Ömurlegt aprílgabb: Messi til Real Madrid á 500 milljónir evra Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. apríl 2016 08:15 Lionel Messi verður áfram hjá Barca. Engar áhyggjur. vísir/getty Sprellidagur ársins er runninn upp, fyrsti dagur apríl mánaðar. Í dag verður reynt að gabba hálfa heimsbyggðina með allskonar sprelli og eru íþróttirnar engin undantekning. Hinn risastóri knattspyrnuvefur Goal.com, sem milljónir heimsækja á hverjum degi, ákváð t.a.m. að bjóða upp á eitt ömurlegasta aprílgabb sögunnar. Í frétt miðilsins, sem birtist rétt eftir miðnætti, segir að Real Madrid sé búið að ganga frá kaupum á Lionel Messi. Real Madrid borgar Barcelona riftunarverð Messi sem eru 250 milljónir evra og annað eins í umboðslaun og bónusa. Heildarupphæðin er 500 milljónir evra eða 70 milljarðar íslenskra króna. „Barclona gat ekki borgað mér það sem ég vildi út af „Financial Fair Play“. Ég mældi með að félagið myndi fjármagna samninginn minn með því að selja Nývang en félagið vildi frekar selja mig. Þegar ég frétti það var ég niðurbrotinn og þar með var sambandinu lokið,“ er haft eftir Messi. „Maður eins og ég á að eiga 2000 metra snekkju sem er alltaf í gangi með fullt af starfsfólki eins og Roman Abramovich. Kostnaðurinn við að halda svoleiðis snekkju gangandi er svo mikill að ég verð að fá 50 milljónir evra eftir skatt í laun á ári. Er það til of mikils ætlast,“ segir Messi. Eða þannig. Farið er svo í enn meira sprell þar sem kemur fram að Gerard Pique hafi alltaf unnið Messi í tölvuleiknum FIFA sem honum fannst ekkert sniðugt. Búið er að fótósjoppa mynd af Messi í treyju Real Madrid fyrir gabbið sem má sjá í heild sinni hér. Aprílgabb Spænski boltinn Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Körfubolti Fleiri fréttir Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Sjá meira
Sprellidagur ársins er runninn upp, fyrsti dagur apríl mánaðar. Í dag verður reynt að gabba hálfa heimsbyggðina með allskonar sprelli og eru íþróttirnar engin undantekning. Hinn risastóri knattspyrnuvefur Goal.com, sem milljónir heimsækja á hverjum degi, ákváð t.a.m. að bjóða upp á eitt ömurlegasta aprílgabb sögunnar. Í frétt miðilsins, sem birtist rétt eftir miðnætti, segir að Real Madrid sé búið að ganga frá kaupum á Lionel Messi. Real Madrid borgar Barcelona riftunarverð Messi sem eru 250 milljónir evra og annað eins í umboðslaun og bónusa. Heildarupphæðin er 500 milljónir evra eða 70 milljarðar íslenskra króna. „Barclona gat ekki borgað mér það sem ég vildi út af „Financial Fair Play“. Ég mældi með að félagið myndi fjármagna samninginn minn með því að selja Nývang en félagið vildi frekar selja mig. Þegar ég frétti það var ég niðurbrotinn og þar með var sambandinu lokið,“ er haft eftir Messi. „Maður eins og ég á að eiga 2000 metra snekkju sem er alltaf í gangi með fullt af starfsfólki eins og Roman Abramovich. Kostnaðurinn við að halda svoleiðis snekkju gangandi er svo mikill að ég verð að fá 50 milljónir evra eftir skatt í laun á ári. Er það til of mikils ætlast,“ segir Messi. Eða þannig. Farið er svo í enn meira sprell þar sem kemur fram að Gerard Pique hafi alltaf unnið Messi í tölvuleiknum FIFA sem honum fannst ekkert sniðugt. Búið er að fótósjoppa mynd af Messi í treyju Real Madrid fyrir gabbið sem má sjá í heild sinni hér.
Aprílgabb Spænski boltinn Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Körfubolti Fleiri fréttir Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Sjá meira