"Íslensk stjórnmálamenning er svo grátlega barnaleg“ ingvar haraldsson skrifar 4. apríl 2016 11:41 „Íslensk stjórnmál eru hætt að koma mér á óvart,“ segir Henry Alexander Henrysson, sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands, eftir umfjöllun fjölmiðla um allan heim um tengsl íslenskra stjórnmálamanna við félög í skattaskjólum. „Ef þeir ætla að halda sig við að segja að það sé bara lagaramminn sem skiptir máli annars vegar og árangur hins vegar þá geta þeir setið en ég get ekki ímyndað mér að samfélagið sætti sig við það,“ segir Henry. Þá bendir Henry á ummæli Sigmundur í viðtali við Fréttablaðið fyrir páska um að honum hafi hvorki borið lagaleg né siðferðisleg skylda til að segja frá tengslum við félagið Wintris sem lýsti 500 milljóna kröfum í slitabú föllnu bankanna.Sjá einnig: Sigmundur: Bar ekki siðferðisleg skylda til að segja frá„Þessi hugmynd um að hann vísi annars vegar í ysta ramma laganna og hins vegar árangur. Þetta er sú hugmynd sem rannsóknarskýrsla Alþingis átti að hafa kveðið í kútinn, þarna er verið að endurvekja að lög og siðferði séu eitt og það eigi bara að miða við árangur. Ég held að viðbrögð kvöldsins sýni að við erum bar ekki þeirrar skoðunar. Við erum að kynnast því að siðferði er raunverulegt,“ segir Henry. „Ég held að við sjáum það líka bara hvað við skömmumst okkar í augum alþjóðasamfélagsins, skömmin er mjög raunveruleg og hún orsakast ekki bara af einhverju.“ Henry segir Íslendinga var komin mun styttra hvað varðar umfjöllun um siðferðisleg álitamál en þær þjóðir sem Íslendingar beri sig saman við. „Okkur finnst þessi máli vera auka, bara eitthvað sem við notum á tyllidögum en það fer enginn eftir þeim. Fólk spyr hvað lagaramminn segir og reynir að fara eins langt og hann segir. Íslensk stjórnmálamenning er svo grátlega barnaleg í þessu sambandi.“ Henry telur hins vegar að nornaveiðar gagnist engum, fólk verði að sýna smá hófstillingu í umræðunum og vera málefnalegt. „Þetta gengur í báðar áttir, þetta er prófsteinn á hrunið og báðar hliðar þurfa að kunna sig. Tómar upphrópanir og ómálefnalegar árásir eiga ekkert frekar að líðast. Næstu skref munu skera úr um hversu langt við erum komin. Nornaveiðar eru ekki heldur það sem við viljum, við þurfum að geta rætt þetta málefnalega.“ Panama-skjölin Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
„Íslensk stjórnmál eru hætt að koma mér á óvart,“ segir Henry Alexander Henrysson, sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands, eftir umfjöllun fjölmiðla um allan heim um tengsl íslenskra stjórnmálamanna við félög í skattaskjólum. „Ef þeir ætla að halda sig við að segja að það sé bara lagaramminn sem skiptir máli annars vegar og árangur hins vegar þá geta þeir setið en ég get ekki ímyndað mér að samfélagið sætti sig við það,“ segir Henry. Þá bendir Henry á ummæli Sigmundur í viðtali við Fréttablaðið fyrir páska um að honum hafi hvorki borið lagaleg né siðferðisleg skylda til að segja frá tengslum við félagið Wintris sem lýsti 500 milljóna kröfum í slitabú föllnu bankanna.Sjá einnig: Sigmundur: Bar ekki siðferðisleg skylda til að segja frá„Þessi hugmynd um að hann vísi annars vegar í ysta ramma laganna og hins vegar árangur. Þetta er sú hugmynd sem rannsóknarskýrsla Alþingis átti að hafa kveðið í kútinn, þarna er verið að endurvekja að lög og siðferði séu eitt og það eigi bara að miða við árangur. Ég held að viðbrögð kvöldsins sýni að við erum bar ekki þeirrar skoðunar. Við erum að kynnast því að siðferði er raunverulegt,“ segir Henry. „Ég held að við sjáum það líka bara hvað við skömmumst okkar í augum alþjóðasamfélagsins, skömmin er mjög raunveruleg og hún orsakast ekki bara af einhverju.“ Henry segir Íslendinga var komin mun styttra hvað varðar umfjöllun um siðferðisleg álitamál en þær þjóðir sem Íslendingar beri sig saman við. „Okkur finnst þessi máli vera auka, bara eitthvað sem við notum á tyllidögum en það fer enginn eftir þeim. Fólk spyr hvað lagaramminn segir og reynir að fara eins langt og hann segir. Íslensk stjórnmálamenning er svo grátlega barnaleg í þessu sambandi.“ Henry telur hins vegar að nornaveiðar gagnist engum, fólk verði að sýna smá hófstillingu í umræðunum og vera málefnalegt. „Þetta gengur í báðar áttir, þetta er prófsteinn á hrunið og báðar hliðar þurfa að kunna sig. Tómar upphrópanir og ómálefnalegar árásir eiga ekkert frekar að líðast. Næstu skref munu skera úr um hversu langt við erum komin. Nornaveiðar eru ekki heldur það sem við viljum, við þurfum að geta rætt þetta málefnalega.“
Panama-skjölin Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira