„Flokkurinn gaf ekki of mikið eftir“ Ólöf Skaftadóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 6. apríl 2016 23:22 Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra. vísir/vilhelm „Flokkurinn gaf ekki of mikið eftir. Við erum fyrst og fremst að hugsa um stóru hagsmunina, hagsmuni þjóðarinnar. Mikilvægu málin þar sem haftamál spila lykilhlutverk,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra um niðurstöðu kvöldsins þar sem upplýst var að Sigurður Ingi Jóhannsson yrði forsætisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir utanþingsráðherra. Ragnheiður segir mikilvægt að ríkisstjórnin nái að ljúka öllum sínum málum. „Það er einfaldlega þannig að það verður að gera allt til að koma þeim í höfn. Það er algjört rugl, sem maður hefur séð í umræðunni, að Seðlabankinn geti leitt það mál án aðkomu stjórnmálanna. Það á eftir að koma þingmál frá Bjarna innan tíðar til þess að loka þessu máli,“ segir hún.Hræðast ekki kosningar Aðspurð segir hún flokkinn ekki hafa gert neina sérstaka kröfu til forsætisráðuneytisins. „Sjálfstæðisflokkurinn tekur heildarhagsmuni fram yfir annað. Engum treysti ég betur en mínum formanni til að klára verkefni sín í ráðuneytinu sem hann hefur borið hitann og þungann af. Við gerðum enga kröfu um forsætisráðuneytið.“ Þá segir hún flokkinn ekki hræðast kosningar. „Sjálfstæðisflokkurinn er auðvitað í hvað bestri aðstöðu til að ræsa út maskínu ef á þarf að halda. Þannig að það er ekki vegna þess að við hræðumst kosningar. Þetta er til þess að gefa okkur tíma til að klára þessi mikilvægu verkefni. Síðan komumst við til móts við þá kröfu eða ósk, sem fram hefur komið í kjölfarið á þessum atburðum öllum saman, að flýta kosningum,“ segir Ragnheiður Elín.Illugi GunnarssonVísir/Anton BrinkIllugi Gunnarsson, mennta og menningarmálaráðherra, segir flokksmenn almennt sátta. „Það var klappað fyrir Bjarna þegar hann stóð upp eftir þingflokksfund Sjálfstæðisflokksins,“ segir hann.Fjármálaráðuneytið sérstaklega mikilvægt Aðspurður hvort ekki hafi staðið til að Sjálfstæðisflokkurinn tæki við embætti forsætisráðuneytisins segist hann alltaf þeirrar skoðunar að flokkurinn eigi að vera í forystu. Hins vegar hafi verið lagt upp með það í upphafi samstarfs að Framsókn hefði forsætisráðuneytið, en Sjálfstæðisflokkurinn fjármála- og efnahagsráðuneytið. „Með fullri virðingu fyrir forsætisráðuneytinu, þá er fjármála- og efnahagsráðuneytið sérstaklega mikilvægt um þessar mundir. Bjarni er í lykilstöðu til þess að bæði leiða fram endanlega niðurstöðu í þessu gríðarlega mikla hagsmunamáli sem er afnám gjaldeyrishafta og eins að staða efnahagsmála haldi áfram að batna, það sé jafnvægi hér hjá þjóðinni. Ég held að það að Bjarni sé fjármála- og efnahagsráðherra sé mikilvægt,“ segir Illugi. Þá segir hann sinn flokk alltaf reiðubúinn til að ganga til kosninga. „Þessi ríkisstjórn, ríkisstjórn Sigmundar Davíðs og svo Sigurðar Inga Jóhannssonar, situr auðvitað meginþorra kjörtímabilsins, og þegar kemur að kosningum held ég að ríkisstjórnarmeirihlutinn muni geta sýnt það að það hafi verið mikill árangur og við getum gengið til kosninga í krafti þess árangurs.“ Alþingi Panama-skjölin Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
„Flokkurinn gaf ekki of mikið eftir. Við erum fyrst og fremst að hugsa um stóru hagsmunina, hagsmuni þjóðarinnar. Mikilvægu málin þar sem haftamál spila lykilhlutverk,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra um niðurstöðu kvöldsins þar sem upplýst var að Sigurður Ingi Jóhannsson yrði forsætisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir utanþingsráðherra. Ragnheiður segir mikilvægt að ríkisstjórnin nái að ljúka öllum sínum málum. „Það er einfaldlega þannig að það verður að gera allt til að koma þeim í höfn. Það er algjört rugl, sem maður hefur séð í umræðunni, að Seðlabankinn geti leitt það mál án aðkomu stjórnmálanna. Það á eftir að koma þingmál frá Bjarna innan tíðar til þess að loka þessu máli,“ segir hún.Hræðast ekki kosningar Aðspurð segir hún flokkinn ekki hafa gert neina sérstaka kröfu til forsætisráðuneytisins. „Sjálfstæðisflokkurinn tekur heildarhagsmuni fram yfir annað. Engum treysti ég betur en mínum formanni til að klára verkefni sín í ráðuneytinu sem hann hefur borið hitann og þungann af. Við gerðum enga kröfu um forsætisráðuneytið.“ Þá segir hún flokkinn ekki hræðast kosningar. „Sjálfstæðisflokkurinn er auðvitað í hvað bestri aðstöðu til að ræsa út maskínu ef á þarf að halda. Þannig að það er ekki vegna þess að við hræðumst kosningar. Þetta er til þess að gefa okkur tíma til að klára þessi mikilvægu verkefni. Síðan komumst við til móts við þá kröfu eða ósk, sem fram hefur komið í kjölfarið á þessum atburðum öllum saman, að flýta kosningum,“ segir Ragnheiður Elín.Illugi GunnarssonVísir/Anton BrinkIllugi Gunnarsson, mennta og menningarmálaráðherra, segir flokksmenn almennt sátta. „Það var klappað fyrir Bjarna þegar hann stóð upp eftir þingflokksfund Sjálfstæðisflokksins,“ segir hann.Fjármálaráðuneytið sérstaklega mikilvægt Aðspurður hvort ekki hafi staðið til að Sjálfstæðisflokkurinn tæki við embætti forsætisráðuneytisins segist hann alltaf þeirrar skoðunar að flokkurinn eigi að vera í forystu. Hins vegar hafi verið lagt upp með það í upphafi samstarfs að Framsókn hefði forsætisráðuneytið, en Sjálfstæðisflokkurinn fjármála- og efnahagsráðuneytið. „Með fullri virðingu fyrir forsætisráðuneytinu, þá er fjármála- og efnahagsráðuneytið sérstaklega mikilvægt um þessar mundir. Bjarni er í lykilstöðu til þess að bæði leiða fram endanlega niðurstöðu í þessu gríðarlega mikla hagsmunamáli sem er afnám gjaldeyrishafta og eins að staða efnahagsmála haldi áfram að batna, það sé jafnvægi hér hjá þjóðinni. Ég held að það að Bjarni sé fjármála- og efnahagsráðherra sé mikilvægt,“ segir Illugi. Þá segir hann sinn flokk alltaf reiðubúinn til að ganga til kosninga. „Þessi ríkisstjórn, ríkisstjórn Sigmundar Davíðs og svo Sigurðar Inga Jóhannssonar, situr auðvitað meginþorra kjörtímabilsins, og þegar kemur að kosningum held ég að ríkisstjórnarmeirihlutinn muni geta sýnt það að það hafi verið mikill árangur og við getum gengið til kosninga í krafti þess árangurs.“
Alþingi Panama-skjölin Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira