Innlent

Báðar tillögurnar felldar

Bjarki Ármannsson skrifar
Atkvæðagreiðslu á þingi lauk nú fyrir stuttu.
Atkvæðagreiðslu á þingi lauk nú fyrir stuttu. Vísir/Pjetur
Vantrauststillaga stjórnarandstöðunnar var felld á Alþingi nú fyrir stuttu.

Tillagan var í tveimur liðum. Atkvæði voru fyrst greidd um vantraust á ríkisstjórnina og í kjölfarið um þingrof og nýjar kosningar.

Enginn stjórnarþingmaður greiddi atkvæði með fyrri tillögunni en Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, greiddi tillögu með því að rjúfa þing og boða til kosninga.

„Ég tel að Sjálfstæðisflokkurinn, sem og þjóðin öll, hafi hag af því að fara í kosningar,“ sagði Unnur Brá þegar hún gerði grein fyrir atkvæði sínu.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tjáðu sig um atkvæðagreiðsluna og stöðuna á Alþingi í kvöldfréttum Stöðvar 2 stuttu eftir að atkvæðagreiðslunni lauk.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×