Umsvif Mossack Fonseca eru gríðarleg Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. apríl 2016 10:56 Teikning þýska dagblaðsins af þjóðarleiðtogum, núverandi og fyrrverandi, sem tengjast Panama-skjölunum. Vísir/Süddeutsche Zeitung. Lögmannsstofan Mossack Fonseca er miðpunktur stærsta gagnalekamáls sögunnar eftir að 11,5 milljón skjölum lögmannsstofunnar var lekið á netið. Lögmannsstofan á Panama sérhæfir sig í rekstri aflandsfélaga og var hulunni svipt af stofunni í umfangsmikilli fjölmiðlaumfjöllun í gær víða um heim. Stofan var stofnsett árið 1986 þegar Ramon Fonseca og Jürgen Mossack sameinuðu lögmannsstofur sínur. Fonseca er frá Panama og var þangað til í síðasta mánuði einn nánast ráðgjafi forseta Panama. Mossack er þýskur að uppruna en faðir hans var meðlimur í SS-sveitum nasista á tímum síðari heimstyrjaldarinnar.Sjá einnig: Aflandsfélög og skattaskjól: Löglegt en siðlaust?Lögmannstofa þeirra, Mossack Fonseca, sérhæfir sig í að stofna og reka aflandsfélög fyrir viðskiptavini sína í skattaskjólum á borð við Bresku Jómfrúaeyjunum. Er hún eitt stærsta og umfangsmesta fyrirtæki heimsins á sviði aflandsfélaga. Gögnin sýna að stofan hefur stofnað 300 þúsund aflandsfélög í skattaskjólum fyrir viðskiptavini sína, þar af um helming þeirra á Bresku Jómfrúareyjunum. Stofan er afar umfangsmikil í þessum viðskiptum og er hún fjórði stærsti veitandi aflandsfélaga í heiminum.Hér fyrir neðan má sjá örstutt myndband þar sem ferli Mossack Fonseca er útskýrt. Með skrifstofur um allan heim Þrátt fyrir að lögmannstofan sé staðsett í Panama er hún með skrifstofur og tengiliði víða um heim. Á vefsíðu stofunnar kemur fram að fyrir hana starfi um 600 manns í 42 ríkjum heimsins, þar á meðal í Sviss, Kýpur, Bresku Jómfrúareyjunum og á bresku eyjunum Guernsey, Jersey og Mön, þekktum skattaskjólum. Í stað þess að hafa beint samband við viðskiptavini sína starfaði stofan í flestum tilvikum í gegnum tengiliði sína víða um heim, endurskoðendur, lögfræðinga og bankastarfsmenn sem störfuðu fyrst og fremst í Sviss, Bretlandi, Lúxembúrg, Bretlandi og bresku eyjunni Jersey.Sjá einnig: Sigmundur Davíð einn af tólf þjóðarleiðtogum í Panama-skjölunumStofan og tengiliðir hennar selja aflandsfélög, oft á tíðum fyrir lítið fé. Viðskiptavinir geta keypt félag fyrir svo lítið sem þúsund dollara, um 122 þúsund krónur. Fyrir hærri þóknun býður stofan hinsvegar upp á að útvega gervi-stjórnarmann til þess að fela raunverulegt eignarhald félagsins. Úr verður aflandsfélag sem afar erfitt getur reynst fyrir skattayfirvöld að fá upplýsingar um.Starfaði með stærstu fjármálastofnunum heimsins Gögnin sýna að lögmannsstofan starfaði með mörgum af stærstu fjármálastofnunum heimsins á borð við Deutsche Bank, HSBC, Société Générale, Credit Suisse, UBS, og Commerzbank. Þá var Landsbankinn í Lúxemborg einn umsvifamesti viðskiptavinur Mossack Fonseca. Það er vissulega ekki ólöglegt að eiga peninga í aflandsfélögum í skattaskjólum en það er hins vegar siðferðislegt álitamál hvort að það er í lagi að geyma fjármuni í slíkum félögum. Í grunninn eru skattaskjól svæði þar sem ekki eru greiddir tekjuskattar. Þá skiptir ekki máli hvaðan tekjurnar koma; þar sem og annars staðar í heiminum gildi sú regla að félög eru skattskyld í heimalandi sínu af öllum sínum tekjum.Sjá einnig: Fjölmiðlar um heim allan fjalla um félag Sigmundar og ÖnnuLögmannsstofan sinnir þjónustu fyrir 240 þúsund fyrirtæki að sögn annars eigenda stofunnar og segir hann bróðurpartinn nýta þjónustuna lögum samkvæmt. Umfjöllun gærkvöldsins bendir