Fjölmargir féllu fyrir aprílgabbi Vísis sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 1. apríl 2016 17:44 Fast 8 bílarnir voru því miður ekki til sýnis í dag – en fólk greip þó ekki í tómt. Fjölmargir lögðu leið sína á Korputorg í dag til að berja Fast 8 bílana augum, en greint var frá því á Vísi að þeir yrðu til sýnis í dag. Hér með upplýsist það að um aprílgabb var að ræða. Áhugasamir gripu þó ekki í tómt því Krúsera-klúbburinn tók þátt í gríninu og voru þrír bílar á vegum félagsmanna klúbbsins til sýnis á torginu. Þeir sem gerðu sér ferð á Korputorg í dag tóku vel í grínið þrátt fyrir að ekki allir hafi verið tilbúnir til að viðurkenna það að þeir hafi verið látnir hlaupa á þessum alþjóðlega hrekkja- og gabbdegi. Fréttastofa náði tali af nokkrum sem litu við á Korputorg í dag, líkt og sjá má á myndskeiðinu hér fyrir neðan.Þá greindi Fréttablaðið frá því í dag að samlokustaðurinn Joe and the Juice myndi opna í Alþingishúsinu á næstu dögum. Þingmenn og annað starfsfólk hafi kallað eftir auknum fjölbreytileika í matarvali og að samlokurnar yrðu niðurgreiddar. Einnig var um aprílgabb að ræða en stofnaður var undirskriftalisti þar sem fólk mótmælti því að þurfa að niðurgreiða samlokur fyrir þingmenn.Samkvæmt Vísindavefnum er sá siður að vera með grín og hrekki þann 1. apríl margra alda gamall. Hann megi líklega rekja til Evrópu á miðöldum þegar tíðkaðist að halda upp á nýtt ár á vorjafndægri 25. mars. „Samkvæmt fornri hefð stóðu merkar hátíðir í átta daga og 1. apríl var því áttundi og síðasti dagur nýárshátíðarinnar,“ segir á Vísindavefnum.Forvitnir lögðu leið sína á Korputorg í dag.vísir/vilhelmKrúsera-klúbburinn tók þátt í gríninu með Vísi.vísir/vilhelmvísir/vilhelmFulltrúar framhaldsskólans í Mosfellsbæ.vísir/vilhelm Aprílgabb Tengdar fréttir Hafa hafið undirskriftarsöfnun gegn Joe and the Juice í Alþingishúsinu „Viljum við niðurgreiða samlokur og djúsa fyrir þingmenn? Nei!“ 1. apríl 2016 14:13 Fast 8 bílarnir til sýnis í dag Áhugafólk um bíla er velkomið en nokkrir af fallegustu gripunum verða til sýnis milli klukkan 12 og 14 og bifvélavirkjar svara spurningum. 1. apríl 2016 09:30 Opna Joe and the Juice í Alþingishúsinu Ekkert útboð fór fram. 1. apríl 2016 07:00 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Fjölmargir lögðu leið sína á Korputorg í dag til að berja Fast 8 bílana augum, en greint var frá því á Vísi að þeir yrðu til sýnis í dag. Hér með upplýsist það að um aprílgabb var að ræða. Áhugasamir gripu þó ekki í tómt því Krúsera-klúbburinn tók þátt í gríninu og voru þrír bílar á vegum félagsmanna klúbbsins til sýnis á torginu. Þeir sem gerðu sér ferð á Korputorg í dag tóku vel í grínið þrátt fyrir að ekki allir hafi verið tilbúnir til að viðurkenna það að þeir hafi verið látnir hlaupa á þessum alþjóðlega hrekkja- og gabbdegi. Fréttastofa náði tali af nokkrum sem litu við á Korputorg í dag, líkt og sjá má á myndskeiðinu hér fyrir neðan.Þá greindi Fréttablaðið frá því í dag að samlokustaðurinn Joe and the Juice myndi opna í Alþingishúsinu á næstu dögum. Þingmenn og annað starfsfólk hafi kallað eftir auknum fjölbreytileika í matarvali og að samlokurnar yrðu niðurgreiddar. Einnig var um aprílgabb að ræða en stofnaður var undirskriftalisti þar sem fólk mótmælti því að þurfa að niðurgreiða samlokur fyrir þingmenn.Samkvæmt Vísindavefnum er sá siður að vera með grín og hrekki þann 1. apríl margra alda gamall. Hann megi líklega rekja til Evrópu á miðöldum þegar tíðkaðist að halda upp á nýtt ár á vorjafndægri 25. mars. „Samkvæmt fornri hefð stóðu merkar hátíðir í átta daga og 1. apríl var því áttundi og síðasti dagur nýárshátíðarinnar,“ segir á Vísindavefnum.Forvitnir lögðu leið sína á Korputorg í dag.vísir/vilhelmKrúsera-klúbburinn tók þátt í gríninu með Vísi.vísir/vilhelmvísir/vilhelmFulltrúar framhaldsskólans í Mosfellsbæ.vísir/vilhelm
Aprílgabb Tengdar fréttir Hafa hafið undirskriftarsöfnun gegn Joe and the Juice í Alþingishúsinu „Viljum við niðurgreiða samlokur og djúsa fyrir þingmenn? Nei!“ 1. apríl 2016 14:13 Fast 8 bílarnir til sýnis í dag Áhugafólk um bíla er velkomið en nokkrir af fallegustu gripunum verða til sýnis milli klukkan 12 og 14 og bifvélavirkjar svara spurningum. 1. apríl 2016 09:30 Opna Joe and the Juice í Alþingishúsinu Ekkert útboð fór fram. 1. apríl 2016 07:00 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Hafa hafið undirskriftarsöfnun gegn Joe and the Juice í Alþingishúsinu „Viljum við niðurgreiða samlokur og djúsa fyrir þingmenn? Nei!“ 1. apríl 2016 14:13
Fast 8 bílarnir til sýnis í dag Áhugafólk um bíla er velkomið en nokkrir af fallegustu gripunum verða til sýnis milli klukkan 12 og 14 og bifvélavirkjar svara spurningum. 1. apríl 2016 09:30