Stelpurnar í Aftureldingu meistarar eftir æsispennandi lokaumferð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2016 06:00 Stelpurnar í Aftureldingu eru sigursælar þessa dagana. Vísir/Stefán Blakstelpurnar í Aftureldingu halda áfram að safna titlum en í gær urðu þær deildarmeistarar aðeins tæpum tveimur vikum eftir að þær unnu bikarmeistaratitilinn í Laugardalshöllinni. Fyrir lokaumferðina gátu þrjú lið orðið deildarmeistarar en Afturelding var með 33 stig, HK með 32 stig og Þróttur N með 31 stig. Því var mikið í húfi að Varmá þegar Afturelding tók á móti Þrótti. Í fyrstu hrinu var jafnræði með liðunum en Þróttarar voru alltaf skrefi á undan og unnu hrinuna 25-22. Nú reyndi á heimakonur sem urðu að koma sér inn í leikinn ef þær ætluðu ekki að missa af deildarmeistaratitlinum. Aftureldingarkonur komu ákveðnar til leiks í næstu hrinu og leiddu hana allan tímann og unnu hana 25-18. Þriðja hrina var jöfn og spennandi en Afturelding var sterkari á lokasprettinum og unnu 25-21. þar með var Afturelding komið í góða stöðu til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn en Þróttarar ætluðu ekki að gefa Aftureldingu neitt. Fjórða hrina var spennandi og jafnt á öllum tölum og eins og í hinum hrinunum en um miðja hrinuna náði Afturelding undirtökunum og kláraði hrinuna 25-18. Afturelding vann því leikinn 3-1 og tryggði sér deildarmeistaratitilinn en liðið endaði í efsta sætinu með 36 stig. Stigahæstar í liði Aftureldingar voru þær Thelma Dögg Grétarsdóttir sem átti mjög góðan leik með 29 stig og Karen Björg Gunnarsdóttir með 11 stig. Hjá Þrótti var stigahæst María Rún Karlsdóttir með 18 stig og Ana Maria Vidal Bouza með 12 stig. Það er því ljóst hvaða lið munu eigast við í undanúrslitum í Mizuno-deild kvenna sem hefjast þann 11. apríl. Afturelding mun mæta Stjörnunni og í hinni viðureigninni eru það HK og Þróttur sem eigast við. Aðrar íþróttir Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira
Blakstelpurnar í Aftureldingu halda áfram að safna titlum en í gær urðu þær deildarmeistarar aðeins tæpum tveimur vikum eftir að þær unnu bikarmeistaratitilinn í Laugardalshöllinni. Fyrir lokaumferðina gátu þrjú lið orðið deildarmeistarar en Afturelding var með 33 stig, HK með 32 stig og Þróttur N með 31 stig. Því var mikið í húfi að Varmá þegar Afturelding tók á móti Þrótti. Í fyrstu hrinu var jafnræði með liðunum en Þróttarar voru alltaf skrefi á undan og unnu hrinuna 25-22. Nú reyndi á heimakonur sem urðu að koma sér inn í leikinn ef þær ætluðu ekki að missa af deildarmeistaratitlinum. Aftureldingarkonur komu ákveðnar til leiks í næstu hrinu og leiddu hana allan tímann og unnu hana 25-18. Þriðja hrina var jöfn og spennandi en Afturelding var sterkari á lokasprettinum og unnu 25-21. þar með var Afturelding komið í góða stöðu til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn en Þróttarar ætluðu ekki að gefa Aftureldingu neitt. Fjórða hrina var spennandi og jafnt á öllum tölum og eins og í hinum hrinunum en um miðja hrinuna náði Afturelding undirtökunum og kláraði hrinuna 25-18. Afturelding vann því leikinn 3-1 og tryggði sér deildarmeistaratitilinn en liðið endaði í efsta sætinu með 36 stig. Stigahæstar í liði Aftureldingar voru þær Thelma Dögg Grétarsdóttir sem átti mjög góðan leik með 29 stig og Karen Björg Gunnarsdóttir með 11 stig. Hjá Þrótti var stigahæst María Rún Karlsdóttir með 18 stig og Ana Maria Vidal Bouza með 12 stig. Það er því ljóst hvaða lið munu eigast við í undanúrslitum í Mizuno-deild kvenna sem hefjast þann 11. apríl. Afturelding mun mæta Stjörnunni og í hinni viðureigninni eru það HK og Þróttur sem eigast við.
Aðrar íþróttir Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira