Ríkisútvarpið og aflandslistarnir: Pólitískur herleiðangur Þorsteinn Sæmundsson skrifar 2. apríl 2016 16:36 Síðasta hálfa mánuðinn hefur Ríkisútvarpið verið í samstarfi við aðila sem segjast hafa undir höndum upplýsingar um aflandsreikninga Íslendinga. Á þeim tíma hafa litlar upplýsingar birst en þess fleiri aðilar tjáð sig um málið hjá Ríkisútvarpinu sem hefur farið með þessa aflandslista eins og leyndarmál og ekki viljað birta þá í heild sinni þrátt fyrir áskoranir þar um. Augljóst er að Ríkisútvarpið notar listana í þeim tilgangi að koma höggi á forsætisráðherra og ríkisstjórnina í stað þess að einbeita sér að því að veita upplýsingar um málið. Þannig er augljóst að tilteknar upplýsingar úr þessum listum eru birtar og öðrum haldið eftir. Síðan hafa álitsgjafar verið valdir af mikilli vandvirkni í því leikriti sem Ríkisútvarpið hefur sett á svið um leið og það hefur kastað allri hlutlægni fyrir róða. Segja má að tónninn hafi verið slegin í umfjöllun Ríkisútvarpið um málið þegar Jón Ólafsson heimspekingur var kallaður sérstaklega til í Kastljós í kjölfar þess að eiginkona forsætisráðherra hafði greint frá reikningum sínum erlendis. Jón var trúnaðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur fyrrverandi forsætisráðherra og stjórnaði innra umbótastarfi Samfylkingarinnar eftir hrun. Hann hefur reglulega verið kallaður til af Ríkisútvarpinu til þess að fjalla um störf núverandi ríkisstjórnar. Í morgunútvarpið föstudaginn 18. mars voru síðan kallaðir til að ræða mál forsætisráðherra þeir Jóhann Hauksson fyrrum upplýsingafulltrúi Jóhönnu Sigurðardóttur og Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður á Stundinni, sem hefur skrifað ótal greinar um forsætisráðherra og Framsókn, þar sem hatri og fyrirlitningu á flokknum hefur verið sáð. Það er ekki að ástæðulausu að jafnvel Egill Helgason segir opinberlega að Stundin sé fjölmiðill sem hati Framsóknarflokkinn. Engin tilraun var gerð til að benda á pólitískan bakgrunn Jóhanns Haukssonar enda er hann flestum vel kunnur. Í kvöldfréttum sama dag var efnt til sérstakrar umræðu um það hvort forsætisráðherra hefði farið eftir siðareglum. Var þá kallaður til Vilhjálmur Árnason prófessor en á sínum tíma kallaði hann afstöðu Sigmundar Davíðs, um að segja nei við Icesave-samningum, „siðferðilega óverjandi“. Facebook síða Samfylkingarinnar sá ástæðu til að dreifa þessu viðtali sérstaklega enda mætir Vilhjálmur gjarnan þar á félagsfundi. Mánudagsmorguninn þar á eftir tók svo steininn úr þar sem enn á ný voru boðnir til að tjá sig tveir yfirlýstir andstæðingar forsætisráðherra, þeir Róbert Marshall þingmaður Bjartrar framtíðar og Indriði H. Þorláksson hægri hönd Svavars Gestsonar í Iceasave samninganefndinni. Það þarf ekki lengi að lesa skrif og ræður Róberts til að átta sig á því að hann fyrirlítur Framsóknarflokkinn – „Til hvers er Framsóknarflokkurinn?“ spyr hann í blaðagrein árið 2007 – „Hann er vítið sem öllum ber að varast.“ er svarið. Ríkisútvarpið virðist líka alveg hafa gleymt því að Indriði H. Þorláksson á sér sögu í pólitískri andstöðu við Sigmund Davíð, að hann samdi um og skrifaði undir Svavarssamningana árið 2009 og var hægri hönd Steingríms J. Sigfússonar, ýmist sem ráðuneytisstjóri eða pólitískur aðstoðarmaður, þegar bankarnir voru gefnir hrægammasjóðunum, eins og Víglundur Þorsteinsson hefur upplýst með því að draga fundargerðir eins og tennur úr kjafti kerfisins. En Indriði er að sjálfsögðu aðeins kynntur sem „fyrrverandi ríkisskattstjóri“ þegar hann mætir í Ríkisútvarpið til viðtals. Þegar kom fram í dymbilviku flæddu einnar heimildar „fréttir“ um Ríkisútvarpið þar sem þingmenn stjórnarandstöðu fengu að úttala sig um fjármál eiginkonu forsætisráðherra. Viðtöl við þá sem báru blak af forsætisráðherra voru afflutt þannig að viðmælendur urðu að skrifa bloggfærslur til leiðréttingar. Þetta sást glögglega í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins föstudaginn langa. Þar var herferðinni gegn forsætisráðherra haldið áfram. Í inngangi að frétt Ríkisútvarpsins var sagt að Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vilji þingflokksfund til að ræða fjármál eiginkonu forsætisráðherra. Það væri stórfrétt ef stjórnarþingmaður færi fram á þingflokksfund enda gaf það slúðrinu vængi. Í inngangi fréttarinnar sagði:Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Wintris-málið sé óþægilegt fyrir ríkisstjórnarsamstarfið, sérstaklega í ljósi samninga við kröfuhafa og afnáms hafta. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins þurfi að funda um málið og fá allar staðreyndir upp á borð áður en hægt sé að taka afstöðu til þess.Þetta reyndist rangt. Brynjar óskaði ekki eftir þingflokksfundi til að ræða fjármál Önnu Sigurlaugar. Það kemur fram í meginmáli fréttarinnar, þar sem orð Brynjars eru endursögð. Brynjar sá sig knúinn að birta bloggfærslu til að taka af öll tvímæli: hann telur forsætisráðherra ekki vanhæfan. En hann gerir ráð fyrir að þingflokkurinn ræði málið, „sérstaklega ef fram kemur vantrauststillaga á þinginu."Það er vitanlega allt annað að gera ráð fyrir umræðum í þingflokki eða að fara fram á að þingflokkurinn ræði þetta tiltekna mál. Ríkisútvarpið reyndi þannig sem fyrr að afbaka umræðuna til að hún þjóni pólitískum tilgangi fréttastofunnar. Líklega má segja að toppurinn hjá fréttastofunni hafi verið fréttin með Svandísi Svavarsdóttur, þingmanni Vinstri grænna, þar sem hún sagði efnahagslegt fullveldi landsins í hættu vegna bankareiknings eiginkonu forsætisráðherra. Öllum má vera ljóst að RÚV stundar pólitík en ekki fréttamennsku í málinu. Þegar Sigmundur Davíð og Anna Sigurlaug tóku saman greinargerð til að svara ásökunum gerði Ríkisútvarpið þau viðbrögð tortryggileg og skautaði framhjá efnisatriðum málsins. Augljóst var að Ríkisútvarpið fann enga málefnalega veilu í greinargerðinni heldur var sérstaklega bent á lengd hennar! Sama ástand ríkti eftir páska. Þriðjudaginn 29. mars var í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins fjallað um þau Bjarna Benediktsson og Ólöfu Nordal og tengsl þeirra við aflandsfélög. Inngangur fréttarinnar var endurtekning á ásökunum Ríkisútvarpsins á hendur forsætisráðherrahjónunum. Áður hefur verið upplýst að sá listi sem Ríkisútvarpið er með aðgang að geymir nöfn stjórnmálamanna úr vinstriflokkunum. Þeirra var ekki getið í frétt Ríkisútvarpsins það kvöld frekar en önnur. Öllum má vera ljóst að Ríkisútvarpið stundar fréttahönnun með skýru pólitísku markmiði; að tengja aflandsfélög við stjórnarflokkana. Nú þegar hefur verið upplýst að gjaldkeri Samfylkingarinnar var umsvifamikill eigandi aflandsfélaga er umfjöllun Ríkisútvarpsins í skötulíki. Undarlegast er að einn þeirra fréttamanna Ríkisútvarpsins, sem um málið hafa fjallað, er meðeigandi sama gjaldkera í fjölmiðlafyrirtækinu Kjarnanum ef marka má skráningu Fjölmiðlanefndar. Er hugtakið hlutlægni algerlega framandi fyrir starfsmenn Ríkisútvarpsins? Hafa þeir engan skilning á að þeir geti verið vanhæfir í einstökum málum eins og þarna hefur sannast. Ríkisútvarpið hefur flutt eina frétt af málefnum gjaldkera Samfylkingarinnar og í engu getið að hann hefur fjármuni annars staðar en í Lúxemborg. Fréttaleikritið heldur áfram. Fyrir ríkisstjórnarfund á miðvikudaginn var mikill viðbúnaður af hálfu starfsmanna Ríkisútvarpsins sem hlupu á milli ráðherra á tröppunum fyrir framan Stjórnarráðið. Allir skyldu fá á tilfinninguna að það væri mikið óðagot og panik í herbúðum ríkisstjórnarinnar. Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra var gestur Síðdegisútvarps Rásar 1 fimmtudaginn 31. apríl. Þorsteinn hefur verið einn harðasti gagnrýnandi núverandi ríkisstjórnar og sparaði sig hvergi. Hann sagði að eftir að upplýst var um aflandsfélög tengd ráðherrum séu engar siðferðilegar stoðir lengur fyrir þeirri pólitísku stefnu ríkisstjórnarinnar að sumir geti staðið fyrir utan krónuhagkerfið, en aðrir ekki. Vandræðagangur stjórnarandstöðunnar var augljós með vantrausttillögu sína þó Ríkisútvarpið gerði sitt besta til að breiða yfir það. Á ritstjórn ruv.is var greinilega óljóst um hvað fyrir stjórnarandstöðunni 31. mars: „Stjórnarandstaðan boðar vantrauststillögu og fer fram á þingrof.“ Þetta er auðvitað rangt. Stjórnarandstaðan hefur einmitt ekki boðað vantrauststillögu heldur þingrofstillögu. Kjarni þingræðisreglunnar er að ríkisstjórn hafi meirihluta þings að baki sér. Reglan snýst ekki um þingrof heldur kann samþykkt vantrausts að leiða til þingrofs. Augljóslega er verið að móta orðræðuna á Ríkisútvarpinu. Þegar farið var yfir fréttir vikunnar að morgni föstudagsins 1. apríl með þeim Páli Magnússyni fyrrverandi sjónvarpsstjóra og Sigurði G. Guðjónssyni lögmanni. Þar talaði umsjónarmaður morgunútvarps um „vörn“ forsætisráðherra þegar hann vék að þeim upplýsingum sem hann hafði veitt. Ekki var rætt um að neinn væri í „sókn“ í málinu! Á sama tíma var Óðinn Jónsson búinn að kalla aftur til leiks Vilhjálm Árnason, heimspekiprófessor á Morgunvakt Rásar 1. Vilhjálmur flutti erindi sitt enn á ný og sagði að vegna trausts og trúverðugleika í íslenskum stjórnmálum séu aflandsfélagsmál forystumanna mjög slæm. Stjórnmálamenn verði að vanda sig.„Einmitt vegna þessa trausts eða trúverðugleika, sem er mikilvægast að byggja upp, eru þessi mál svona ótrúlega slæm. Ekki bara það að upp hafi komist um forystumenn í stjórnmálum sem ættu að vera til fyrirmyndar í málum sem þetta varðar. Þeir stjórnmálamenn sem veljast til forystu þurfa að vanda sig, sérstaklega ef þeir eiga peninga. Þeir þurfa að fara varlega í þessum málum og alls ekki haga sér á þann hátt sem þeir ætlast til þess að borgararnir geri ekki. Þarna eru ákveðnar kröfur, ákveðnar fórnir sem menn í svona stöðum verða að færa, ef þeir líta svo á að séu fórnir,“ sagði Vilhjálmur. Í þessu samhengi er er rétt að ánýja hversu forsætisráðherrahjónin hafa vandað sig í meðferð arfshluta Önnu Sigurlaugar og hverju hún hefur til fórnað. Af framansögðu sést að aftur og aftur er kallað í sömu álitsgjafanna á meðan Ríkisútvarpið kýs að hundsa algerlega þá sem hafa tjáð sig um málið eða benda á staðreyndir án þess að vera neikvæðir í garð ráðherra. Undanfarna daga hefur verið auglýstur rækilega sérstakur aukaþáttur Kastljóss sem verður sýndur í sjónvarpi sunnudaginn 3. apríl klukkan 18.00. Þar segir að Kastljós, ásamt Reykjavík Media, muni fjalla um íslenska stjórnmálamenn og aflandsfélög í skattaskjólum. Greiningin byggi á gögnum alþjóðlegra samtaka rannsóknarblaðamanna (ICIJ), þýska dagblaðsins Süddestuche Zeitung og fleiri miðla. Í kynningu Ríkisútvarpsins segir að umrædd gögn og fyrirspurnir vegna þeirra hafi orðið til þess að eiginkona forsætisráðherra tilkynnti að hún ætti slíkt félag á bresku Jómfrúaeyjum. Síðar hafi komið í ljós að félagið hefði lýst kröfum upp á hálfan milljarð í föllnu bankana. Gögnin tengi einnig Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, og Ólöfu Nordal, innanríkisráðherra, við aflandsfélög. Í frétt á heimasíðu Ríkisútvarpsins segir:,,Í kjölfar þess var einnig greint frá því að Vilhjálmur Þorsteinsson, gjaldkeri Samfylkingarinnar, ætti félag í Lúxemborg. Hann sagði félagið full skattað og allt uppi á borðum en sagði engu að síður af sér í gær. Tenging ráðherranna við aflandsfélög hefur verið harðlega gagnrýnd. Stjórnarandstaðan boðar vantrauststillögu og fer fram á þingrof.“Fréttastofa Ríkisútvarpsins hefur þannig dögum saman fjallað um einkafjármál forsætisráðherrahjónanna eftir að eiginkona forsætisráðherra upplýsti um að fjölskylduarfleið hennar væri geymd erlendis. Fjölskylduarfleið sem eiginkona forsætisráðherra hefur greitt skatta af alla tíð á Íslandi, ólíkt sumum sem ríkisútvarpið kýs að fjalla einhverja hluta vegna ekkert um. Á sama tíma hafa forsætisráðherrahjónin gert ítarlega grein fyrir máli sínu. Ljóst er að að þeim er vegið af fádæma hörku og öllum sem þekkja til vinnubragða á fréttastofu ríkisútvarpsins (þar sem ráðherrann starfaði um tíma) verður ljóst að ekki er ætlunin að afla frétta með eltingarleik við ráðherrann heldur atast í honum á sama hátt og stjórnarandstaðan gerir. Ráðherrann hefur ekki viljað taka þátt í þeim gráa leik og rætt við aðra fjölmiðla: Fréttablaðið, útvarpsstöð og fjölmiðlamann á Bylgjunni sem sérhæfir sig í pólitískum fréttum auk þess sem forsætisráðherrahjónin hafa ritað ítarlega greinargerð í formi spurninga og svara og birta á netinu. Upplýsingar um málið hafa þannig komist rækilega til skila án þess að þær hafi farið í gegnum Ríkisútvarpið. Flestum er ljóst að nálgun Ríkisútvarpsins er pólitísk og mótast af óvild í garð forsætisráðherra sem rennir aðeins stoðum undir þá skoðun að rót eltingarleiksins við ráðherrann sé pólitísk og því ófagleg með vísan til lögbundins hlutverks fréttastofunnar. Heiðarleiki stjórnmálamanna hér eða annars staðar ræðst ekki af því hvort þeir tala við einn fjölmiðil en ekki annan, jafnvel ríkisfjölmiðil. Vandi fréttastofunnar er meiri í þessu máli en forsætisráðherrans sem hefur gert skýra grein fyrir málinu. Það er skýlaus krafa þeirra sem búa við nauðungaráskrift að Ríkisútvarpinu að það birti aflandseignalistann í heild sinni tafarlaust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Síðasta hálfa mánuðinn hefur Ríkisútvarpið verið í samstarfi við aðila sem segjast hafa undir höndum upplýsingar um aflandsreikninga Íslendinga. Á þeim tíma hafa litlar upplýsingar birst en þess fleiri aðilar tjáð sig um málið hjá Ríkisútvarpinu sem hefur farið með þessa aflandslista eins og leyndarmál og ekki viljað birta þá í heild sinni þrátt fyrir áskoranir þar um. Augljóst er að Ríkisútvarpið notar listana í þeim tilgangi að koma höggi á forsætisráðherra og ríkisstjórnina í stað þess að einbeita sér að því að veita upplýsingar um málið. Þannig er augljóst að tilteknar upplýsingar úr þessum listum eru birtar og öðrum haldið eftir. Síðan hafa álitsgjafar verið valdir af mikilli vandvirkni í því leikriti sem Ríkisútvarpið hefur sett á svið um leið og það hefur kastað allri hlutlægni fyrir róða. Segja má að tónninn hafi verið slegin í umfjöllun Ríkisútvarpið um málið þegar Jón Ólafsson heimspekingur var kallaður sérstaklega til í Kastljós í kjölfar þess að eiginkona forsætisráðherra hafði greint frá reikningum sínum erlendis. Jón var trúnaðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur fyrrverandi forsætisráðherra og stjórnaði innra umbótastarfi Samfylkingarinnar eftir hrun. Hann hefur reglulega verið kallaður til af Ríkisútvarpinu til þess að fjalla um störf núverandi ríkisstjórnar. Í morgunútvarpið föstudaginn 18. mars voru síðan kallaðir til að ræða mál forsætisráðherra þeir Jóhann Hauksson fyrrum upplýsingafulltrúi Jóhönnu Sigurðardóttur og Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður á Stundinni, sem hefur skrifað ótal greinar um forsætisráðherra og Framsókn, þar sem hatri og fyrirlitningu á flokknum hefur verið sáð. Það er ekki að ástæðulausu að jafnvel Egill Helgason segir opinberlega að Stundin sé fjölmiðill sem hati Framsóknarflokkinn. Engin tilraun var gerð til að benda á pólitískan bakgrunn Jóhanns Haukssonar enda er hann flestum vel kunnur. Í kvöldfréttum sama dag var efnt til sérstakrar umræðu um það hvort forsætisráðherra hefði farið eftir siðareglum. Var þá kallaður til Vilhjálmur Árnason prófessor en á sínum tíma kallaði hann afstöðu Sigmundar Davíðs, um að segja nei við Icesave-samningum, „siðferðilega óverjandi“. Facebook síða Samfylkingarinnar sá ástæðu til að dreifa þessu viðtali sérstaklega enda mætir Vilhjálmur gjarnan þar á félagsfundi. Mánudagsmorguninn þar á eftir tók svo steininn úr þar sem enn á ný voru boðnir til að tjá sig tveir yfirlýstir andstæðingar forsætisráðherra, þeir Róbert Marshall þingmaður Bjartrar framtíðar og Indriði H. Þorláksson hægri hönd Svavars Gestsonar í Iceasave samninganefndinni. Það þarf ekki lengi að lesa skrif og ræður Róberts til að átta sig á því að hann fyrirlítur Framsóknarflokkinn – „Til hvers er Framsóknarflokkurinn?“ spyr hann í blaðagrein árið 2007 – „Hann er vítið sem öllum ber að varast.“ er svarið. Ríkisútvarpið virðist líka alveg hafa gleymt því að Indriði H. Þorláksson á sér sögu í pólitískri andstöðu við Sigmund Davíð, að hann samdi um og skrifaði undir Svavarssamningana árið 2009 og var hægri hönd Steingríms J. Sigfússonar, ýmist sem ráðuneytisstjóri eða pólitískur aðstoðarmaður, þegar bankarnir voru gefnir hrægammasjóðunum, eins og Víglundur Þorsteinsson hefur upplýst með því að draga fundargerðir eins og tennur úr kjafti kerfisins. En Indriði er að sjálfsögðu aðeins kynntur sem „fyrrverandi ríkisskattstjóri“ þegar hann mætir í Ríkisútvarpið til viðtals. Þegar kom fram í dymbilviku flæddu einnar heimildar „fréttir“ um Ríkisútvarpið þar sem þingmenn stjórnarandstöðu fengu að úttala sig um fjármál eiginkonu forsætisráðherra. Viðtöl við þá sem báru blak af forsætisráðherra voru afflutt þannig að viðmælendur urðu að skrifa bloggfærslur til leiðréttingar. Þetta sást glögglega í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins föstudaginn langa. Þar var herferðinni gegn forsætisráðherra haldið áfram. Í inngangi að frétt Ríkisútvarpsins var sagt að Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vilji þingflokksfund til að ræða fjármál eiginkonu forsætisráðherra. Það væri stórfrétt ef stjórnarþingmaður færi fram á þingflokksfund enda gaf það slúðrinu vængi. Í inngangi fréttarinnar sagði:Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Wintris-málið sé óþægilegt fyrir ríkisstjórnarsamstarfið, sérstaklega í ljósi samninga við kröfuhafa og afnáms hafta. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins þurfi að funda um málið og fá allar staðreyndir upp á borð áður en hægt sé að taka afstöðu til þess.Þetta reyndist rangt. Brynjar óskaði ekki eftir þingflokksfundi til að ræða fjármál Önnu Sigurlaugar. Það kemur fram í meginmáli fréttarinnar, þar sem orð Brynjars eru endursögð. Brynjar sá sig knúinn að birta bloggfærslu til að taka af öll tvímæli: hann telur forsætisráðherra ekki vanhæfan. En hann gerir ráð fyrir að þingflokkurinn ræði málið, „sérstaklega ef fram kemur vantrauststillaga á þinginu."Það er vitanlega allt annað að gera ráð fyrir umræðum í þingflokki eða að fara fram á að þingflokkurinn ræði þetta tiltekna mál. Ríkisútvarpið reyndi þannig sem fyrr að afbaka umræðuna til að hún þjóni pólitískum tilgangi fréttastofunnar. Líklega má segja að toppurinn hjá fréttastofunni hafi verið fréttin með Svandísi Svavarsdóttur, þingmanni Vinstri grænna, þar sem hún sagði efnahagslegt fullveldi landsins í hættu vegna bankareiknings eiginkonu forsætisráðherra. Öllum má vera ljóst að RÚV stundar pólitík en ekki fréttamennsku í málinu. Þegar Sigmundur Davíð og Anna Sigurlaug tóku saman greinargerð til að svara ásökunum gerði Ríkisútvarpið þau viðbrögð tortryggileg og skautaði framhjá efnisatriðum málsins. Augljóst var að Ríkisútvarpið fann enga málefnalega veilu í greinargerðinni heldur var sérstaklega bent á lengd hennar! Sama ástand ríkti eftir páska. Þriðjudaginn 29. mars var í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins fjallað um þau Bjarna Benediktsson og Ólöfu Nordal og tengsl þeirra við aflandsfélög. Inngangur fréttarinnar var endurtekning á ásökunum Ríkisútvarpsins á hendur forsætisráðherrahjónunum. Áður hefur verið upplýst að sá listi sem Ríkisútvarpið er með aðgang að geymir nöfn stjórnmálamanna úr vinstriflokkunum. Þeirra var ekki getið í frétt Ríkisútvarpsins það kvöld frekar en önnur. Öllum má vera ljóst að Ríkisútvarpið stundar fréttahönnun með skýru pólitísku markmiði; að tengja aflandsfélög við stjórnarflokkana. Nú þegar hefur verið upplýst að gjaldkeri Samfylkingarinnar var umsvifamikill eigandi aflandsfélaga er umfjöllun Ríkisútvarpsins í skötulíki. Undarlegast er að einn þeirra fréttamanna Ríkisútvarpsins, sem um málið hafa fjallað, er meðeigandi sama gjaldkera í fjölmiðlafyrirtækinu Kjarnanum ef marka má skráningu Fjölmiðlanefndar. Er hugtakið hlutlægni algerlega framandi fyrir starfsmenn Ríkisútvarpsins? Hafa þeir engan skilning á að þeir geti verið vanhæfir í einstökum málum eins og þarna hefur sannast. Ríkisútvarpið hefur flutt eina frétt af málefnum gjaldkera Samfylkingarinnar og í engu getið að hann hefur fjármuni annars staðar en í Lúxemborg. Fréttaleikritið heldur áfram. Fyrir ríkisstjórnarfund á miðvikudaginn var mikill viðbúnaður af hálfu starfsmanna Ríkisútvarpsins sem hlupu á milli ráðherra á tröppunum fyrir framan Stjórnarráðið. Allir skyldu fá á tilfinninguna að það væri mikið óðagot og panik í herbúðum ríkisstjórnarinnar. Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra var gestur Síðdegisútvarps Rásar 1 fimmtudaginn 31. apríl. Þorsteinn hefur verið einn harðasti gagnrýnandi núverandi ríkisstjórnar og sparaði sig hvergi. Hann sagði að eftir að upplýst var um aflandsfélög tengd ráðherrum séu engar siðferðilegar stoðir lengur fyrir þeirri pólitísku stefnu ríkisstjórnarinnar að sumir geti staðið fyrir utan krónuhagkerfið, en aðrir ekki. Vandræðagangur stjórnarandstöðunnar var augljós með vantrausttillögu sína þó Ríkisútvarpið gerði sitt besta til að breiða yfir það. Á ritstjórn ruv.is var greinilega óljóst um hvað fyrir stjórnarandstöðunni 31. mars: „Stjórnarandstaðan boðar vantrauststillögu og fer fram á þingrof.“ Þetta er auðvitað rangt. Stjórnarandstaðan hefur einmitt ekki boðað vantrauststillögu heldur þingrofstillögu. Kjarni þingræðisreglunnar er að ríkisstjórn hafi meirihluta þings að baki sér. Reglan snýst ekki um þingrof heldur kann samþykkt vantrausts að leiða til þingrofs. Augljóslega er verið að móta orðræðuna á Ríkisútvarpinu. Þegar farið var yfir fréttir vikunnar að morgni föstudagsins 1. apríl með þeim Páli Magnússyni fyrrverandi sjónvarpsstjóra og Sigurði G. Guðjónssyni lögmanni. Þar talaði umsjónarmaður morgunútvarps um „vörn“ forsætisráðherra þegar hann vék að þeim upplýsingum sem hann hafði veitt. Ekki var rætt um að neinn væri í „sókn“ í málinu! Á sama tíma var Óðinn Jónsson búinn að kalla aftur til leiks Vilhjálm Árnason, heimspekiprófessor á Morgunvakt Rásar 1. Vilhjálmur flutti erindi sitt enn á ný og sagði að vegna trausts og trúverðugleika í íslenskum stjórnmálum séu aflandsfélagsmál forystumanna mjög slæm. Stjórnmálamenn verði að vanda sig.„Einmitt vegna þessa trausts eða trúverðugleika, sem er mikilvægast að byggja upp, eru þessi mál svona ótrúlega slæm. Ekki bara það að upp hafi komist um forystumenn í stjórnmálum sem ættu að vera til fyrirmyndar í málum sem þetta varðar. Þeir stjórnmálamenn sem veljast til forystu þurfa að vanda sig, sérstaklega ef þeir eiga peninga. Þeir þurfa að fara varlega í þessum málum og alls ekki haga sér á þann hátt sem þeir ætlast til þess að borgararnir geri ekki. Þarna eru ákveðnar kröfur, ákveðnar fórnir sem menn í svona stöðum verða að færa, ef þeir líta svo á að séu fórnir,“ sagði Vilhjálmur. Í þessu samhengi er er rétt að ánýja hversu forsætisráðherrahjónin hafa vandað sig í meðferð arfshluta Önnu Sigurlaugar og hverju hún hefur til fórnað. Af framansögðu sést að aftur og aftur er kallað í sömu álitsgjafanna á meðan Ríkisútvarpið kýs að hundsa algerlega þá sem hafa tjáð sig um málið eða benda á staðreyndir án þess að vera neikvæðir í garð ráðherra. Undanfarna daga hefur verið auglýstur rækilega sérstakur aukaþáttur Kastljóss sem verður sýndur í sjónvarpi sunnudaginn 3. apríl klukkan 18.00. Þar segir að Kastljós, ásamt Reykjavík Media, muni fjalla um íslenska stjórnmálamenn og aflandsfélög í skattaskjólum. Greiningin byggi á gögnum alþjóðlegra samtaka rannsóknarblaðamanna (ICIJ), þýska dagblaðsins Süddestuche Zeitung og fleiri miðla. Í kynningu Ríkisútvarpsins segir að umrædd gögn og fyrirspurnir vegna þeirra hafi orðið til þess að eiginkona forsætisráðherra tilkynnti að hún ætti slíkt félag á bresku Jómfrúaeyjum. Síðar hafi komið í ljós að félagið hefði lýst kröfum upp á hálfan milljarð í föllnu bankana. Gögnin tengi einnig Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, og Ólöfu Nordal, innanríkisráðherra, við aflandsfélög. Í frétt á heimasíðu Ríkisútvarpsins segir:,,Í kjölfar þess var einnig greint frá því að Vilhjálmur Þorsteinsson, gjaldkeri Samfylkingarinnar, ætti félag í Lúxemborg. Hann sagði félagið full skattað og allt uppi á borðum en sagði engu að síður af sér í gær. Tenging ráðherranna við aflandsfélög hefur verið harðlega gagnrýnd. Stjórnarandstaðan boðar vantrauststillögu og fer fram á þingrof.“Fréttastofa Ríkisútvarpsins hefur þannig dögum saman fjallað um einkafjármál forsætisráðherrahjónanna eftir að eiginkona forsætisráðherra upplýsti um að fjölskylduarfleið hennar væri geymd erlendis. Fjölskylduarfleið sem eiginkona forsætisráðherra hefur greitt skatta af alla tíð á Íslandi, ólíkt sumum sem ríkisútvarpið kýs að fjalla einhverja hluta vegna ekkert um. Á sama tíma hafa forsætisráðherrahjónin gert ítarlega grein fyrir máli sínu. Ljóst er að að þeim er vegið af fádæma hörku og öllum sem þekkja til vinnubragða á fréttastofu ríkisútvarpsins (þar sem ráðherrann starfaði um tíma) verður ljóst að ekki er ætlunin að afla frétta með eltingarleik við ráðherrann heldur atast í honum á sama hátt og stjórnarandstaðan gerir. Ráðherrann hefur ekki viljað taka þátt í þeim gráa leik og rætt við aðra fjölmiðla: Fréttablaðið, útvarpsstöð og fjölmiðlamann á Bylgjunni sem sérhæfir sig í pólitískum fréttum auk þess sem forsætisráðherrahjónin hafa ritað ítarlega greinargerð í formi spurninga og svara og birta á netinu. Upplýsingar um málið hafa þannig komist rækilega til skila án þess að þær hafi farið í gegnum Ríkisútvarpið. Flestum er ljóst að nálgun Ríkisútvarpsins er pólitísk og mótast af óvild í garð forsætisráðherra sem rennir aðeins stoðum undir þá skoðun að rót eltingarleiksins við ráðherrann sé pólitísk og því ófagleg með vísan til lögbundins hlutverks fréttastofunnar. Heiðarleiki stjórnmálamanna hér eða annars staðar ræðst ekki af því hvort þeir tala við einn fjölmiðil en ekki annan, jafnvel ríkisfjölmiðil. Vandi fréttastofunnar er meiri í þessu máli en forsætisráðherrans sem hefur gert skýra grein fyrir málinu. Það er skýlaus krafa þeirra sem búa við nauðungaráskrift að Ríkisútvarpinu að það birti aflandseignalistann í heild sinni tafarlaust.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun