Irina og Jón Sigurður urðu bæði þrefaldir Íslandsmeistarar um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2016 17:37 Irina Sazonova og Dominuqa Belányi úr Ármanni unnu fjóra af fimm Íslandsmeistaratitlinum sem voru í boði hjá konunum um helgina. Mynd/Fésbókarsíða Fimleikasambands Íslands Ármenningarnir Irina Sazonova og Jón Sigurður Gunnarsson bættu í dag við tveimur Íslandsmeistaratitlum á einstökum áhöldum við Íslandsmeistaratitla sína í fjölþraut í gær. Íslandsmótinu í áhaldafimleikum 2016 lauk í Laugabóli í dag. Irina Sazonova varð Íslandsmeistari á bæði jafnvægisslá og á gólfi og var því sigursælust eins og í gær. Jón Sigurður Gunnarsson varð Íslandsmeistari á bæði gólfi og í hringjum en hann vann tvö áhöld eins og þeir Sigurður Andrés Sigurðarson úr Ármanni og Hrannar Jónsson úr Gerplu. Irina Sazonova úr Ármanni vann eins og áður sagði gull á jafnvægisslá og á gólfi en hún fékk einnig silfur á tvíslánni. Á tvíslá sigraði Dominuqa Belányi úr Ármanni eftir glæsilegar æfingar og á stökki sigraði Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir úr Björk. Það var svo jöfn keppni hjá körlunum að í bæði stökki og á svifrá þurftu menn að deila Íslandsmeistaratitlinum. Á stökki voru jafnir í fyrsta sæti þeir Sigurður Andrés Sigurðarson úr Ármanni og Hrannar Jónsson úr Gerplu. Hrannar deildi einnig Íslandsmeistaratitli á svifrá en þar var það Hróbjartur Pálmar Hilmarsson úr Gerplu sem var jafn Hrannari. Á bogahesti varð Arnþór Daði Jónasson úr Gerplu hlutskarpastur og á tvíslá sigraði Sigurður Andrés Sigurðarson úr Ármanni. Í unglingaflokki kvenna stóð Íslandsmeistarinn frá því í gær, Margrét Lea Kristinsdóttir úr Björk, uppi sem sigurvegari á jafnvægisslá og gólfi. Á stökki sigraði Vigdís Pálmadóttir úr Björk og á tvíslá Thelma Rún Guðjónsdóttir úr Fylki. Í unglingaflokki karla stóð Íslandsmeistarinn frá því í gær, Jónas Ingi Þórisson úr Ármanni, tvíslá. Martin Bjarni Guðmundsson úr Gerplu, vann í hringjum og stökki. Atli Þórður Jónsson úr Gerplu vann á gólfi. Aron Freyr Axelsson gerðu betur en allir á bogahesti og Breki Snorrason úr Björk varð Íslandsmeistari á svifrá. Mótið var stórskemmtilegt og sáust frábært tilþrif hjá okkar besta fimleikafólki. Nú framundan eru spennandi tímar þar sem að Ísland er á leið með fulltrúa í fyrsta skipi í undankeppni fyrir Ólympíuleikana í Ríó. Irina er í feikna formi og sýndi hún um helgina að hún er til alls líkleg til að komast alla leið til Ríó í ágúst. Það eru einnig fjölmörg önnur mót á dagskránni hjá landsliðum Íslands í áhaldafimleikum. En þar má nefna meðal annars heimsbikarmót í Ljublíana, Berlin Cup, Norðurlandamót sem haldið er hér á landi 7. til 8. maí og svo Evrópumót í Bern í lok maí. Fimleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Ármenningarnir Irina Sazonova og Jón Sigurður Gunnarsson bættu í dag við tveimur Íslandsmeistaratitlum á einstökum áhöldum við Íslandsmeistaratitla sína í fjölþraut í gær. Íslandsmótinu í áhaldafimleikum 2016 lauk í Laugabóli í dag. Irina Sazonova varð Íslandsmeistari á bæði jafnvægisslá og á gólfi og var því sigursælust eins og í gær. Jón Sigurður Gunnarsson varð Íslandsmeistari á bæði gólfi og í hringjum en hann vann tvö áhöld eins og þeir Sigurður Andrés Sigurðarson úr Ármanni og Hrannar Jónsson úr Gerplu. Irina Sazonova úr Ármanni vann eins og áður sagði gull á jafnvægisslá og á gólfi en hún fékk einnig silfur á tvíslánni. Á tvíslá sigraði Dominuqa Belányi úr Ármanni eftir glæsilegar æfingar og á stökki sigraði Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir úr Björk. Það var svo jöfn keppni hjá körlunum að í bæði stökki og á svifrá þurftu menn að deila Íslandsmeistaratitlinum. Á stökki voru jafnir í fyrsta sæti þeir Sigurður Andrés Sigurðarson úr Ármanni og Hrannar Jónsson úr Gerplu. Hrannar deildi einnig Íslandsmeistaratitli á svifrá en þar var það Hróbjartur Pálmar Hilmarsson úr Gerplu sem var jafn Hrannari. Á bogahesti varð Arnþór Daði Jónasson úr Gerplu hlutskarpastur og á tvíslá sigraði Sigurður Andrés Sigurðarson úr Ármanni. Í unglingaflokki kvenna stóð Íslandsmeistarinn frá því í gær, Margrét Lea Kristinsdóttir úr Björk, uppi sem sigurvegari á jafnvægisslá og gólfi. Á stökki sigraði Vigdís Pálmadóttir úr Björk og á tvíslá Thelma Rún Guðjónsdóttir úr Fylki. Í unglingaflokki karla stóð Íslandsmeistarinn frá því í gær, Jónas Ingi Þórisson úr Ármanni, tvíslá. Martin Bjarni Guðmundsson úr Gerplu, vann í hringjum og stökki. Atli Þórður Jónsson úr Gerplu vann á gólfi. Aron Freyr Axelsson gerðu betur en allir á bogahesti og Breki Snorrason úr Björk varð Íslandsmeistari á svifrá. Mótið var stórskemmtilegt og sáust frábært tilþrif hjá okkar besta fimleikafólki. Nú framundan eru spennandi tímar þar sem að Ísland er á leið með fulltrúa í fyrsta skipi í undankeppni fyrir Ólympíuleikana í Ríó. Irina er í feikna formi og sýndi hún um helgina að hún er til alls líkleg til að komast alla leið til Ríó í ágúst. Það eru einnig fjölmörg önnur mót á dagskránni hjá landsliðum Íslands í áhaldafimleikum. En þar má nefna meðal annars heimsbikarmót í Ljublíana, Berlin Cup, Norðurlandamót sem haldið er hér á landi 7. til 8. maí og svo Evrópumót í Bern í lok maí.
Fimleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira