Beinin segja mikla sögu Birta Björnsdóttir skrifar 31. mars 2016 19:30 Talið er að kirkja hafi verið reist á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis skömmu eftir að kristni var innleidd á Þingvöllum árið 1000. Kirkjugarðurinn gekk síðar undir heitinu Víkurgarður og svo Fógetagarður og var Reykvíkingum hinsti hvílustaður í rúm áttahundruð ár eða allt fram til ársins 1838. Ætla má að jarðneskar leifar 30 kynslóða Reykvíkinga hvíli í garðinum. „Þessi garður á sér mjög langa sögu. Hann er sagður hafa verið stofnaður undir lok 11. aldar og var aflagður formlega árið 1838 þegar kirkjugarðurinn við Suðurgötu tók við. Við vitum samt sem áður að það var grafið í garðinum fram til ársins 1882 eða 1883," segir Vala Garðarsdóttir, fornleifafræðingur, sem stjórnar uppgreftrinum. „Við erum að klára þetta svæði á næstu tveimur vikum og þá færum við okkur austar og opnum hjá Thorvaldsenstræti. Auk þess er annað svæði hér norðanmegin við okkur sem við munum fara í." Uppgröfturinn er tilkominn vegna fyrirhugaðra framkvæmda á svæðinu. Vala segir það jákvæða þróun að í auknu mæli sé passað upp á hluti sem þessa áður en framkvæmdir hefjast. „Það eru mun meiri gæði í fornleifarannsóknum í dag. Þegar reisa á hótel og annað er Minjastofnun með skýrari reglur og stífari skilyrði. Og eins eru framkvæmdaaðilar miklu meðvitaðari um sína ábyrgð og gera þetta auðvitað af fagmennsku," segir Vala.Talið er að grafirnar í garðinum séu allt frá 14.öld og fram undir miðja 19.öldina.Ljósmynd/VilhelmEn hefur eitthvað komið á óvart við uppgröftinn? „Kannski ekki á óvart en það er gaman að sjá mismunandi grafarhætti innan kristnidómsins. Hér er ekki ein regla um það hvernig fólk er grafið, fyrir utan það að þau liggja með höfuðið í vestur og horfa til austurs sem er fastur siður. Grafarstellingar eru mjög fjölbreyttar, og það er áhugavert að skoða í þessu stóra samhengi," segir Vala. Hinar jarðnesku leifar verða að uppgreftri loknum sendar til viðamikilla rannsókna áður en þær verða fluttar til varðveislu á Þjóðminjasafninu. Vala segir uppgröft sem þennan koma til með að veita miklar upplýsingar um sögu Reykvíkinga, en talið er að grafirnar í garðinum séu allt frá 14.öld og fram undir miðja 19.öldina. „Þetta er einstakur efniviður í raun og veru og áhugaverður bæði fræðilega séð og einnig þegar horft er til framtíðar. Þetta hjálpar okkur að festa hendur á heilsufarssögu þessa fólks sem hér bjó í svona langan tíma. Þær upplýsingar verða okkur til framdráttar í framtíðinni," segir Vala. Fornminjar Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Sjá meira
Talið er að kirkja hafi verið reist á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis skömmu eftir að kristni var innleidd á Þingvöllum árið 1000. Kirkjugarðurinn gekk síðar undir heitinu Víkurgarður og svo Fógetagarður og var Reykvíkingum hinsti hvílustaður í rúm áttahundruð ár eða allt fram til ársins 1838. Ætla má að jarðneskar leifar 30 kynslóða Reykvíkinga hvíli í garðinum. „Þessi garður á sér mjög langa sögu. Hann er sagður hafa verið stofnaður undir lok 11. aldar og var aflagður formlega árið 1838 þegar kirkjugarðurinn við Suðurgötu tók við. Við vitum samt sem áður að það var grafið í garðinum fram til ársins 1882 eða 1883," segir Vala Garðarsdóttir, fornleifafræðingur, sem stjórnar uppgreftrinum. „Við erum að klára þetta svæði á næstu tveimur vikum og þá færum við okkur austar og opnum hjá Thorvaldsenstræti. Auk þess er annað svæði hér norðanmegin við okkur sem við munum fara í." Uppgröfturinn er tilkominn vegna fyrirhugaðra framkvæmda á svæðinu. Vala segir það jákvæða þróun að í auknu mæli sé passað upp á hluti sem þessa áður en framkvæmdir hefjast. „Það eru mun meiri gæði í fornleifarannsóknum í dag. Þegar reisa á hótel og annað er Minjastofnun með skýrari reglur og stífari skilyrði. Og eins eru framkvæmdaaðilar miklu meðvitaðari um sína ábyrgð og gera þetta auðvitað af fagmennsku," segir Vala.Talið er að grafirnar í garðinum séu allt frá 14.öld og fram undir miðja 19.öldina.Ljósmynd/VilhelmEn hefur eitthvað komið á óvart við uppgröftinn? „Kannski ekki á óvart en það er gaman að sjá mismunandi grafarhætti innan kristnidómsins. Hér er ekki ein regla um það hvernig fólk er grafið, fyrir utan það að þau liggja með höfuðið í vestur og horfa til austurs sem er fastur siður. Grafarstellingar eru mjög fjölbreyttar, og það er áhugavert að skoða í þessu stóra samhengi," segir Vala. Hinar jarðnesku leifar verða að uppgreftri loknum sendar til viðamikilla rannsókna áður en þær verða fluttar til varðveislu á Þjóðminjasafninu. Vala segir uppgröft sem þennan koma til með að veita miklar upplýsingar um sögu Reykvíkinga, en talið er að grafirnar í garðinum séu allt frá 14.öld og fram undir miðja 19.öldina. „Þetta er einstakur efniviður í raun og veru og áhugaverður bæði fræðilega séð og einnig þegar horft er til framtíðar. Þetta hjálpar okkur að festa hendur á heilsufarssögu þessa fólks sem hér bjó í svona langan tíma. Þær upplýsingar verða okkur til framdráttar í framtíðinni," segir Vala.
Fornminjar Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Sjá meira