ÍSÍ, Styrmir og Samtökin '78 berjast saman gegn fordómum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. apríl 2016 12:30 Mynd/GayIceland.is Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Íþróttafélagið Styrmir og Samtökin ’78 hafa nú tekið höndum saman um að berjast á móti fordómum gagnvart samkynhneigðum í íslensku íþróttalífi. Mikil umræða hefur verið um hlut samkynhneigðra í íslenskum íþróttum eftir að GayIceland skrifaði um þetta og Kári Garðarsson, þjálfari kvennaliðs Gróttu vakti einnig athygli á þessu málefni í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Akraborginni.Sjá einnig:Kári segist hafa komið óvart út úr skápnum Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Íþróttafélagið Styrmir og Samtökin ’78 hittust á fundi fyrir helgi og þar var farið yfir stöðu mála og það sem þarf að gera til að útrýma fordómum sem þessum út úr íslensku íþróttalífi. Það er fjallað um fundinn á gayiceland.is þar sem er meðal annars talað við Jón Þór Þorleifsson, formann Íþróttafélagsins Styrmis. „Þetta var frábær fundur," sagði Jón Þór í viðtali við Ingibjörgu Rósu á gayiceland.is. „Þetta var samt bara fyrsti fundurinn okkar og þessir hlutir breytast ekki á einni nóttu. Við ætlum engu að síður að stofna til samstarfs um að útrýma fordómum gagnvart samkynhneigðum í íþróttum," sagði Jón Þór en Samtökin ’78 munu meðal annars leggja til fræðsluefnis til íslenskra íþróttafélaga. „Samtökin ’78 eiga fullt af kennsluefni sem er hægt að útfæra fyrir íþróttafélögin. Við munum líklega hittast fljótlega aftur og ákveða næstu skref," sagði Jón Þór.Sjá einnig:Fjöldi íþróttamanna í skápnum „Ég var mjög ánægður með að sjá hvað ÍSÍ hefur þegar útbúið mikið efni gegn fordómum. Þeir hafa sett á laggirnar siðareglur í hverju félagi og fleira. Þetta eru samt risasamtök með þúsundir meðlima og það getur því verið erfitt að fylgja þessu eftir. Við erum samt öll fullkomlega sammála um að það er ekki í lagi að vera með fordóma, hvort sem það er gagnvart samkynhneigðu fólki eða öðrum," sagði Jón Þór. Það er hægt að lesa allt viðtalið og umfjöllun gayiceland.is með því að smella hér. Aðrar íþróttir Íþróttir Mest lesið Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur Körfubolti Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Fótbolti Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Handbolti Tiger Woods sleit hásin Golf Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Komast Hákon og félagar í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar? Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Tiger Woods sleit hásin Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Skíðastökkvararnir segjast ekkert hafa vitað Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að Liverpool þurfi að spila besta leik tímabilsins til slá PSG út Skraddarinn segir sorrí: „Mun sjá eftir þessu ævilangt“ Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Sjá meira
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Íþróttafélagið Styrmir og Samtökin ’78 hafa nú tekið höndum saman um að berjast á móti fordómum gagnvart samkynhneigðum í íslensku íþróttalífi. Mikil umræða hefur verið um hlut samkynhneigðra í íslenskum íþróttum eftir að GayIceland skrifaði um þetta og Kári Garðarsson, þjálfari kvennaliðs Gróttu vakti einnig athygli á þessu málefni í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Akraborginni.Sjá einnig:Kári segist hafa komið óvart út úr skápnum Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Íþróttafélagið Styrmir og Samtökin ’78 hittust á fundi fyrir helgi og þar var farið yfir stöðu mála og það sem þarf að gera til að útrýma fordómum sem þessum út úr íslensku íþróttalífi. Það er fjallað um fundinn á gayiceland.is þar sem er meðal annars talað við Jón Þór Þorleifsson, formann Íþróttafélagsins Styrmis. „Þetta var frábær fundur," sagði Jón Þór í viðtali við Ingibjörgu Rósu á gayiceland.is. „Þetta var samt bara fyrsti fundurinn okkar og þessir hlutir breytast ekki á einni nóttu. Við ætlum engu að síður að stofna til samstarfs um að útrýma fordómum gagnvart samkynhneigðum í íþróttum," sagði Jón Þór en Samtökin ’78 munu meðal annars leggja til fræðsluefnis til íslenskra íþróttafélaga. „Samtökin ’78 eiga fullt af kennsluefni sem er hægt að útfæra fyrir íþróttafélögin. Við munum líklega hittast fljótlega aftur og ákveða næstu skref," sagði Jón Þór.Sjá einnig:Fjöldi íþróttamanna í skápnum „Ég var mjög ánægður með að sjá hvað ÍSÍ hefur þegar útbúið mikið efni gegn fordómum. Þeir hafa sett á laggirnar siðareglur í hverju félagi og fleira. Þetta eru samt risasamtök með þúsundir meðlima og það getur því verið erfitt að fylgja þessu eftir. Við erum samt öll fullkomlega sammála um að það er ekki í lagi að vera með fordóma, hvort sem það er gagnvart samkynhneigðu fólki eða öðrum," sagði Jón Þór. Það er hægt að lesa allt viðtalið og umfjöllun gayiceland.is með því að smella hér.
Aðrar íþróttir Íþróttir Mest lesið Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur Körfubolti Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Fótbolti Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Handbolti Tiger Woods sleit hásin Golf Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Komast Hákon og félagar í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar? Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Tiger Woods sleit hásin Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Skíðastökkvararnir segjast ekkert hafa vitað Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að Liverpool þurfi að spila besta leik tímabilsins til slá PSG út Skraddarinn segir sorrí: „Mun sjá eftir þessu ævilangt“ Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Sjá meira