„Flokkurinn gaf ekki of mikið eftir“ Ólöf Skaftadóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 6. apríl 2016 23:22 Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra. vísir/vilhelm „Flokkurinn gaf ekki of mikið eftir. Við erum fyrst og fremst að hugsa um stóru hagsmunina, hagsmuni þjóðarinnar. Mikilvægu málin þar sem haftamál spila lykilhlutverk,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra um niðurstöðu kvöldsins þar sem upplýst var að Sigurður Ingi Jóhannsson yrði forsætisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir utanþingsráðherra. Ragnheiður segir mikilvægt að ríkisstjórnin nái að ljúka öllum sínum málum. „Það er einfaldlega þannig að það verður að gera allt til að koma þeim í höfn. Það er algjört rugl, sem maður hefur séð í umræðunni, að Seðlabankinn geti leitt það mál án aðkomu stjórnmálanna. Það á eftir að koma þingmál frá Bjarna innan tíðar til þess að loka þessu máli,“ segir hún.Hræðast ekki kosningar Aðspurð segir hún flokkinn ekki hafa gert neina sérstaka kröfu til forsætisráðuneytisins. „Sjálfstæðisflokkurinn tekur heildarhagsmuni fram yfir annað. Engum treysti ég betur en mínum formanni til að klára verkefni sín í ráðuneytinu sem hann hefur borið hitann og þungann af. Við gerðum enga kröfu um forsætisráðuneytið.“ Þá segir hún flokkinn ekki hræðast kosningar. „Sjálfstæðisflokkurinn er auðvitað í hvað bestri aðstöðu til að ræsa út maskínu ef á þarf að halda. Þannig að það er ekki vegna þess að við hræðumst kosningar. Þetta er til þess að gefa okkur tíma til að klára þessi mikilvægu verkefni. Síðan komumst við til móts við þá kröfu eða ósk, sem fram hefur komið í kjölfarið á þessum atburðum öllum saman, að flýta kosningum,“ segir Ragnheiður Elín.Illugi GunnarssonVísir/Anton BrinkIllugi Gunnarsson, mennta og menningarmálaráðherra, segir flokksmenn almennt sátta. „Það var klappað fyrir Bjarna þegar hann stóð upp eftir þingflokksfund Sjálfstæðisflokksins,“ segir hann.Fjármálaráðuneytið sérstaklega mikilvægt Aðspurður hvort ekki hafi staðið til að Sjálfstæðisflokkurinn tæki við embætti forsætisráðuneytisins segist hann alltaf þeirrar skoðunar að flokkurinn eigi að vera í forystu. Hins vegar hafi verið lagt upp með það í upphafi samstarfs að Framsókn hefði forsætisráðuneytið, en Sjálfstæðisflokkurinn fjármála- og efnahagsráðuneytið. „Með fullri virðingu fyrir forsætisráðuneytinu, þá er fjármála- og efnahagsráðuneytið sérstaklega mikilvægt um þessar mundir. Bjarni er í lykilstöðu til þess að bæði leiða fram endanlega niðurstöðu í þessu gríðarlega mikla hagsmunamáli sem er afnám gjaldeyrishafta og eins að staða efnahagsmála haldi áfram að batna, það sé jafnvægi hér hjá þjóðinni. Ég held að það að Bjarni sé fjármála- og efnahagsráðherra sé mikilvægt,“ segir Illugi. Þá segir hann sinn flokk alltaf reiðubúinn til að ganga til kosninga. „Þessi ríkisstjórn, ríkisstjórn Sigmundar Davíðs og svo Sigurðar Inga Jóhannssonar, situr auðvitað meginþorra kjörtímabilsins, og þegar kemur að kosningum held ég að ríkisstjórnarmeirihlutinn muni geta sýnt það að það hafi verið mikill árangur og við getum gengið til kosninga í krafti þess árangurs.“ Alþingi Panama-skjölin Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira
„Flokkurinn gaf ekki of mikið eftir. Við erum fyrst og fremst að hugsa um stóru hagsmunina, hagsmuni þjóðarinnar. Mikilvægu málin þar sem haftamál spila lykilhlutverk,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra um niðurstöðu kvöldsins þar sem upplýst var að Sigurður Ingi Jóhannsson yrði forsætisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir utanþingsráðherra. Ragnheiður segir mikilvægt að ríkisstjórnin nái að ljúka öllum sínum málum. „Það er einfaldlega þannig að það verður að gera allt til að koma þeim í höfn. Það er algjört rugl, sem maður hefur séð í umræðunni, að Seðlabankinn geti leitt það mál án aðkomu stjórnmálanna. Það á eftir að koma þingmál frá Bjarna innan tíðar til þess að loka þessu máli,“ segir hún.Hræðast ekki kosningar Aðspurð segir hún flokkinn ekki hafa gert neina sérstaka kröfu til forsætisráðuneytisins. „Sjálfstæðisflokkurinn tekur heildarhagsmuni fram yfir annað. Engum treysti ég betur en mínum formanni til að klára verkefni sín í ráðuneytinu sem hann hefur borið hitann og þungann af. Við gerðum enga kröfu um forsætisráðuneytið.“ Þá segir hún flokkinn ekki hræðast kosningar. „Sjálfstæðisflokkurinn er auðvitað í hvað bestri aðstöðu til að ræsa út maskínu ef á þarf að halda. Þannig að það er ekki vegna þess að við hræðumst kosningar. Þetta er til þess að gefa okkur tíma til að klára þessi mikilvægu verkefni. Síðan komumst við til móts við þá kröfu eða ósk, sem fram hefur komið í kjölfarið á þessum atburðum öllum saman, að flýta kosningum,“ segir Ragnheiður Elín.Illugi GunnarssonVísir/Anton BrinkIllugi Gunnarsson, mennta og menningarmálaráðherra, segir flokksmenn almennt sátta. „Það var klappað fyrir Bjarna þegar hann stóð upp eftir þingflokksfund Sjálfstæðisflokksins,“ segir hann.Fjármálaráðuneytið sérstaklega mikilvægt Aðspurður hvort ekki hafi staðið til að Sjálfstæðisflokkurinn tæki við embætti forsætisráðuneytisins segist hann alltaf þeirrar skoðunar að flokkurinn eigi að vera í forystu. Hins vegar hafi verið lagt upp með það í upphafi samstarfs að Framsókn hefði forsætisráðuneytið, en Sjálfstæðisflokkurinn fjármála- og efnahagsráðuneytið. „Með fullri virðingu fyrir forsætisráðuneytinu, þá er fjármála- og efnahagsráðuneytið sérstaklega mikilvægt um þessar mundir. Bjarni er í lykilstöðu til þess að bæði leiða fram endanlega niðurstöðu í þessu gríðarlega mikla hagsmunamáli sem er afnám gjaldeyrishafta og eins að staða efnahagsmála haldi áfram að batna, það sé jafnvægi hér hjá þjóðinni. Ég held að það að Bjarni sé fjármála- og efnahagsráðherra sé mikilvægt,“ segir Illugi. Þá segir hann sinn flokk alltaf reiðubúinn til að ganga til kosninga. „Þessi ríkisstjórn, ríkisstjórn Sigmundar Davíðs og svo Sigurðar Inga Jóhannssonar, situr auðvitað meginþorra kjörtímabilsins, og þegar kemur að kosningum held ég að ríkisstjórnarmeirihlutinn muni geta sýnt það að það hafi verið mikill árangur og við getum gengið til kosninga í krafti þess árangurs.“
Alþingi Panama-skjölin Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira