Diaz: Conor fær allt hjá UFC eins og smábarn þannig ég verð að berja hann aftur Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. apríl 2016 12:30 Síðast þegar Diaz og Conor mættust gerðist þetta. vísir/getty Nate Diaz, sem vann Conor McGregor í veltivigtarbardaga þeirra í Las Vegas í mars, er vægast sagt ósáttur við að Conor fái allt sem hann vill hjá UFC-bardagasambandinu en hann ekki neitt. Þeir félagarnir mætast aftur í júlí. Diaz hefur barist 22 sinnum í UFC gegn 21 andstæðingi og tapað átta sinnum. Aðeins einu sinni eftir töpin átta fékk hann tækifæri til að hefna fyrir tapið en það var fjórum árum síðar.Sjá einnig:Conor og Diaz mætast aftur á sama tíma og Aldo og Edgar berjast um beltið hans Conors Conor, aftur á móti, mátti velja sér bardaga eftir tapið gegn Diaz. Hann var hvattur af öllum að berjast aftur við Jose Aldo í fjaðurvigt en valdi sjálfur að berjast aftur í veltivigt á móti Diaz. Írski Íslandsvinurinn hefur fengið mikið lof fyrir að „þora“ að mæta Diaz aftur í 170 pundum og það fer verulega í taugarnar á Bandaríkjamanninum sem segist ekki bera neina sérstaka virðingu fyrir Conor að koma aftur í 170 pundin.„Fokk nei. Djöfull er ég orðinn þreyttur á að heyra þetta rugl. Það eru allir, meira að segja Dana White, forseti UFC, að lofa þetta út um allt. Auðvitað vill hann hefna sín en vitiði hvað? Ég hef líka alltaf viljað hefna mín þegar ég tapaði,“ sagði Diaz.Sjá einnig:Heltekinn Conor hlustaði hvorki á þjálfarann sinn né yfirmenn UFC „Þá voru menn bara: „Hey, ekki einu einni hringja í okkur. Þú færð ekki annan bardaga.“ Það var ekki einu sinni til umræðu. Ég vil ekki heyra að það sé verið að hrósa Conor fyrir að vilja annan bardaga. Auðvitað vill hann annan bardaga. Þannig á þér að líða ef þú ert rassskelltur af einhverjum.“ Diaz langaði mikið að berjast um heimsmeistaratitilinn í léttvigt á móti Rafael dos Anjos en forráðamenn UFC hlustuðu ekki einu sinni á hann. „Auðvitað bað ég um annan bardaga við Dos Anjos en þeir vilja fokking koma fram við Conor McGregor eins og smábarn. Þeir gefa honum allt sem hann vill. Ég verð því bara að sætta mig við það og berja þetta fífl aftur,“ sagði Nate Diaz. MMA Tengdar fréttir Gunnar: Conor mun ekki tapa aftur fyrir Diaz Hefur ekki áhyggjur af því að Conor McGregor muni tapa öðru sinni fyrir Nate Diaz. 26. mars 2016 09:00 Conor seldi sál sína Þungavigtarmeistarinn Fabricio Werdum útskýrir af hverju hann kallaði Conor McGregor hóru. 29. mars 2016 23:15 Conor er eins og kettlingur þegar verið er að lemja hann Brasilíumaðurinn Jose Aldo gerir allt þessa dagana til þess að fá nýjan bardaga gegn Conor McGregor um fjaðurvigtarbeltið. 21. mars 2016 22:45 Heltekinn Conor hlustaði hvorki á þjálfarann sinn né yfirmenn UFC Conor McGregor stóð á móti öllum og heimtaði annan bardaga í veltivigt á móti Nate Diaz. 31. mars 2016 09:00 Conor og Diaz mætast aftur á sama tíma og Aldo og Edgar berjast um beltið hans Conors UFC 200 í júlí verður risastórt fyrir írska Íslandsvininn Conor McGregor. 31. mars 2016 08:00 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Kastaði óvart spaða í áhorfanda Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Svartur mánudagur í NFL-deildinni: Fjórar þjálfarastöður á lausu Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Dagskráin: Enski, kvennakarfa og Lokasóknin undirbýr úrslitakeppnina Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sjá meira
Nate Diaz, sem vann Conor McGregor í veltivigtarbardaga þeirra í Las Vegas í mars, er vægast sagt ósáttur við að Conor fái allt sem hann vill hjá UFC-bardagasambandinu en hann ekki neitt. Þeir félagarnir mætast aftur í júlí. Diaz hefur barist 22 sinnum í UFC gegn 21 andstæðingi og tapað átta sinnum. Aðeins einu sinni eftir töpin átta fékk hann tækifæri til að hefna fyrir tapið en það var fjórum árum síðar.Sjá einnig:Conor og Diaz mætast aftur á sama tíma og Aldo og Edgar berjast um beltið hans Conors Conor, aftur á móti, mátti velja sér bardaga eftir tapið gegn Diaz. Hann var hvattur af öllum að berjast aftur við Jose Aldo í fjaðurvigt en valdi sjálfur að berjast aftur í veltivigt á móti Diaz. Írski Íslandsvinurinn hefur fengið mikið lof fyrir að „þora“ að mæta Diaz aftur í 170 pundum og það fer verulega í taugarnar á Bandaríkjamanninum sem segist ekki bera neina sérstaka virðingu fyrir Conor að koma aftur í 170 pundin.„Fokk nei. Djöfull er ég orðinn þreyttur á að heyra þetta rugl. Það eru allir, meira að segja Dana White, forseti UFC, að lofa þetta út um allt. Auðvitað vill hann hefna sín en vitiði hvað? Ég hef líka alltaf viljað hefna mín þegar ég tapaði,“ sagði Diaz.Sjá einnig:Heltekinn Conor hlustaði hvorki á þjálfarann sinn né yfirmenn UFC „Þá voru menn bara: „Hey, ekki einu einni hringja í okkur. Þú færð ekki annan bardaga.“ Það var ekki einu sinni til umræðu. Ég vil ekki heyra að það sé verið að hrósa Conor fyrir að vilja annan bardaga. Auðvitað vill hann annan bardaga. Þannig á þér að líða ef þú ert rassskelltur af einhverjum.“ Diaz langaði mikið að berjast um heimsmeistaratitilinn í léttvigt á móti Rafael dos Anjos en forráðamenn UFC hlustuðu ekki einu sinni á hann. „Auðvitað bað ég um annan bardaga við Dos Anjos en þeir vilja fokking koma fram við Conor McGregor eins og smábarn. Þeir gefa honum allt sem hann vill. Ég verð því bara að sætta mig við það og berja þetta fífl aftur,“ sagði Nate Diaz.
MMA Tengdar fréttir Gunnar: Conor mun ekki tapa aftur fyrir Diaz Hefur ekki áhyggjur af því að Conor McGregor muni tapa öðru sinni fyrir Nate Diaz. 26. mars 2016 09:00 Conor seldi sál sína Þungavigtarmeistarinn Fabricio Werdum útskýrir af hverju hann kallaði Conor McGregor hóru. 29. mars 2016 23:15 Conor er eins og kettlingur þegar verið er að lemja hann Brasilíumaðurinn Jose Aldo gerir allt þessa dagana til þess að fá nýjan bardaga gegn Conor McGregor um fjaðurvigtarbeltið. 21. mars 2016 22:45 Heltekinn Conor hlustaði hvorki á þjálfarann sinn né yfirmenn UFC Conor McGregor stóð á móti öllum og heimtaði annan bardaga í veltivigt á móti Nate Diaz. 31. mars 2016 09:00 Conor og Diaz mætast aftur á sama tíma og Aldo og Edgar berjast um beltið hans Conors UFC 200 í júlí verður risastórt fyrir írska Íslandsvininn Conor McGregor. 31. mars 2016 08:00 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Kastaði óvart spaða í áhorfanda Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Svartur mánudagur í NFL-deildinni: Fjórar þjálfarastöður á lausu Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Dagskráin: Enski, kvennakarfa og Lokasóknin undirbýr úrslitakeppnina Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sjá meira
Gunnar: Conor mun ekki tapa aftur fyrir Diaz Hefur ekki áhyggjur af því að Conor McGregor muni tapa öðru sinni fyrir Nate Diaz. 26. mars 2016 09:00
Conor seldi sál sína Þungavigtarmeistarinn Fabricio Werdum útskýrir af hverju hann kallaði Conor McGregor hóru. 29. mars 2016 23:15
Conor er eins og kettlingur þegar verið er að lemja hann Brasilíumaðurinn Jose Aldo gerir allt þessa dagana til þess að fá nýjan bardaga gegn Conor McGregor um fjaðurvigtarbeltið. 21. mars 2016 22:45
Heltekinn Conor hlustaði hvorki á þjálfarann sinn né yfirmenn UFC Conor McGregor stóð á móti öllum og heimtaði annan bardaga í veltivigt á móti Nate Diaz. 31. mars 2016 09:00
Conor og Diaz mætast aftur á sama tíma og Aldo og Edgar berjast um beltið hans Conors UFC 200 í júlí verður risastórt fyrir írska Íslandsvininn Conor McGregor. 31. mars 2016 08:00