Sjaldan meiri ánægja með störf Ólafs Ragnars Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. apríl 2016 15:03 Ólafur Ragnar Grímsson Vísir/Anton Brink 60,7 prósent svarenda í könnun MMR á dögunum sögðust vera ánægð með störf Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, en könnunin var framkvæmd dagana 4.-5. apríl síðastliðinn. Í fréttatilkynningu frá MMR segir að ánægja með störf forseta hafi sjaldan mælst meiri, en í könnun MMR í febrúar 2013 sögðust 63,6 prósent ánægð með störf Ólafs Ragnars. Í sambærilegri könnun í desember í fyrra kváðust rúm 47 prósent ánægð með störf forseta. Flestum eru atburðir síðustu vikna eflaust enn í fersku minni en þegar könnun MMR var gerð var mikið um að vera í stjórnmálunum. Þann 5. apríl fór þáverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, á Bessastaði og óskaði eftir heimild forseta til að rjúfa þing og boða kosninga. Í kjölfar þess fundar hélt Ólafur Ragnar blaðamannafund þar sem hann greindi frá því að hann hefði hafnað beiðni ráðherrans. Í gær tilkynnti Ólafur Ragnar svo að hann ætlaði að bjóða sig fram í sjötta sinn sem forseti og má ætla, af niðurstöðum könnunar MMR nú, að sú ákvörðun hafi glatt marga. Heildarfjöldi svarenda í könnuninni var 987 einstaklingar. 15 prósent þeirra sem tóku afstöðu sögðust vera óánægð með störf Ólafs Ragnars en ánægja með forsetann er afar mismunandi eftir stuðningi við stjórnmálaflokka. Þannig segjast 99 prósent þeirra sem sögðust myndu kjósa Framsókn vera ánægð með störf Ólafs Ragnars borið saman við 27 prósent þeirra sem sögðust myndu kjósa Samfylkinguna. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Segir framboð Ólafs Ragnars ekki það sem mótmælendur voru að kalla eftir "Okkur finnst það kannski pínu miður að hann noti mótmælin sem eina af ástæðum þess að hann bjóði sig aftur fram,“ segir einn af forsvarsmönnum Jæja-hópsins. 19. apríl 2016 14:16 Skora á Ólaf Ragnar að hætta við að bjóða sig fram 3000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem skorað er á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að hætta við að bjóða sig fram til forseta í sjötta sinn. 19. apríl 2016 12:00 Tækifæri til þess að endurskilgreina Ólaf Ragnar Síðan í gær hafa margir viðrað skoðanir sínar gegn endurkjöri forseta Íslands á samfélagsmiðlum undir merkingunni "#nólafur“. Andrés Jónsson telur mótframbjóðendur hans verða að nýta netið betur. 19. apríl 2016 11:56 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
60,7 prósent svarenda í könnun MMR á dögunum sögðust vera ánægð með störf Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, en könnunin var framkvæmd dagana 4.-5. apríl síðastliðinn. Í fréttatilkynningu frá MMR segir að ánægja með störf forseta hafi sjaldan mælst meiri, en í könnun MMR í febrúar 2013 sögðust 63,6 prósent ánægð með störf Ólafs Ragnars. Í sambærilegri könnun í desember í fyrra kváðust rúm 47 prósent ánægð með störf forseta. Flestum eru atburðir síðustu vikna eflaust enn í fersku minni en þegar könnun MMR var gerð var mikið um að vera í stjórnmálunum. Þann 5. apríl fór þáverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, á Bessastaði og óskaði eftir heimild forseta til að rjúfa þing og boða kosninga. Í kjölfar þess fundar hélt Ólafur Ragnar blaðamannafund þar sem hann greindi frá því að hann hefði hafnað beiðni ráðherrans. Í gær tilkynnti Ólafur Ragnar svo að hann ætlaði að bjóða sig fram í sjötta sinn sem forseti og má ætla, af niðurstöðum könnunar MMR nú, að sú ákvörðun hafi glatt marga. Heildarfjöldi svarenda í könnuninni var 987 einstaklingar. 15 prósent þeirra sem tóku afstöðu sögðust vera óánægð með störf Ólafs Ragnars en ánægja með forsetann er afar mismunandi eftir stuðningi við stjórnmálaflokka. Þannig segjast 99 prósent þeirra sem sögðust myndu kjósa Framsókn vera ánægð með störf Ólafs Ragnars borið saman við 27 prósent þeirra sem sögðust myndu kjósa Samfylkinguna.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Segir framboð Ólafs Ragnars ekki það sem mótmælendur voru að kalla eftir "Okkur finnst það kannski pínu miður að hann noti mótmælin sem eina af ástæðum þess að hann bjóði sig aftur fram,“ segir einn af forsvarsmönnum Jæja-hópsins. 19. apríl 2016 14:16 Skora á Ólaf Ragnar að hætta við að bjóða sig fram 3000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem skorað er á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að hætta við að bjóða sig fram til forseta í sjötta sinn. 19. apríl 2016 12:00 Tækifæri til þess að endurskilgreina Ólaf Ragnar Síðan í gær hafa margir viðrað skoðanir sínar gegn endurkjöri forseta Íslands á samfélagsmiðlum undir merkingunni "#nólafur“. Andrés Jónsson telur mótframbjóðendur hans verða að nýta netið betur. 19. apríl 2016 11:56 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Segir framboð Ólafs Ragnars ekki það sem mótmælendur voru að kalla eftir "Okkur finnst það kannski pínu miður að hann noti mótmælin sem eina af ástæðum þess að hann bjóði sig aftur fram,“ segir einn af forsvarsmönnum Jæja-hópsins. 19. apríl 2016 14:16
Skora á Ólaf Ragnar að hætta við að bjóða sig fram 3000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem skorað er á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að hætta við að bjóða sig fram til forseta í sjötta sinn. 19. apríl 2016 12:00
Tækifæri til þess að endurskilgreina Ólaf Ragnar Síðan í gær hafa margir viðrað skoðanir sínar gegn endurkjöri forseta Íslands á samfélagsmiðlum undir merkingunni "#nólafur“. Andrés Jónsson telur mótframbjóðendur hans verða að nýta netið betur. 19. apríl 2016 11:56