Vantraust til umræðu á morgun Sveinn Arnarsson skrifar 7. apríl 2016 12:19 Ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannsonar hefur störf í miklum mótbyr, bæði þjóðarinnar og innan beggja flokka. Vísir Vantrausttillaga minnihlutans á þingi og krafa um þingrof verður tekin til afgreiðslu á morgun, föstudag, klukkan 13:00 eftir hádegi. Umræða um vantraust mun líklega taka um þrjár til fjórar klukkustundir og því verður gengið til afgreiðslu um vantrausttillöguna síðdegis. Þetta kemur fram í tölvupósti til þingmanna frá skrifstofu alþingis. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að taka tillöguna til afgreiðslu. Þessi ríkisstjórn er rúin trausti og það sé vilji stórs hluta þjóðarinnar að boðað verði til kosningar hið fyrsta. Þar gefst óbreyttum þingmönnum stjórnarmeirihlutans tækifæri til að útskýra hvort þeir styðji ríkisstjórn með ráðherrum sem hafa átt fyrirtæki í skattaskjólum,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hefur á að skipa 38 þingmenn sem er rúmur meirihluti á þingi. Stjórnarandstöðuþingmenn eru 25 talsins og því þurfa sjö stjórnarþingmenn að styðja vantrausttillöguna svo hún verði samþykkt. Telja má það harla ólíklegt þar sem báðir stjórnarflokkarnir hafa lagt blessun sína yfir áframhaldandi samstarf þó nokkrir þingmenn hafi verið ósáttir við stöðuna.Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/ErnirFráleitt að fresta kosningum til hausts „Þeir hafa sterkan meirihluta á þingi en staða þeirra er slæm og flokkarnir laskaðir,“ segir Sigríður Ingibjörg. „Því er mikilvægt að fá fram tillöguna og ræða hana í þinginu. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði á blaðamannafundi í gær að ríkisstjórnin myndi sitja til haustsins. Boðað yrði til kosninga í haust án þess að nákvæm tímasetning lægi fyrir þinginu. Að mati Bjarna væri ekki hægt að efna til kosninga fyrr en ríkisstjórnin hefði klárað mikilvæg mál og farið í gegnum þingmálaskrá fyrri ríkisstjórnar. Það loforð fyrir kosningum segir Sigríður Ingibjörg ekki markvert. „Nei þetta er algjörlega fráleit tillaga. Það að segja að þeir boði til kosninga þegar þeir tæmi sína málskrá er ekki í anda ákalls þjóðarinnar um kosningar svo fljótt sem verða má og að þessi ríkisstjórn fari frá völdum.“ Alþingi Panama-skjölin Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Vantrausttillaga minnihlutans á þingi og krafa um þingrof verður tekin til afgreiðslu á morgun, föstudag, klukkan 13:00 eftir hádegi. Umræða um vantraust mun líklega taka um þrjár til fjórar klukkustundir og því verður gengið til afgreiðslu um vantrausttillöguna síðdegis. Þetta kemur fram í tölvupósti til þingmanna frá skrifstofu alþingis. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að taka tillöguna til afgreiðslu. Þessi ríkisstjórn er rúin trausti og það sé vilji stórs hluta þjóðarinnar að boðað verði til kosningar hið fyrsta. Þar gefst óbreyttum þingmönnum stjórnarmeirihlutans tækifæri til að útskýra hvort þeir styðji ríkisstjórn með ráðherrum sem hafa átt fyrirtæki í skattaskjólum,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hefur á að skipa 38 þingmenn sem er rúmur meirihluti á þingi. Stjórnarandstöðuþingmenn eru 25 talsins og því þurfa sjö stjórnarþingmenn að styðja vantrausttillöguna svo hún verði samþykkt. Telja má það harla ólíklegt þar sem báðir stjórnarflokkarnir hafa lagt blessun sína yfir áframhaldandi samstarf þó nokkrir þingmenn hafi verið ósáttir við stöðuna.Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/ErnirFráleitt að fresta kosningum til hausts „Þeir hafa sterkan meirihluta á þingi en staða þeirra er slæm og flokkarnir laskaðir,“ segir Sigríður Ingibjörg. „Því er mikilvægt að fá fram tillöguna og ræða hana í þinginu. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði á blaðamannafundi í gær að ríkisstjórnin myndi sitja til haustsins. Boðað yrði til kosninga í haust án þess að nákvæm tímasetning lægi fyrir þinginu. Að mati Bjarna væri ekki hægt að efna til kosninga fyrr en ríkisstjórnin hefði klárað mikilvæg mál og farið í gegnum þingmálaskrá fyrri ríkisstjórnar. Það loforð fyrir kosningum segir Sigríður Ingibjörg ekki markvert. „Nei þetta er algjörlega fráleit tillaga. Það að segja að þeir boði til kosninga þegar þeir tæmi sína málskrá er ekki í anda ákalls þjóðarinnar um kosningar svo fljótt sem verða má og að þessi ríkisstjórn fari frá völdum.“
Alþingi Panama-skjölin Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira