Freydís Halla hafði betur gegn Maríu í sviginu | Sturla vann hjá strákunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2016 20:07 Freydís Halla Einarsdóttir Mynd/Skíðasamband Íslands Freydís Halla Einarsdóttir og Sturla Snær Snorrason urðu í dag Íslandsmeistarar í svigi á á Skíðamóti Íslands í Skálafelli. Eftir erfiðar byrjun á mótahaldi í alpagreinum á Skíðamóti Íslands náðist loksins að hefja keppni í morgun. Upphaflega átti að keppa í stórsvigi í dag en í morgun var ákveðið að breyta yfir í svig útaf þokubakka sem lá yfir Skálafelli. Aðstæður voru nokkuð góðar, brekkan hörð og skyggni batnaði þegar leið á. Keppendur fóru af stað í 630 metra hæð en komu í mark í 420 metra hæð eða 210 metrum neðar. Það voru 63 hlið í brautinni. Í kvennaflokki var boðið uppá hörku spennandi svigmót. Eftir fyrri ferðina var María Guðmundsdóttir í fyrsta sæti með nokkuð þægilegt forskot en hún var þá 1,22 sekúndum á undan Freydísi Höllu Einarsdóttur sem kom næst. Í seinni ferðinni náði Freydís hinsvegar gríðarlega góðri ferð og leiddi með 6,03 sekúndum á næstu konu eftir hana. María átti ekki nægilega góða seinni ferð og tapaði niður forskotinu til Freydísar og endaði 78/100 á eftir henni. Bæði Freydís og María hafa staðið sig gríðarlega vel á mótum í vetur en þær stundar báðar háskólanám í Bandaríkjunum. Í karlaflokki sigraði Sturla Snær Snorrason en hann hafði betur gegn Einari Kristni Kristgeirssyni sem hafði orðið Íslandsmeistari í svigi síðustu þrjú ár. Eftir fyrri ferðina var Sturla með 43/100 úr sekúndu í forskot og eftir þá síðari varð munurinn 1,98 sekúnda. Er þetta fyrsti Íslandsmeistaratitill hjá Sturlu í fullorðinsflokki.Úrslit í svigi kvenna 1. Freydís Halla Einarsdóttir, SKRR 2. María Guðmundsdóttir, SKA 3. Erla Ásgeirsdóttir, Breiðablik 4. Katla Björg Dagbjartsdóttir, SKA 5. Andrea Björk Birkisdóttir, DalvíkÚrslit í svigi karla 1. Sturla Snær Snorrason, SKRR 2. Einar Kristinn Kristgeirsson, SKA 3. Kristinn Logi Auðunsson , SKRR 4. Magnús Finnsson, SKA 5. Arnar Geir Ísaksson, SKAEinar Kristinn Kristgeirsson (2. sæti), 1. Sturla Snær Snorrason (1. sæti) og Kristinn Logi Auðunsson (3. sæti) á pallinum.Mynd/Skíðasamband Íslands Aðrar íþróttir Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Sjá meira
Freydís Halla Einarsdóttir og Sturla Snær Snorrason urðu í dag Íslandsmeistarar í svigi á á Skíðamóti Íslands í Skálafelli. Eftir erfiðar byrjun á mótahaldi í alpagreinum á Skíðamóti Íslands náðist loksins að hefja keppni í morgun. Upphaflega átti að keppa í stórsvigi í dag en í morgun var ákveðið að breyta yfir í svig útaf þokubakka sem lá yfir Skálafelli. Aðstæður voru nokkuð góðar, brekkan hörð og skyggni batnaði þegar leið á. Keppendur fóru af stað í 630 metra hæð en komu í mark í 420 metra hæð eða 210 metrum neðar. Það voru 63 hlið í brautinni. Í kvennaflokki var boðið uppá hörku spennandi svigmót. Eftir fyrri ferðina var María Guðmundsdóttir í fyrsta sæti með nokkuð þægilegt forskot en hún var þá 1,22 sekúndum á undan Freydísi Höllu Einarsdóttur sem kom næst. Í seinni ferðinni náði Freydís hinsvegar gríðarlega góðri ferð og leiddi með 6,03 sekúndum á næstu konu eftir hana. María átti ekki nægilega góða seinni ferð og tapaði niður forskotinu til Freydísar og endaði 78/100 á eftir henni. Bæði Freydís og María hafa staðið sig gríðarlega vel á mótum í vetur en þær stundar báðar háskólanám í Bandaríkjunum. Í karlaflokki sigraði Sturla Snær Snorrason en hann hafði betur gegn Einari Kristni Kristgeirssyni sem hafði orðið Íslandsmeistari í svigi síðustu þrjú ár. Eftir fyrri ferðina var Sturla með 43/100 úr sekúndu í forskot og eftir þá síðari varð munurinn 1,98 sekúnda. Er þetta fyrsti Íslandsmeistaratitill hjá Sturlu í fullorðinsflokki.Úrslit í svigi kvenna 1. Freydís Halla Einarsdóttir, SKRR 2. María Guðmundsdóttir, SKA 3. Erla Ásgeirsdóttir, Breiðablik 4. Katla Björg Dagbjartsdóttir, SKA 5. Andrea Björk Birkisdóttir, DalvíkÚrslit í svigi karla 1. Sturla Snær Snorrason, SKRR 2. Einar Kristinn Kristgeirsson, SKA 3. Kristinn Logi Auðunsson , SKRR 4. Magnús Finnsson, SKA 5. Arnar Geir Ísaksson, SKAEinar Kristinn Kristgeirsson (2. sæti), 1. Sturla Snær Snorrason (1. sæti) og Kristinn Logi Auðunsson (3. sæti) á pallinum.Mynd/Skíðasamband Íslands
Aðrar íþróttir Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Sjá meira