Skora á Ólaf Ragnar að hætta við að bjóða sig fram Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. apríl 2016 12:00 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á Bessastöðum í gær. vísir/ernir 3000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem skorað er á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að hætta við að bjóða sig fram til forseta í sjötta sinn. Eins og flestum er kunnugt um tilkynnti Ólafur Ragnar að hann hyggist sækjast eftir endurkjöri í komandi forsetakosningum þann 25. júní næstkomandi en hann hafði áður lýst því yfir í ávarpi sínu á nýársdag að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram á ný. Í yfirlýsingu sem Ólafur Ragnar las upp á blaðamannafundi á Bessastöðum í gær kvaðst hann með framboði sínu nú vera að bregðast við áskorun frá breiðri fylkingu manna sem hafi skorað á hann að gefa kost á sér aftur.Skjáskot af vef undirskriftasöfnunarinnar.Þá sagði forsetinn jafnframt að öldur mótmæla undanfarið sýni að ástandi á Íslandi væri mjög viðkvæmt. Það væri í þessu umróti óvissu og mótmæla sem fjöldi fólks víða úr samfélaginu hefði skorað á hann að gefa kost á sér á ný. Hann minnti á að ákveðið hefði verið að flýta þingkosningum og að sú staða gæti komið upp að loknum kosningum að erfitt yrði að mynda ríkisstjórn. „Og þá er stjórnskipun íslenska lýðveldisins þannig að það er ekki Alþingi sem ber ábyrgð á því hvort landið verður stjórnlaust eða ekki við þær aðstæður. Það er forsetinn.“ Ljóst er að Ólafur Ragnar nýtur mikilla vinsælda og mikils trausts hjá kjósendum en það er einnig kristaltært að hann er afar umdeildur. Undirskriftasöfnunin sem sett hefur verið af stað sýnir það sem og viðbrögð fjölmargra við yfirlýsingu hans í gær á samfélagsmiðlum. Ekki eru þó allir hrifnir af því að efna til undirskriftasöfnunar á borð við þá sem sett hefur verið í gang. Þannig setti Jóhannes Haukur Jóhannesson, leikari, færslu á Facebook-síðu sína í gær þar sem hann sagði að sér þætti undirskriftasöfnunin bæði ljót og dónaleg. Meira en þúsund manns hafa líkað við statusinn og þá hefur honum verið deilt yfir hundrað sinnum. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Telur vitjunartíma sinn ekki kominn Eftir tuttugu ár í embætti segist Ólafur Ragnar Grímsson enn hafa gott samband við Íslendinga. 18. apríl 2016 20:22 Ólafur Ragnar einn þaulsætnasti þjóðarleiðtogi heimsins Hann er sá þjóðarleiðtogi vestræns ríkis sem lengst hefur setið. 18. apríl 2016 17:01 Óvíst hvort forsetinn myndi sitja í fjögur ár til viðbótar Ólafur Ragnar Grímsson segist ekki hafa hugleitt hvort hann myndi sitja i fjögur ár í embætti ef hann yrði endurkjörinn forseti. Hann minnir á mikilvægi forsetans við stjórnarmyndun. 19. apríl 2016 07:00 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
3000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem skorað er á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að hætta við að bjóða sig fram til forseta í sjötta sinn. Eins og flestum er kunnugt um tilkynnti Ólafur Ragnar að hann hyggist sækjast eftir endurkjöri í komandi forsetakosningum þann 25. júní næstkomandi en hann hafði áður lýst því yfir í ávarpi sínu á nýársdag að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram á ný. Í yfirlýsingu sem Ólafur Ragnar las upp á blaðamannafundi á Bessastöðum í gær kvaðst hann með framboði sínu nú vera að bregðast við áskorun frá breiðri fylkingu manna sem hafi skorað á hann að gefa kost á sér aftur.Skjáskot af vef undirskriftasöfnunarinnar.Þá sagði forsetinn jafnframt að öldur mótmæla undanfarið sýni að ástandi á Íslandi væri mjög viðkvæmt. Það væri í þessu umróti óvissu og mótmæla sem fjöldi fólks víða úr samfélaginu hefði skorað á hann að gefa kost á sér á ný. Hann minnti á að ákveðið hefði verið að flýta þingkosningum og að sú staða gæti komið upp að loknum kosningum að erfitt yrði að mynda ríkisstjórn. „Og þá er stjórnskipun íslenska lýðveldisins þannig að það er ekki Alþingi sem ber ábyrgð á því hvort landið verður stjórnlaust eða ekki við þær aðstæður. Það er forsetinn.“ Ljóst er að Ólafur Ragnar nýtur mikilla vinsælda og mikils trausts hjá kjósendum en það er einnig kristaltært að hann er afar umdeildur. Undirskriftasöfnunin sem sett hefur verið af stað sýnir það sem og viðbrögð fjölmargra við yfirlýsingu hans í gær á samfélagsmiðlum. Ekki eru þó allir hrifnir af því að efna til undirskriftasöfnunar á borð við þá sem sett hefur verið í gang. Þannig setti Jóhannes Haukur Jóhannesson, leikari, færslu á Facebook-síðu sína í gær þar sem hann sagði að sér þætti undirskriftasöfnunin bæði ljót og dónaleg. Meira en þúsund manns hafa líkað við statusinn og þá hefur honum verið deilt yfir hundrað sinnum.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Telur vitjunartíma sinn ekki kominn Eftir tuttugu ár í embætti segist Ólafur Ragnar Grímsson enn hafa gott samband við Íslendinga. 18. apríl 2016 20:22 Ólafur Ragnar einn þaulsætnasti þjóðarleiðtogi heimsins Hann er sá þjóðarleiðtogi vestræns ríkis sem lengst hefur setið. 18. apríl 2016 17:01 Óvíst hvort forsetinn myndi sitja í fjögur ár til viðbótar Ólafur Ragnar Grímsson segist ekki hafa hugleitt hvort hann myndi sitja i fjögur ár í embætti ef hann yrði endurkjörinn forseti. Hann minnir á mikilvægi forsetans við stjórnarmyndun. 19. apríl 2016 07:00 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Telur vitjunartíma sinn ekki kominn Eftir tuttugu ár í embætti segist Ólafur Ragnar Grímsson enn hafa gott samband við Íslendinga. 18. apríl 2016 20:22
Ólafur Ragnar einn þaulsætnasti þjóðarleiðtogi heimsins Hann er sá þjóðarleiðtogi vestræns ríkis sem lengst hefur setið. 18. apríl 2016 17:01
Óvíst hvort forsetinn myndi sitja í fjögur ár til viðbótar Ólafur Ragnar Grímsson segist ekki hafa hugleitt hvort hann myndi sitja i fjögur ár í embætti ef hann yrði endurkjörinn forseti. Hann minnir á mikilvægi forsetans við stjórnarmyndun. 19. apríl 2016 07:00