Kominn tími á konu í forsetastól Hildur Þórðardóttir skrifar 19. apríl 2016 13:50 Undanfarin árþúsund hafa karllæg gildi verið ríkjandi, eins og samkeppni, formfesta, lög og reglur, völd, harka og stjórnkænska. Það var bannað að sýna veikleikamerki og ekkert í boði nema að sigra ellegar tapa. Við sjáum þetta á mannkynssögunni þar sem ekkert var skráð nema hver var við völd, bardagar, lög og refsingar í dómabókum og formlegar skráningar í kirkjubókum.Alþingi Íslendinga og þingræði almennt er gott dæmi um karllæg gildi. Meirihluti og minnihluti takast á, flokksformenn leiða fylkingar sínar fram á vígvöllinn þar sem tekist er á í pontu og sá sterkasti sigrar og kemur málinu gegn. Heill þjóðarinnar skiptir minna máli, því hagur flokkanna gengur fyrir. Hin kvenlægu gildi eru hins vegar samvinna, sveigjanleiki, flæði, sköpun, mýkt, kærleikur og samhygð og þau birtast skýrast í þeim störfum sem konur sækja mest í, s.s. umönnun og kennsla. Þetta þarf ekki að fylgja kyni fólks, sumir karlmenn vilja vinna samkvæmt mjúkum gildum alveg eins og sumar konur hafa hin hörðu að leiðarljósi. Stjórnlagaþingið er frábært dæmi um hvernig hin kvenlægu gildi virka. Við kusum einstaklinga á þing og þeir unnu saman á jafningjagrundvelli, sem einstaklingar, að heill lands og þjóðar. Reynsla hvers og eins var metin að verðleikum, auk þess sem allir lögðust á eitt við að afla sér frekari þekkingar til að skila góðu verki. Við þurfum að breyta stjórnskipaninni þannig að vinnubrögðin á Alþingi verði eins og hjá stjórnlagaþinginu. Fyrir hrun voru hin karllægu gildi sérlega áberandi. Menn gortuðu af sigrum sínum í fjármálaheiminum, léku sér að því að taka áhættu, kaupa fyrirtæki, segja upp fólki í hagræðingarskyni, hirða gróðann og skjóta honum í skjól frá skattyfirvöldum. Því meiri pening sem þú áttir, því sterkari varstu. Eins og ætíð, var þetta keppni um hver væri sterkastur. Karlmenn hafa alltaf fundið leiðir til að finna út hver væri sterkastur og bestur. Þeir etja kappi í íþróttum og stríðum. Þeir hengja orður hver á annan og veita hver öðrum Óskarsverðlaun eða bókmenntaverðlaun til að finna sig gildandi í samfélaginu. Til að konur eigi möguleika á slíkum verðlaunum þarf að búa til sérstaka flokka fyrir þær. Hafa einhvern tímann verðlaun verið veitt fyrir besta hjúkrunarfræðinginn, bestu ljósmóðurina eða besta félagsráðgjafann? Fólk sem hefur samvinnu og samkennd að leiðarljósi þarf ekki verðlaun til að vita að starf þeirra skiptir máli. Það vinnur saman að því að hjúkra þeim sem særast á vígvellinum. Það hlúir að þeim sem verða undir og hjálpar þeim að rísa aftur upp. Með því að vinna saman getum við öll lagt eitthvað af mörkum til samfélagsins. Þróunin sést vel í skólunum. Þegar hin karllægu gildi réðu þar, fengu nemendur einkunnir sem sýndu hvar þeir stóðu miðað við hina. Refsingum var beitt við þá sem gleymdu að læra heima. Nú eru hin kvenlægu gildi að taka yfir, einkunnir hafa minna vægi og frekar er leitast við að koma á móts við barnið þar sem það er statt og undirbúa það fyrir lífið. Ýmsir hafa haldið því fram að hafi konur verið við stjórn hefði hrunið aldrei þurft að eiga sér stað. Áherslan hefði verið á hin mýkri gildi og í stað kröfu um hagvöxt hefði verið stefnt að velsæld. Í stað kröfu um hagnað, hagræðingu og sigra í viðskiptalífinu, hefði fólk leitast við að vinna saman og skapa samfélag með vellíðan og samkennd að leiðarljósi. Undanfarin 20 ár hafa hin karllægu gildi verið ráðandi á Bessastöðum. Svo dansa limirnir eftir höfðinu og því er ekkert skrítið að ófriður ríki í samfélaginu. Nú er kominn tími til að við förum að starfa eftir hinum kvenlægu gildum. Það er kominn tími á samvinnu, samkennd, jöfnuð, skilning, samhjálp og mannkærleika. Það er kominn tími á konu á Bessastaði. Höfundur er þjóðfræðingur, rithöfundur og býður sig fram til forseta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetaembættið Forsetakjör Forsetakosningar 2016 Skoðun Stj.mál Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Undanfarin árþúsund hafa karllæg gildi verið ríkjandi, eins og samkeppni, formfesta, lög og reglur, völd, harka og stjórnkænska. Það var bannað að sýna veikleikamerki og ekkert í boði nema að sigra ellegar tapa. Við sjáum þetta á mannkynssögunni þar sem ekkert var skráð nema hver var við völd, bardagar, lög og refsingar í dómabókum og formlegar skráningar í kirkjubókum.Alþingi Íslendinga og þingræði almennt er gott dæmi um karllæg gildi. Meirihluti og minnihluti takast á, flokksformenn leiða fylkingar sínar fram á vígvöllinn þar sem tekist er á í pontu og sá sterkasti sigrar og kemur málinu gegn. Heill þjóðarinnar skiptir minna máli, því hagur flokkanna gengur fyrir. Hin kvenlægu gildi eru hins vegar samvinna, sveigjanleiki, flæði, sköpun, mýkt, kærleikur og samhygð og þau birtast skýrast í þeim störfum sem konur sækja mest í, s.s. umönnun og kennsla. Þetta þarf ekki að fylgja kyni fólks, sumir karlmenn vilja vinna samkvæmt mjúkum gildum alveg eins og sumar konur hafa hin hörðu að leiðarljósi. Stjórnlagaþingið er frábært dæmi um hvernig hin kvenlægu gildi virka. Við kusum einstaklinga á þing og þeir unnu saman á jafningjagrundvelli, sem einstaklingar, að heill lands og þjóðar. Reynsla hvers og eins var metin að verðleikum, auk þess sem allir lögðust á eitt við að afla sér frekari þekkingar til að skila góðu verki. Við þurfum að breyta stjórnskipaninni þannig að vinnubrögðin á Alþingi verði eins og hjá stjórnlagaþinginu. Fyrir hrun voru hin karllægu gildi sérlega áberandi. Menn gortuðu af sigrum sínum í fjármálaheiminum, léku sér að því að taka áhættu, kaupa fyrirtæki, segja upp fólki í hagræðingarskyni, hirða gróðann og skjóta honum í skjól frá skattyfirvöldum. Því meiri pening sem þú áttir, því sterkari varstu. Eins og ætíð, var þetta keppni um hver væri sterkastur. Karlmenn hafa alltaf fundið leiðir til að finna út hver væri sterkastur og bestur. Þeir etja kappi í íþróttum og stríðum. Þeir hengja orður hver á annan og veita hver öðrum Óskarsverðlaun eða bókmenntaverðlaun til að finna sig gildandi í samfélaginu. Til að konur eigi möguleika á slíkum verðlaunum þarf að búa til sérstaka flokka fyrir þær. Hafa einhvern tímann verðlaun verið veitt fyrir besta hjúkrunarfræðinginn, bestu ljósmóðurina eða besta félagsráðgjafann? Fólk sem hefur samvinnu og samkennd að leiðarljósi þarf ekki verðlaun til að vita að starf þeirra skiptir máli. Það vinnur saman að því að hjúkra þeim sem særast á vígvellinum. Það hlúir að þeim sem verða undir og hjálpar þeim að rísa aftur upp. Með því að vinna saman getum við öll lagt eitthvað af mörkum til samfélagsins. Þróunin sést vel í skólunum. Þegar hin karllægu gildi réðu þar, fengu nemendur einkunnir sem sýndu hvar þeir stóðu miðað við hina. Refsingum var beitt við þá sem gleymdu að læra heima. Nú eru hin kvenlægu gildi að taka yfir, einkunnir hafa minna vægi og frekar er leitast við að koma á móts við barnið þar sem það er statt og undirbúa það fyrir lífið. Ýmsir hafa haldið því fram að hafi konur verið við stjórn hefði hrunið aldrei þurft að eiga sér stað. Áherslan hefði verið á hin mýkri gildi og í stað kröfu um hagvöxt hefði verið stefnt að velsæld. Í stað kröfu um hagnað, hagræðingu og sigra í viðskiptalífinu, hefði fólk leitast við að vinna saman og skapa samfélag með vellíðan og samkennd að leiðarljósi. Undanfarin 20 ár hafa hin karllægu gildi verið ráðandi á Bessastöðum. Svo dansa limirnir eftir höfðinu og því er ekkert skrítið að ófriður ríki í samfélaginu. Nú er kominn tími til að við förum að starfa eftir hinum kvenlægu gildum. Það er kominn tími á samvinnu, samkennd, jöfnuð, skilning, samhjálp og mannkærleika. Það er kominn tími á konu á Bessastaði. Höfundur er þjóðfræðingur, rithöfundur og býður sig fram til forseta.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun