Landsliðskonur sviknar um fjölda marka í Grafarvogi í gærkvöldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2016 15:30 Landsliðskonurnar Unnur Ómarsdóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir. Vísir/Vilhelm Gróttukonur unnu flottan sigur á Fjölni í Olís-deild kvenna í handbolta í Dalhúsum í gær og fylgja Haukum eftir í baráttunni um deildarmeistaratitilinn. Grótta vann leikinn 31-17 eftir að hafa 14-9 yfir í hálfleik. Grótta er nú einu stigi á eftir toppliði Hauka þegar aðeins tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Vísir sagði frá úrslitum og markaskorunum í gærkvöldi eftir að hafa fengið leikskýrsluna senda frá Fjölni. Það hefur seinna komið í ljós að markaskorar Gróttuliðsins voru allt aðrir en þar kom fram. Leikskýrslan er komin alla leið inn í úrslitakerfi Handknattleikssambands Íslands þrátt fyrir að vera kolröng. Hana má sjá hér þótt að ekki sé hægt að taka mark á henni. Ritari leiksins klikkaði ekki bara á einu eða tveimur mörkum heldur var skráning hans í svo miklu tjóni að það er hægt hreinlega að efast um á hvaða leik hann var í gærkvöldi. Samkvæmt leiksskýrslunni voru þær Unnur Ómarsdóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir skráðar með eitt mark hvor eða samtals tvö mörk. Báðar eru vanar því að skora mun meira í leikjum Gróttu og þær gerðu það líka. Samkvæmt upplýsingum sem Vísir hefur nú fengið um markaskor landsliðskvennanna tveggja þá vantaði að skrá á þær heil átta mörk í þessum leik í gær. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Unnur Ómarsdóttir skoruðu nefnilega báðar fimm mörk í leiknum en fjögur af mörkum þeirra beggja voru skráð á aðra leikmenn í Gróttuliðinu. Varnartröllið Eva Margrét Kristinsdóttir var skráð með þrjú mörk í leiknum en þau mörk áttu væntanlega að fara á nöfnu hennar Evu Björk Davíðsdóttur sem var skráð með ekkert mark. Eva Margrét spilaði frábæra vörn að vanda en tókst ekki að skora. Ritarinn var líka rausnarlegur við Þórunni Friðriksdóttur sem var skráð með fjögur mörk en skoraði aðeins eitt mark í þessum leik. Það er engin opinber tölfræði skráð hjá HSÍ í dag sem óskiljanlegt á árinu 2016 en að það sé ekki einu sinni hægt að treysta markaskráningu á opinberri leiksskýrslu eru mikill vonbrigði. Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Gróttukonur unnu flottan sigur á Fjölni í Olís-deild kvenna í handbolta í Dalhúsum í gær og fylgja Haukum eftir í baráttunni um deildarmeistaratitilinn. Grótta vann leikinn 31-17 eftir að hafa 14-9 yfir í hálfleik. Grótta er nú einu stigi á eftir toppliði Hauka þegar aðeins tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Vísir sagði frá úrslitum og markaskorunum í gærkvöldi eftir að hafa fengið leikskýrsluna senda frá Fjölni. Það hefur seinna komið í ljós að markaskorar Gróttuliðsins voru allt aðrir en þar kom fram. Leikskýrslan er komin alla leið inn í úrslitakerfi Handknattleikssambands Íslands þrátt fyrir að vera kolröng. Hana má sjá hér þótt að ekki sé hægt að taka mark á henni. Ritari leiksins klikkaði ekki bara á einu eða tveimur mörkum heldur var skráning hans í svo miklu tjóni að það er hægt hreinlega að efast um á hvaða leik hann var í gærkvöldi. Samkvæmt leiksskýrslunni voru þær Unnur Ómarsdóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir skráðar með eitt mark hvor eða samtals tvö mörk. Báðar eru vanar því að skora mun meira í leikjum Gróttu og þær gerðu það líka. Samkvæmt upplýsingum sem Vísir hefur nú fengið um markaskor landsliðskvennanna tveggja þá vantaði að skrá á þær heil átta mörk í þessum leik í gær. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Unnur Ómarsdóttir skoruðu nefnilega báðar fimm mörk í leiknum en fjögur af mörkum þeirra beggja voru skráð á aðra leikmenn í Gróttuliðinu. Varnartröllið Eva Margrét Kristinsdóttir var skráð með þrjú mörk í leiknum en þau mörk áttu væntanlega að fara á nöfnu hennar Evu Björk Davíðsdóttur sem var skráð með ekkert mark. Eva Margrét spilaði frábæra vörn að vanda en tókst ekki að skora. Ritarinn var líka rausnarlegur við Þórunni Friðriksdóttur sem var skráð með fjögur mörk en skoraði aðeins eitt mark í þessum leik. Það er engin opinber tölfræði skráð hjá HSÍ í dag sem óskiljanlegt á árinu 2016 en að það sé ekki einu sinni hægt að treysta markaskráningu á opinberri leiksskýrslu eru mikill vonbrigði.
Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni