skíðasvæði.“ Guðmundur er uppalinn Garðbæingur en hefur verið forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli frá aldamótum. „Ég ólst upp á skíðunum, ég var svo sem enginn Stenmark bara svona í miðjunni, en fór að fá áhuga á snjótroðurum og lyftum,“ segir Guðmundur. „Eitt leiddi af öðru og hérna er maður í dag,“ segir hann. „Ég var í skíðabransanum í Ameríku í ellefu ár og svo bauðst mér þessi vinna árið 2000,“ segir hann. Fyrst vann hann sem skíðakennari vestanhafs en fór svo í nám í skíðarekstrarfræði við Gogebic-háskóla í Michigan og er eftir því sem hann best veit eini skíðarekstrarfræðingur landsins. Í kjölfarið bauðst Guðmundi vinna hjá sænska fyrirtækinu Lemko, sem býr til snjóframleiðslukerfi. Guðmundur segir farsæla páskahelgi skipta talsverðu máli fyrir rekstrarafkomu skíðasvæðisins. Á síðasta ári seldust lyftupassar á skíðasvæðinu fyrir 15 milljónir króna um páskahelgina. Hér verða 40-50 manns í vinnu,“ segir Guðmundur um viðbúnaðinn í Hlíðarfjalli um helgina. „Það verður líf og fjör í fjallinu, við erum með skíðaskóla og skíðaleigu og erum að búa til smá stemmingu hérna í sólinni, tónlistaratriði og fleira,“ segir hann. Þá segir Guðmundur þá breytingu hafa orðið síðustu ár að páskahelgin sé ekki hlutfallslega jafn stór eftir að vetrarfríin urðu vinsælli skíðafrí, en engu að síður séu um 2.500 manns í Hlíðarfjalli flesta daga yfir páskana. Þá sé veðurspáin góð og útlit fyrir gott skíðafæri.
Skíðasvæði Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Sjá meira