Abdeslam hugðist fremja hryðjuverkaárás í Brussel Atli Ísleifsson skrifar 20. mars 2016 21:30 Saleh Abdeslam er nú haldið í fangelsi í Brugge í Belgíu. Vísir/AFP Grunaði hryðjuverkamaðurinn Salah Abdeslam hefur greint lögreglu frá því við yfirheyrslu að hann hafi verið að vinna að skipulagningu hryðjuverkaárásar í Brussel. Frá þessu greinir belgíski utanríkisráðherrann Didier Reynders. Reynders segir að þetta kunni vel að vera rétt, sé litið til þess magns vopna sem hald hefur verið lagt á og þeirra manna sem Abdeslam hafi umgengst á flótta sínum. Ekki sé ljóst hvar í borginni Abdeslam og félagar hans hafi ætlað sér að fremja hryðjuverk. Ráðherrann segir að framundan séu fleiri handtökur. Abdeslam var handtekinn í Molenbeek, úthverfi Brusselborgar, á föstudaginn, en hann er talinn hafa komið að skipulagningu hryðjuverkaárásanna í París þann 13. nóvember síðastliðinn. Hann hafi upphaflega átt að sprengja sjálfan sig í loft upp á Stade de France, þjóðarleikvangi Frakka, en hætt við á síðustu stundu.Sjá einnig: Hver er Salah Abdeslam og hvað gerði hann? Franski saksóknarinn Francois Molins fullyrðir að Abdeslam hafi gegnt lykilhlutverki í undirbúningi og framkvæmd árásanna þar sem 130 manns fórust. Á hann að hafa keyrt aðra hryðjuverkamenn milli staða í álfunni, auk þess að kaupa efni ætlað til að búa til sprengjur. Belgíski saksóknarinn Frederic Van Leeuw segir að svo virðist sem að Abdeslam hafi aldrei yfirgefið Brussel eftir að hann kom þangað skömmu eftir árásirnar í París í nóvember. Hann hafi verið í felum hjá ættingjum, vinum og smáglæpamönnum áður en hann var handtekinn í Molenbeek, hverfinu sem hann ólst upp. Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Hollande á von á að Abdeslam verði framseldur fljótlega Hinn 26 ára Saleh Abdeslam var handtekinn í Brussel í síðdegis í dag eftir að hafa verið á flótta í rúma fjóra mánuði. 18. mars 2016 23:30 Á flótta undan ISIS og yfirvöldum:Hver er Salah Abdeslam og hvað gerði hann? Salah Abdeslam er eftirsóttasti maður jarðkringlunnar þessa dagana en hans er ákaft leitað vegna aðildar sinnar að hryðjuverkaárásunum í París. 23. nóvember 2015 16:30 Salah Abdeslam ákærður fyrir aðild sína að hryðjuverkunum í París Abdeslam er í haldi lögreglu í Brussel. Sýnir hann samstarfsvilja en vill ekki verða framseldur til Frakklands. 19. mars 2016 15:01 Dramatískt myndband af handtöku lögreglu í Brussel Myndbandið er því mögulega af handtöku á Saleh Abdeslam, einum höfuðpaura hryðjuverkaárásanna í París í nóvember. 18. mars 2016 19:51 Abdeslam ætlaði að sprengja sig í loft upp en hætti við Yfirvöld draga orð hryðjuverkamannsins í efa. 19. mars 2016 19:40 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira
Grunaði hryðjuverkamaðurinn Salah Abdeslam hefur greint lögreglu frá því við yfirheyrslu að hann hafi verið að vinna að skipulagningu hryðjuverkaárásar í Brussel. Frá þessu greinir belgíski utanríkisráðherrann Didier Reynders. Reynders segir að þetta kunni vel að vera rétt, sé litið til þess magns vopna sem hald hefur verið lagt á og þeirra manna sem Abdeslam hafi umgengst á flótta sínum. Ekki sé ljóst hvar í borginni Abdeslam og félagar hans hafi ætlað sér að fremja hryðjuverk. Ráðherrann segir að framundan séu fleiri handtökur. Abdeslam var handtekinn í Molenbeek, úthverfi Brusselborgar, á föstudaginn, en hann er talinn hafa komið að skipulagningu hryðjuverkaárásanna í París þann 13. nóvember síðastliðinn. Hann hafi upphaflega átt að sprengja sjálfan sig í loft upp á Stade de France, þjóðarleikvangi Frakka, en hætt við á síðustu stundu.Sjá einnig: Hver er Salah Abdeslam og hvað gerði hann? Franski saksóknarinn Francois Molins fullyrðir að Abdeslam hafi gegnt lykilhlutverki í undirbúningi og framkvæmd árásanna þar sem 130 manns fórust. Á hann að hafa keyrt aðra hryðjuverkamenn milli staða í álfunni, auk þess að kaupa efni ætlað til að búa til sprengjur. Belgíski saksóknarinn Frederic Van Leeuw segir að svo virðist sem að Abdeslam hafi aldrei yfirgefið Brussel eftir að hann kom þangað skömmu eftir árásirnar í París í nóvember. Hann hafi verið í felum hjá ættingjum, vinum og smáglæpamönnum áður en hann var handtekinn í Molenbeek, hverfinu sem hann ólst upp.
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Hollande á von á að Abdeslam verði framseldur fljótlega Hinn 26 ára Saleh Abdeslam var handtekinn í Brussel í síðdegis í dag eftir að hafa verið á flótta í rúma fjóra mánuði. 18. mars 2016 23:30 Á flótta undan ISIS og yfirvöldum:Hver er Salah Abdeslam og hvað gerði hann? Salah Abdeslam er eftirsóttasti maður jarðkringlunnar þessa dagana en hans er ákaft leitað vegna aðildar sinnar að hryðjuverkaárásunum í París. 23. nóvember 2015 16:30 Salah Abdeslam ákærður fyrir aðild sína að hryðjuverkunum í París Abdeslam er í haldi lögreglu í Brussel. Sýnir hann samstarfsvilja en vill ekki verða framseldur til Frakklands. 19. mars 2016 15:01 Dramatískt myndband af handtöku lögreglu í Brussel Myndbandið er því mögulega af handtöku á Saleh Abdeslam, einum höfuðpaura hryðjuverkaárásanna í París í nóvember. 18. mars 2016 19:51 Abdeslam ætlaði að sprengja sig í loft upp en hætti við Yfirvöld draga orð hryðjuverkamannsins í efa. 19. mars 2016 19:40 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira
Hollande á von á að Abdeslam verði framseldur fljótlega Hinn 26 ára Saleh Abdeslam var handtekinn í Brussel í síðdegis í dag eftir að hafa verið á flótta í rúma fjóra mánuði. 18. mars 2016 23:30
Á flótta undan ISIS og yfirvöldum:Hver er Salah Abdeslam og hvað gerði hann? Salah Abdeslam er eftirsóttasti maður jarðkringlunnar þessa dagana en hans er ákaft leitað vegna aðildar sinnar að hryðjuverkaárásunum í París. 23. nóvember 2015 16:30
Salah Abdeslam ákærður fyrir aðild sína að hryðjuverkunum í París Abdeslam er í haldi lögreglu í Brussel. Sýnir hann samstarfsvilja en vill ekki verða framseldur til Frakklands. 19. mars 2016 15:01
Dramatískt myndband af handtöku lögreglu í Brussel Myndbandið er því mögulega af handtöku á Saleh Abdeslam, einum höfuðpaura hryðjuverkaárásanna í París í nóvember. 18. mars 2016 19:51
Abdeslam ætlaði að sprengja sig í loft upp en hætti við Yfirvöld draga orð hryðjuverkamannsins í efa. 19. mars 2016 19:40