Ívar: Stórkostlegt að vera með alla þessa uppöldu stráka Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. apríl 2016 15:00 Þjálfararnir eru klárir í slaginn. „Ég býst við mjög góðu einvígi á milli tveggja góðra liða sem eru að fara að slást,“ segir Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, en hans menn mæta KR í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í kvöld. „Bæði lið spila áþekkan körfubolta. Vilja stjórna svolítið hraðanum og spila kerfi í sókninni. Þetta er agaður körfubolti hjá báðum liðum og ég held að þetta geti orðið mjög spennandi viðureignir.“ Það er orðið ansi langt síðan Haukar spiluðu til úrslita um titilinn og því flott stemning í Hafnarfirði. „Það eru orðin 23 ár síðan og því mikil spenna. Við höfum fengið fullt af áhorfendum og eigum gott stuðningsfólk. Ég hef ekki trú á öðru en að það fólk fjölmenni á þessa leiki. Það er jákvætt vandamál í Haukum að fjögur lið eru að spila til úrslita á sama tíma í handbolta og körfubolta. Það hefur áhrif enda tveir leikir í gangi á sama tíma í kvöld,“ segir Ívar en karlalið Hauka í handbolta spilar oddaleik í kvöld á meðan Ívar og félagar verða í DHL-höllinni. „Við ætluðum okkur alltaf í úrslitin núna í ár. Við erum með ungt lið og höfum verið að byggja upp. Finnur Atli er sá eini sem er ekki alinn upp hjá Haukum. Það er stórkostlegt að þetta séu annars allt uppaldir strákar og sýnir hvað metnaðurinn hefur verið mikill. Við höfum unnið vel í okkar innviðum en þetta er rétt að byrja.“ Ívar segir að það sé ekkert mál að sofa þó svo það sé mikið stress fram undan. „Maður er orðinn svo gamall að maður vaknar hvort eð er svo snemma til þess að pissa þannig að þetta er allt í lagi,“ segir Ívar léttur. Sjá má viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Gríðarlegur munur á lokaúrslitareynslu KR og Hauka KR og Haukar mætast í kvöld í fyrsta leik sínum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn þegar lokaúrslit Domino´s deildar karla hefjast í DHL-höllinni í Frostaskjóli. 19. apríl 2016 13:30 "Safinn undir sætinu, Haukarnir á krúsinu“ Haukar mæta með kassann úti í úrslitaeinvígið í körfuboltanum gegn KR og í dag kom út nýtt stuðningsmannalag fyrir Haukana. Páll Rósinkrans er þekktur fyrir sín Haukalög en í körfuboltanum er að sjálfsögðu rappað. 19. apríl 2016 14:00 „Helgi getur étið það sem úti frýs“ Bræðurnir Helgi Már og Finnur Atli Magnússynir munu mætast í úrslitaeinvígi Domino's-deildar karla. Þeir verða sérstaklega nánir allt einvígið enda eru þeir báðir á hótel mömmu þessa dagana. 19. apríl 2016 06:00 53 stiga munur á liðunum í tveimur leikjum í vetur Haukar þurfa að gera talsvert mikið betur á móti KR í úrslitaeinvíginu en þeir gerðu í deildarkeppninni ætli Haukaliðið að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 28 ár. 19. apríl 2016 14:30 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Sjá meira
„Ég býst við mjög góðu einvígi á milli tveggja góðra liða sem eru að fara að slást,“ segir Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, en hans menn mæta KR í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í kvöld. „Bæði lið spila áþekkan körfubolta. Vilja stjórna svolítið hraðanum og spila kerfi í sókninni. Þetta er agaður körfubolti hjá báðum liðum og ég held að þetta geti orðið mjög spennandi viðureignir.“ Það er orðið ansi langt síðan Haukar spiluðu til úrslita um titilinn og því flott stemning í Hafnarfirði. „Það eru orðin 23 ár síðan og því mikil spenna. Við höfum fengið fullt af áhorfendum og eigum gott stuðningsfólk. Ég hef ekki trú á öðru en að það fólk fjölmenni á þessa leiki. Það er jákvætt vandamál í Haukum að fjögur lið eru að spila til úrslita á sama tíma í handbolta og körfubolta. Það hefur áhrif enda tveir leikir í gangi á sama tíma í kvöld,“ segir Ívar en karlalið Hauka í handbolta spilar oddaleik í kvöld á meðan Ívar og félagar verða í DHL-höllinni. „Við ætluðum okkur alltaf í úrslitin núna í ár. Við erum með ungt lið og höfum verið að byggja upp. Finnur Atli er sá eini sem er ekki alinn upp hjá Haukum. Það er stórkostlegt að þetta séu annars allt uppaldir strákar og sýnir hvað metnaðurinn hefur verið mikill. Við höfum unnið vel í okkar innviðum en þetta er rétt að byrja.“ Ívar segir að það sé ekkert mál að sofa þó svo það sé mikið stress fram undan. „Maður er orðinn svo gamall að maður vaknar hvort eð er svo snemma til þess að pissa þannig að þetta er allt í lagi,“ segir Ívar léttur. Sjá má viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Gríðarlegur munur á lokaúrslitareynslu KR og Hauka KR og Haukar mætast í kvöld í fyrsta leik sínum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn þegar lokaúrslit Domino´s deildar karla hefjast í DHL-höllinni í Frostaskjóli. 19. apríl 2016 13:30 "Safinn undir sætinu, Haukarnir á krúsinu“ Haukar mæta með kassann úti í úrslitaeinvígið í körfuboltanum gegn KR og í dag kom út nýtt stuðningsmannalag fyrir Haukana. Páll Rósinkrans er þekktur fyrir sín Haukalög en í körfuboltanum er að sjálfsögðu rappað. 19. apríl 2016 14:00 „Helgi getur étið það sem úti frýs“ Bræðurnir Helgi Már og Finnur Atli Magnússynir munu mætast í úrslitaeinvígi Domino's-deildar karla. Þeir verða sérstaklega nánir allt einvígið enda eru þeir báðir á hótel mömmu þessa dagana. 19. apríl 2016 06:00 53 stiga munur á liðunum í tveimur leikjum í vetur Haukar þurfa að gera talsvert mikið betur á móti KR í úrslitaeinvíginu en þeir gerðu í deildarkeppninni ætli Haukaliðið að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 28 ár. 19. apríl 2016 14:30 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Sjá meira
Gríðarlegur munur á lokaúrslitareynslu KR og Hauka KR og Haukar mætast í kvöld í fyrsta leik sínum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn þegar lokaúrslit Domino´s deildar karla hefjast í DHL-höllinni í Frostaskjóli. 19. apríl 2016 13:30
"Safinn undir sætinu, Haukarnir á krúsinu“ Haukar mæta með kassann úti í úrslitaeinvígið í körfuboltanum gegn KR og í dag kom út nýtt stuðningsmannalag fyrir Haukana. Páll Rósinkrans er þekktur fyrir sín Haukalög en í körfuboltanum er að sjálfsögðu rappað. 19. apríl 2016 14:00
„Helgi getur étið það sem úti frýs“ Bræðurnir Helgi Már og Finnur Atli Magnússynir munu mætast í úrslitaeinvígi Domino's-deildar karla. Þeir verða sérstaklega nánir allt einvígið enda eru þeir báðir á hótel mömmu þessa dagana. 19. apríl 2016 06:00
53 stiga munur á liðunum í tveimur leikjum í vetur Haukar þurfa að gera talsvert mikið betur á móti KR í úrslitaeinvíginu en þeir gerðu í deildarkeppninni ætli Haukaliðið að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 28 ár. 19. apríl 2016 14:30