til þess að hluti þeirra sem nýti sér þjónustuna fari á svig við lög en kastljósið beindist ekki síst að Vladimír Pútín, forseta Rússlands, en Guardian fullyrti að skjölin sýndu fram á leynilega reikninga og lán til náinna vina Pútíns upp á tvo milljarða dollara, um 250 milljarða íslenskra króna. Segir eigandi stofunnar að það sé ekki á ábyrgð hennar að tryggja að viðskiptavínir sínir fari eftir gildandi lögum. Panama-skjölin Tengdar fréttir Stofnandi Mossack Fonseca: „Einkalíf fólks sjálfsögð mannréttindi“ "Þetta er glæpur, alvarlegur glæpur,“ segir Ramon Fonseca um leka á yfir ellefu milljón skjölum úr smiðju lögmannsstofunnar á Panama. 4. apríl 2016 08:58 Seldi Wintris fyrir einn bandaríkjadal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fékk úthlutað prókúru fyrir aflandsfélaginu Wintris Inc. þegar félagið var stofnað. Prókúran gerði honum kleift að skuldbinda félagið og meðhöndla eignir þess sem sínar eigin. Þá átti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í viðskiptum með fasteignir í Dúbaí árið 2009 og notaði til þess tölvupóstfang sitt hjá Alþingi. 3. apríl 2016 18:30 Aflandsfélög og skattaskjól: Löglegt en siðlaust? Ótrúverðugt þegar fólk á svona félög en segist ekki ætla sér að hafa neitt hagræði af því, segir fyrrverandi ríkisskattstjóri. 31. mars 2016 10:30 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Fleiri fréttir Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Sjá meira
Lögmannsstofan Mossack Fonseca er miðpunktur stærsta gagnalekamáls sögunnar eftir að 11,5 milljón skjölum lögmannsstofunnar var lekið á netið. Lögmannsstofan á Panama sérhæfir sig í rekstri aflandsfélaga og var hulunni svipt af stofunni í umfangsmikilli fjölmiðlaumfjöllun í gær víða um heim. Stofan var stofnsett árið 1986 þegar Ramon Fonseca og Jürgen Mossack sameinuðu lögmannsstofur sínur. Fonseca er frá Panama og var þangað til í síðasta mánuði einn nánast ráðgjafi forseta Panama. Mossack er þýskur að uppruna en faðir hans var meðlimur í SS-sveitum nasista á tímum síðari heimstyrjaldarinnar.Sjá einnig: Aflandsfélög og skattaskjól: Löglegt en siðlaust?Lögmannstofa þeirra, Mossack Fonseca, sérhæfir sig í að stofna og reka aflandsfélög fyrir viðskiptavini sína í skattaskjólum á borð við Bresku Jómfrúaeyjunum. Er hún eitt stærsta og umfangsmesta fyrirtæki heimsins á sviði aflandsfélaga. Gögnin sýna að stofan hefur stofnað 300 þúsund aflandsfélög í skattaskjólum fyrir viðskiptavini sína, þar af um helming þeirra á Bresku Jómfrúareyjunum. Stofan er afar umfangsmikil í þessum viðskiptum og er hún fjórði stærsti veitandi aflandsfélaga í heiminum.Hér fyrir neðan má sjá örstutt myndband þar sem ferli Mossack Fonseca er útskýrt. Með skrifstofur um allan heim Þrátt fyrir að lögmannstofan sé staðsett í Panama er hún með skrifstofur og tengiliði víða um heim. Á vefsíðu stofunnar kemur fram að fyrir hana starfi um 600 manns í 42 ríkjum heimsins, þar á meðal í Sviss, Kýpur, Bresku Jómfrúareyjunum og á bresku eyjunum Guernsey, Jersey og Mön, þekktum skattaskjólum. Í stað þess að hafa beint samband við viðskiptavini sína starfaði stofan í flestum tilvikum í gegnum tengiliði sína víða um heim, endurskoðendur, lögfræðinga og bankastarfsmenn sem störfuðu fyrst og fremst í Sviss, Bretlandi, Lúxembúrg, Bretlandi og bresku eyjunni Jersey.Sjá einnig: Sigmundur Davíð einn af tólf þjóðarleiðtogum í Panama-skjölunumStofan og tengiliðir hennar selja aflandsfélög, oft á tíðum fyrir lítið fé. Viðskiptavinir geta keypt félag fyrir svo lítið sem þúsund dollara, um 122 þúsund krónur. Fyrir hærri þóknun býður stofan hinsvegar upp á að útvega gervi-stjórnarmann til þess að fela raunverulegt eignarhald félagsins. Úr verður aflandsfélag sem afar erfitt getur reynst fyrir skattayfirvöld að fá upplýsingar um.Starfaði með stærstu fjármálastofnunum heimsins Gögnin sýna að lögmannsstofan starfaði með mörgum af stærstu fjármálastofnunum heimsins á borð við Deutsche Bank, HSBC, Société Générale, Credit Suisse, UBS, og Commerzbank. Þá var Landsbankinn í Lúxemborg einn umsvifamesti viðskiptavinur Mossack Fonseca. Það er vissulega ekki ólöglegt að eiga peninga í aflandsfélögum í skattaskjólum en það er hins vegar siðferðislegt álitamál hvort að það er í lagi að geyma fjármuni í slíkum félögum. Í grunninn eru skattaskjól svæði þar sem ekki eru greiddir tekjuskattar. Þá skiptir ekki máli hvaðan tekjurnar koma; þar sem og annars staðar í heiminum gildi sú regla að félög eru skattskyld í heimalandi sínu af öllum sínum tekjum.Sjá einnig: Fjölmiðlar um heim allan fjalla um félag Sigmundar og ÖnnuLögmannsstofan sinnir þjónustu fyrir 240 þúsund fyrirtæki að sögn annars eigenda stofunnar og segir hann bróðurpartinn nýta þjónustuna lögum samkvæmt. Umfjöllun gærkvöldsins bendir til þess að hluti þeirra sem nýti sér þjónustuna fari á svig við lög en kastljósið beindist ekki síst að Vladimír Pútín, forseta Rússlands, en Guardian fullyrti að skjölin sýndu fram á leynilega reikninga og lán til náinna vina Pútíns upp á tvo milljarða dollara, um 250 milljarða íslenskra króna. Segir eigandi stofunnar að það sé ekki á ábyrgð hennar að tryggja að viðskiptavínir sínir fari eftir gildandi lögum.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Stofnandi Mossack Fonseca: „Einkalíf fólks sjálfsögð mannréttindi“ "Þetta er glæpur, alvarlegur glæpur,“ segir Ramon Fonseca um leka á yfir ellefu milljón skjölum úr smiðju lögmannsstofunnar á Panama. 4. apríl 2016 08:58 Seldi Wintris fyrir einn bandaríkjadal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fékk úthlutað prókúru fyrir aflandsfélaginu Wintris Inc. þegar félagið var stofnað. Prókúran gerði honum kleift að skuldbinda félagið og meðhöndla eignir þess sem sínar eigin. Þá átti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í viðskiptum með fasteignir í Dúbaí árið 2009 og notaði til þess tölvupóstfang sitt hjá Alþingi. 3. apríl 2016 18:30 Aflandsfélög og skattaskjól: Löglegt en siðlaust? Ótrúverðugt þegar fólk á svona félög en segist ekki ætla sér að hafa neitt hagræði af því, segir fyrrverandi ríkisskattstjóri. 31. mars 2016 10:30 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Fleiri fréttir Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Sjá meira
Stofnandi Mossack Fonseca: „Einkalíf fólks sjálfsögð mannréttindi“ "Þetta er glæpur, alvarlegur glæpur,“ segir Ramon Fonseca um leka á yfir ellefu milljón skjölum úr smiðju lögmannsstofunnar á Panama. 4. apríl 2016 08:58
Seldi Wintris fyrir einn bandaríkjadal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fékk úthlutað prókúru fyrir aflandsfélaginu Wintris Inc. þegar félagið var stofnað. Prókúran gerði honum kleift að skuldbinda félagið og meðhöndla eignir þess sem sínar eigin. Þá átti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í viðskiptum með fasteignir í Dúbaí árið 2009 og notaði til þess tölvupóstfang sitt hjá Alþingi. 3. apríl 2016 18:30
Aflandsfélög og skattaskjól: Löglegt en siðlaust? Ótrúverðugt þegar fólk á svona félög en segist ekki ætla sér að hafa neitt hagræði af því, segir fyrrverandi ríkisskattstjóri. 31. mars 2016 10:30