Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 22-19 | Fram tryggði heimavallarréttinn Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 6. apríl 2016 21:30 Morgan Marie McDonald, leikmaður Vals. Vísir/Ernir Fram tryggði sér þriðja sæti Olís deildar kvenna og heimaleikjarétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar þegar liðið lagði Val 22-19 á heimavelli í lokaumferðinni í kvöld. Valur var 11-10 yfir í hálfleik en fyrri hálfleikur var mjög jafn og spennandi allan tímann. Mikil barátta var í leiknum og var nokkurs konar úrslitakeppnisbragur yfir leiknum. Áhorfendur létu vel í sér heyra og leikmenn lögðu allt í sölurnar. Hefði Valur unnið leikinn hefði liðið tryggt sér heimavallarrétt í fyrstu umferðinni og það gegn Fram. Valur byrjaði seinni hálfleikinn eins og ekkert annað kæmi til greina hjá liðinu. Valur skoraði fjögur fyrstu mörk seinni hálfleiks og náði fimm marka forystu og neyddu Stefán Arnarson þjálfara Fram til að taka leikhlé. Stefán náði að vekja sína leikmenn af blundinum því Fram skoraði sex næstu mörk leiksins og komst yfir. Fram lék frábæra vörn það sem eftir lifði leiks og skoraði Valur aðeins þrjú mörk á rúmlega 25 mínútum. Engu að síður var mikil spenna í leiknum og þá ekki síst þar sem Valur reyndi að keyra upp hraðann en liðið gerði sig sekt um of mörk mistök í sókninni og Fram landaði sanngjörnum sigri að lokum. Eins og fyrr segir var vörnin hjá Fram frábær. Markverðir liðsins vörðu vel og Ragnheiður Júlíusdóttir fór mikinn í sókninni og lét það ekki stöðva sig því Valur reyndi að taka hana úr umferð stóran hluta leiksins. Berglind Íris Hansdóttir stóð sig að vanda vel í marki Vals fyrir aftan fína vörnina en sóknarleikurinn brást liðinu og þarf liðið finna lausnir á því fyrir úrslitakeppnina þar sem Valur mætir Stjörnunni í fyrstu umferðinni. Fram mætir ÍBV í úrslitakeppninni sem hefst eftir viku. Ragnheiður: Erum á góðri siglingu„Það er gríðarlega mikilvægt að hafa heimaleikjarétt. Við mætum ÍBV og það er gríðarlega erfitt að fara til Eyja,“ sagði stórskyttan Ragnheiður Júlíusdóttir sem skoraði 10 mörk fyrir Fram í kvöld. „Við förum á góðri siglingu inn í úrslitakeppnina. Það er ótrúlega góð stemning í liðinu og vörnin frábær.“ Valur komst í 15-10 í byrjun seinni hálfleiks en eftir að Fram tók leikhlé snérist leikurinn við. „Við tökum leikhlé og ræðum málin. Svo kemur frábær kafli þar sem við komumst yfir. Við gáfum ennþá meira í. „Við keyrðum á þær og spiluðum betri vörn. Við hlupum ekki nógu vel til baka í fyrri hálfleik og þær fengu nokkur hraðaupphlaup. Við hlupum betur til baka í seinni hálfleik og náðum að snúa því þær eru fljótar að taka miðjuna,“ sagði Ragnheiður. Alfreð: Komum tilbúnar til leiks„Það væri rosalega gott að vita svarið við því,“ sagð Alfreð Örn Finnsson þjálfari Vals aðspurður hvað hafi breyst hjá liði hans sem skoraði aðeins þrjú mörk 25 síðustu mínútur leiksins. „Fyrri hálfleikurinn var stál í stál og mjög skemmtilegur. Svo komum við afslappaðar út úr hálfleiknum og náum þessari fimm marka forystu og það var synd að sjá eftir því á örskömmum tíma. „Mér fannst við vera sjálfum okkur verstar í þessum leik. Við erum að flýta okkur of mikið. Það er einhver herslumunur sem vantar,“ sagði Alfreð. Tapið þýðir að Valur endar deildarkeppnina í fimmta sæti og mætir Stjörnunni í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. „Okkar markmið var að ná heimavallarrétti og það er svekkjandi að sjá eftir því. Það er gaman að fara í úrslitakeppni og deildin er mjög jöfn. „Það skiptir ekki öllu máli hvort maður mæti Stjörnunni, Fram eða ÍBV. Þetta eru allt erfiðir leikir. „Við förum inn sem liðið í fimmta sæti og samkvæmt því eigum við undir högg að sækja.“ Þrátt fyrir tap í kvöld hefur Alfreð engar áhyggjur af liði sínu þegar í úrslitakeppnina er komið. „Við spiluðum frábærlega stóran hluta leiksins og töpuðum fyrir mjög sterku Framliði með litlum mun. „Við erum alls ekki að spila kjánalega. Þetta er reynslumikið lið sem kemur tilbúið til leiks.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Fram tryggði sér þriðja sæti Olís deildar kvenna og heimaleikjarétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar þegar liðið lagði Val 22-19 á heimavelli í lokaumferðinni í kvöld. Valur var 11-10 yfir í hálfleik en fyrri hálfleikur var mjög jafn og spennandi allan tímann. Mikil barátta var í leiknum og var nokkurs konar úrslitakeppnisbragur yfir leiknum. Áhorfendur létu vel í sér heyra og leikmenn lögðu allt í sölurnar. Hefði Valur unnið leikinn hefði liðið tryggt sér heimavallarrétt í fyrstu umferðinni og það gegn Fram. Valur byrjaði seinni hálfleikinn eins og ekkert annað kæmi til greina hjá liðinu. Valur skoraði fjögur fyrstu mörk seinni hálfleiks og náði fimm marka forystu og neyddu Stefán Arnarson þjálfara Fram til að taka leikhlé. Stefán náði að vekja sína leikmenn af blundinum því Fram skoraði sex næstu mörk leiksins og komst yfir. Fram lék frábæra vörn það sem eftir lifði leiks og skoraði Valur aðeins þrjú mörk á rúmlega 25 mínútum. Engu að síður var mikil spenna í leiknum og þá ekki síst þar sem Valur reyndi að keyra upp hraðann en liðið gerði sig sekt um of mörk mistök í sókninni og Fram landaði sanngjörnum sigri að lokum. Eins og fyrr segir var vörnin hjá Fram frábær. Markverðir liðsins vörðu vel og Ragnheiður Júlíusdóttir fór mikinn í sókninni og lét það ekki stöðva sig því Valur reyndi að taka hana úr umferð stóran hluta leiksins. Berglind Íris Hansdóttir stóð sig að vanda vel í marki Vals fyrir aftan fína vörnina en sóknarleikurinn brást liðinu og þarf liðið finna lausnir á því fyrir úrslitakeppnina þar sem Valur mætir Stjörnunni í fyrstu umferðinni. Fram mætir ÍBV í úrslitakeppninni sem hefst eftir viku. Ragnheiður: Erum á góðri siglingu„Það er gríðarlega mikilvægt að hafa heimaleikjarétt. Við mætum ÍBV og það er gríðarlega erfitt að fara til Eyja,“ sagði stórskyttan Ragnheiður Júlíusdóttir sem skoraði 10 mörk fyrir Fram í kvöld. „Við förum á góðri siglingu inn í úrslitakeppnina. Það er ótrúlega góð stemning í liðinu og vörnin frábær.“ Valur komst í 15-10 í byrjun seinni hálfleiks en eftir að Fram tók leikhlé snérist leikurinn við. „Við tökum leikhlé og ræðum málin. Svo kemur frábær kafli þar sem við komumst yfir. Við gáfum ennþá meira í. „Við keyrðum á þær og spiluðum betri vörn. Við hlupum ekki nógu vel til baka í fyrri hálfleik og þær fengu nokkur hraðaupphlaup. Við hlupum betur til baka í seinni hálfleik og náðum að snúa því þær eru fljótar að taka miðjuna,“ sagði Ragnheiður. Alfreð: Komum tilbúnar til leiks„Það væri rosalega gott að vita svarið við því,“ sagð Alfreð Örn Finnsson þjálfari Vals aðspurður hvað hafi breyst hjá liði hans sem skoraði aðeins þrjú mörk 25 síðustu mínútur leiksins. „Fyrri hálfleikurinn var stál í stál og mjög skemmtilegur. Svo komum við afslappaðar út úr hálfleiknum og náum þessari fimm marka forystu og það var synd að sjá eftir því á örskömmum tíma. „Mér fannst við vera sjálfum okkur verstar í þessum leik. Við erum að flýta okkur of mikið. Það er einhver herslumunur sem vantar,“ sagði Alfreð. Tapið þýðir að Valur endar deildarkeppnina í fimmta sæti og mætir Stjörnunni í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. „Okkar markmið var að ná heimavallarrétti og það er svekkjandi að sjá eftir því. Það er gaman að fara í úrslitakeppni og deildin er mjög jöfn. „Það skiptir ekki öllu máli hvort maður mæti Stjörnunni, Fram eða ÍBV. Þetta eru allt erfiðir leikir. „Við förum inn sem liðið í fimmta sæti og samkvæmt því eigum við undir högg að sækja.“ Þrátt fyrir tap í kvöld hefur Alfreð engar áhyggjur af liði sínu þegar í úrslitakeppnina er komið. „Við spiluðum frábærlega stóran hluta leiksins og töpuðum fyrir mjög sterku Framliði með litlum mun. „Við erum alls ekki að spila kjánalega. Þetta er reynslumikið lið sem kemur tilbúið til leiks.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti