Nítján ára með krabbamein tók við bikarnum: „Hjálpar mikið að fá svona andlegan styrk“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. mars 2016 13:30 Þórarinn Leví Traustason lyftir deildarmeistarabikarnum í miðri krabbameinsmeðferð. vísir/anton brink Það kom kannski einhverjum á óvart að Matthías Árni Ingimarsson, fyrirliði Hauka, lyfti ekki bikarnum þegar Íslandsmeistararnir voru krýndir deildarmeistarar 2016 í Olís-deild karla í handbolta eftir sigur á Val í Schenker-höllinni að Ásvöllum á þriðjudagskvöldið. Það var heldur ekki Jón Þorbjörn Jóhannsson, Heimir Óli Heimisson, Tjörvi Þorgeirsson, Janus Daði Smárason eða önnur af stjörnum liðsins. Sá sem tók við bikarnum var hinn 19 ára gamli Þórarinn Leví Traustason, strákur sem hefur spilað með Haukum alla sína tíð. Þórarinn var að spila sinn fyrsta leik síðan í byrjun móts en þetta var aðeins í sjötta skipti sem hann var á skýrslu í vetur. Hann varð nefnilega fyrir því áfalli í október á síðasta ári að greinast með krabbamein. „Það var frábært að fá að vera í hóp og hita upp með strákunum. Ég bjóst kannski við að fá að fara inn á og taka eitt víti en strákarnir komu mér á óvart með því að leyfa mér að lyfta bikarnum. Það var ekki leiðinlegt að lyfta dollunni,“ segir Þórarinn Leví í viðtali við Vísi. „Þetta hjálpar alveg gríðarlega í veikindunum. Mamma átti líka afmæli þennan dag þannig þetta var bara stórkostlegt. Það hjálpar mér svo mikið að fá svona andlegan styrk.“Þórarinn Leví hefur bikarinn á loft með vinum sínum og liðsfélögum.vísir/anton brinkÚr melónu í vínber Þessi 19 ára gamli drengur greindist með krabbamein í vöðva í mjaðmagrind fyrir hálfu ári og hefur sem fyrr segir ekkert spilað síðan. Það er þó gaman frá því að segja að meðferðin gengur vonum framar. „Æxlið var orðið jafn stórt og melóna en lyfjagjöfin gekk svo vel að 90 prósent af því er farið þannig þetta er eins og vínber núna,“ segir Þórarinn léttur. „Læknarnir segja að þetta sé alveg magnað og vegna þess að það hefur minnkað svona mikið þá var hætt við aðgerðina sem stóð til. Það eru bestu fréttir sem ég hef fengið á ævinni.“ Meðferðin gengur svo vel hjá Þórarni að stefnt er að hann úrskrifist úr öllu nánast sléttu ári eftir að hann var fyrst greindur.vísir/anton brinkNámið nú í forgang „Þetta hefur gengið svo svakalega vel að samkvæmt plani eru fimm lyfjameðferðir eftir og ellefu geislameðferðir. Það er talað um útskrift í október. Eftir það verð ég bara í eftirliti en ekki lyfjameðferðum þannig þá get ég hægt og rólega komið mér í form og vonandi aftur í boltann,“ segir Þórarinn sem hefur mjög eðlilega lítið getað æft í veikindunum. „Ég reyni að æfa smá en það er nú samt eitthvað minna. Það skiptir mig miklu meira máli að fara að hitta strákana og vera hluti af hópnum af og til. Það gerir meira fyrir mig andlega heldur líkamlega. Ég viðurkenni líka alveg að ég hef fitnað smá,“ segir Þórarinn léttur í bragði. Þórarinn, sem varð Íslandsmeistari með Haukum í fyrra, vonast til að getað spilað handbolta sem fyrst aftur enda er það sportið sem brennur inn í honum. Hann er þó skynsamur og ætlar að passa upp á námið. „Handboltinn hefur alltaf verið í fyrsta sæti hjá mér en í veikindunum hef ég ekki getað stundað skólann þannig núna verð ég líklega að setja hann í fyrsta sæti,“ segir Þórarinn sem stundar nám við Flensborgarskólann eins og alvöru Hafnfirðingur. „Markmiðið hefur alltaf verið að standa sig í handboltanum en nú held ég að maður verði að drífa sig í skólann og læra frekar en að taka aukaæfingar,“ segir Þórarinn Leví Traustason. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Það kom kannski einhverjum á óvart að Matthías Árni Ingimarsson, fyrirliði Hauka, lyfti ekki bikarnum þegar Íslandsmeistararnir voru krýndir deildarmeistarar 2016 í Olís-deild karla í handbolta eftir sigur á Val í Schenker-höllinni að Ásvöllum á þriðjudagskvöldið. Það var heldur ekki Jón Þorbjörn Jóhannsson, Heimir Óli Heimisson, Tjörvi Þorgeirsson, Janus Daði Smárason eða önnur af stjörnum liðsins. Sá sem tók við bikarnum var hinn 19 ára gamli Þórarinn Leví Traustason, strákur sem hefur spilað með Haukum alla sína tíð. Þórarinn var að spila sinn fyrsta leik síðan í byrjun móts en þetta var aðeins í sjötta skipti sem hann var á skýrslu í vetur. Hann varð nefnilega fyrir því áfalli í október á síðasta ári að greinast með krabbamein. „Það var frábært að fá að vera í hóp og hita upp með strákunum. Ég bjóst kannski við að fá að fara inn á og taka eitt víti en strákarnir komu mér á óvart með því að leyfa mér að lyfta bikarnum. Það var ekki leiðinlegt að lyfta dollunni,“ segir Þórarinn Leví í viðtali við Vísi. „Þetta hjálpar alveg gríðarlega í veikindunum. Mamma átti líka afmæli þennan dag þannig þetta var bara stórkostlegt. Það hjálpar mér svo mikið að fá svona andlegan styrk.“Þórarinn Leví hefur bikarinn á loft með vinum sínum og liðsfélögum.vísir/anton brinkÚr melónu í vínber Þessi 19 ára gamli drengur greindist með krabbamein í vöðva í mjaðmagrind fyrir hálfu ári og hefur sem fyrr segir ekkert spilað síðan. Það er þó gaman frá því að segja að meðferðin gengur vonum framar. „Æxlið var orðið jafn stórt og melóna en lyfjagjöfin gekk svo vel að 90 prósent af því er farið þannig þetta er eins og vínber núna,“ segir Þórarinn léttur. „Læknarnir segja að þetta sé alveg magnað og vegna þess að það hefur minnkað svona mikið þá var hætt við aðgerðina sem stóð til. Það eru bestu fréttir sem ég hef fengið á ævinni.“ Meðferðin gengur svo vel hjá Þórarni að stefnt er að hann úrskrifist úr öllu nánast sléttu ári eftir að hann var fyrst greindur.vísir/anton brinkNámið nú í forgang „Þetta hefur gengið svo svakalega vel að samkvæmt plani eru fimm lyfjameðferðir eftir og ellefu geislameðferðir. Það er talað um útskrift í október. Eftir það verð ég bara í eftirliti en ekki lyfjameðferðum þannig þá get ég hægt og rólega komið mér í form og vonandi aftur í boltann,“ segir Þórarinn sem hefur mjög eðlilega lítið getað æft í veikindunum. „Ég reyni að æfa smá en það er nú samt eitthvað minna. Það skiptir mig miklu meira máli að fara að hitta strákana og vera hluti af hópnum af og til. Það gerir meira fyrir mig andlega heldur líkamlega. Ég viðurkenni líka alveg að ég hef fitnað smá,“ segir Þórarinn léttur í bragði. Þórarinn, sem varð Íslandsmeistari með Haukum í fyrra, vonast til að getað spilað handbolta sem fyrst aftur enda er það sportið sem brennur inn í honum. Hann er þó skynsamur og ætlar að passa upp á námið. „Handboltinn hefur alltaf verið í fyrsta sæti hjá mér en í veikindunum hef ég ekki getað stundað skólann þannig núna verð ég líklega að setja hann í fyrsta sæti,“ segir Þórarinn sem stundar nám við Flensborgarskólann eins og alvöru Hafnfirðingur. „Markmiðið hefur alltaf verið að standa sig í handboltanum en nú held ég að maður verði að drífa sig í skólann og læra frekar en að taka aukaæfingar,“ segir Þórarinn Leví Traustason.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira