Körfubolti

Finnur: Erum í þessu til að vinna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Finnur Freyr Stefánsson.
Finnur Freyr Stefánsson. vísir/anton
„Ég býst við hörkueinvígi. Það eru spennandi tímar fram undan,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, fyrir fyrsta leikinn um Íslandsmeistaratitilinn gegn Haukum.

„Haukarnir eru mjög langir í öllum stöðum og með gríðarlega góða skotmenn út um allt. Það er góð liðsheild hjá þeim. Það má segja það sama um okkur.“

Það verður líka mikil barátta í teignum segir þjálfari Vesturbæinga.

„Craion gekk ágætlega á móti þeim síðast og spurning hvernig það verður núna. Bæði lið eru mjög vel mönnuð og klár í slaginn,“ segir Finnur en líkt og síðustu ár er pressan á KR enda býst fólk við því að þeir vinni þriðja árið í röð.

„Við erum í þessu til að vinna og erum komnir í þá stöðu að okkur vantar þrjá sigra til þess að endurtaka leikinn einu sinni enn. Pressa og ekki pressa. Þetta snýst bara um að við viljum vinna. Það er engin hræðsla við annað.“

Sjá má viðtalið í heild sinni hér að NEÐAN.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×