Fótbolti

Hjálmar byrjaði 14. tímabilið hjá IFK Göteborg á sigri

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hjálmar og félagar héldu hreinu gegn Falkenbergs.
Hjálmar og félagar héldu hreinu gegn Falkenbergs. vísir/getty
Hjálmar Jónsson lék allan leikinn í miðri vörn IFK Göteborg sem vann 0-2 sigur á Falkenbergs í 1. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag.

Hjálmar er að hefja sitt fjórtánda tímabil í herbúðum Göteborg en hann kom til liðsins frá Keflavík árið 2002.

Mads Albæk kom Göteborg yfir með marki úr vítaspyrnu á 39. mínútu og Tobias Hysén bætti öðru marki við á þeirri 58.

Hjörtur Logi Valgarðsson lék ekki með Örebro sem tapaði 0-2 fyrir Djurgården á heimavelli.


Tengdar fréttir

Íslensk samvinna í marki Sundsvall

Rúnar Már Sigurjónsson skoraði mark Sundsvall þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við AIK á útivelli í 1. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×