"Íslensk stjórnmálamenning er svo grátlega barnaleg“ ingvar haraldsson skrifar 4. apríl 2016 11:41 „Íslensk stjórnmál eru hætt að koma mér á óvart,“ segir Henry Alexander Henrysson, sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands, eftir umfjöllun fjölmiðla um allan heim um tengsl íslenskra stjórnmálamanna við félög í skattaskjólum. „Ef þeir ætla að halda sig við að segja að það sé bara lagaramminn sem skiptir máli annars vegar og árangur hins vegar þá geta þeir setið en ég get ekki ímyndað mér að samfélagið sætti sig við það,“ segir Henry. Þá bendir Henry á ummæli Sigmundur í viðtali við Fréttablaðið fyrir páska um að honum hafi hvorki borið lagaleg né siðferðisleg skylda til að segja frá tengslum við félagið Wintris sem lýsti 500 milljóna kröfum í slitabú föllnu bankanna.Sjá einnig: Sigmundur: Bar ekki siðferðisleg skylda til að segja frá„Þessi hugmynd um að hann vísi annars vegar í ysta ramma laganna og hins vegar árangur. Þetta er sú hugmynd sem rannsóknarskýrsla Alþingis átti að hafa kveðið í kútinn, þarna er verið að endurvekja að lög og siðferði séu eitt og það eigi bara að miða við árangur. Ég held að viðbrögð kvöldsins sýni að við erum bar ekki þeirrar skoðunar. Við erum að kynnast því að siðferði er raunverulegt,“ segir Henry. „Ég held að við sjáum það líka bara hvað við skömmumst okkar í augum alþjóðasamfélagsins, skömmin er mjög raunveruleg og hún orsakast ekki bara af einhverju.“ Henry segir Íslendinga var komin mun styttra hvað varðar umfjöllun um siðferðisleg álitamál en þær þjóðir sem Íslendingar beri sig saman við. „Okkur finnst þessi máli vera auka, bara eitthvað sem við notum á tyllidögum en það fer enginn eftir þeim. Fólk spyr hvað lagaramminn segir og reynir að fara eins langt og hann segir. Íslensk stjórnmálamenning er svo grátlega barnaleg í þessu sambandi.“ Henry telur hins vegar að nornaveiðar gagnist engum, fólk verði að sýna smá hófstillingu í umræðunum og vera málefnalegt. „Þetta gengur í báðar áttir, þetta er prófsteinn á hrunið og báðar hliðar þurfa að kunna sig. Tómar upphrópanir og ómálefnalegar árásir eiga ekkert frekar að líðast. Næstu skref munu skera úr um hversu langt við erum komin. Nornaveiðar eru ekki heldur það sem við viljum, við þurfum að geta rætt þetta málefnalega.“ Panama-skjölin Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Sjá meira
„Íslensk stjórnmál eru hætt að koma mér á óvart,“ segir Henry Alexander Henrysson, sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands, eftir umfjöllun fjölmiðla um allan heim um tengsl íslenskra stjórnmálamanna við félög í skattaskjólum. „Ef þeir ætla að halda sig við að segja að það sé bara lagaramminn sem skiptir máli annars vegar og árangur hins vegar þá geta þeir setið en ég get ekki ímyndað mér að samfélagið sætti sig við það,“ segir Henry. Þá bendir Henry á ummæli Sigmundur í viðtali við Fréttablaðið fyrir páska um að honum hafi hvorki borið lagaleg né siðferðisleg skylda til að segja frá tengslum við félagið Wintris sem lýsti 500 milljóna kröfum í slitabú föllnu bankanna.Sjá einnig: Sigmundur: Bar ekki siðferðisleg skylda til að segja frá„Þessi hugmynd um að hann vísi annars vegar í ysta ramma laganna og hins vegar árangur. Þetta er sú hugmynd sem rannsóknarskýrsla Alþingis átti að hafa kveðið í kútinn, þarna er verið að endurvekja að lög og siðferði séu eitt og það eigi bara að miða við árangur. Ég held að viðbrögð kvöldsins sýni að við erum bar ekki þeirrar skoðunar. Við erum að kynnast því að siðferði er raunverulegt,“ segir Henry. „Ég held að við sjáum það líka bara hvað við skömmumst okkar í augum alþjóðasamfélagsins, skömmin er mjög raunveruleg og hún orsakast ekki bara af einhverju.“ Henry segir Íslendinga var komin mun styttra hvað varðar umfjöllun um siðferðisleg álitamál en þær þjóðir sem Íslendingar beri sig saman við. „Okkur finnst þessi máli vera auka, bara eitthvað sem við notum á tyllidögum en það fer enginn eftir þeim. Fólk spyr hvað lagaramminn segir og reynir að fara eins langt og hann segir. Íslensk stjórnmálamenning er svo grátlega barnaleg í þessu sambandi.“ Henry telur hins vegar að nornaveiðar gagnist engum, fólk verði að sýna smá hófstillingu í umræðunum og vera málefnalegt. „Þetta gengur í báðar áttir, þetta er prófsteinn á hrunið og báðar hliðar þurfa að kunna sig. Tómar upphrópanir og ómálefnalegar árásir eiga ekkert frekar að líðast. Næstu skref munu skera úr um hversu langt við erum komin. Nornaveiðar eru ekki heldur það sem við viljum, við þurfum að geta rætt þetta málefnalega.“
Panama-skjölin Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Sjá meira