Alþjóðlegu MMA-samtökin með ákall til ríkisstjórna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. apríl 2016 13:30 Joao Carvalho. mynd/facebook Alþjóðlegu MMA-samtökin, IMMAF, gáfu frá sér yfirlýsingu á dögunum í kjölfar þess að Portúgalinn Joao Carvalho lést eftir bardaga í Dublin. Í yfirlýsingunni hvetur IMMAF ríkisstjórnir um allan heim til þess að viðurkenna MMA-samtök í sínu heimalandi svo hægt sé að búa til betri umgjörð í kringum íþróttina.Sjá einnig: Haraldur: MMA-heimurinn þarf að fara i naflaskoðun „Þannig er hægt að búa til sömu öruggu umgjörðina fyrir alla. Við viljum að MMA verði lögleitt eins og í Bandaríkjunum og Svíþjóð. Aðeins þannig er hægt að sjá til þess að umgjörðin sé eins og best verður á kosið,“ segir í yfirlýsingunni. „Þegar það vantar regluverk vegna skorts á viðurkenningu íþróttarinnar þá verður þróunin ekki rétt og öryggi keppenda ekki eins og það á að vera. Það kemur líka í veg fyrir fjármögnun en með meiri fjármögnun er hægt að kaupa betri læknisþjónustu sem og hægt að fræða alla um íþróttina sem er hluti af þróun hennar.“Sjá einnig: Conor: Sorglegur tími fyrir bardagakappa Í yfirlýsingunni stendur einnig að harmleikurinn með Carvalho kalli á að gripið verði til aðgerða. „Það er engin íþrótt í heiminum að vaxa jafn hratt og MMA. Þessi íþrótt er meðal annars blanda af júdó, tækvondó, hnefaleikum, glímu og muay thai þar sem áhersla er á siðareglur, hæfni og gott líkamlegt ástand. Þeir sem koma að íþróttinni skilja að margir eru fáfróðir um íþróttina og eru með úreltar, fyrirfram gefnar hugmyndir um hana. Það ætti samt ekki að koma í veg fyrir að búið sé til betra regluverk um íþróttina.“ MMA Tengdar fréttir MMA-bardagakappi lést eftir bardaga í Dublin Portúgalinn Joao Carvalho barðist á Total Extreme bardagakvöldi í Dublin á laugardag og hlaut mikinn höfuðskaða. Þau leiddu hann að lokum til dauða. 12. apríl 2016 15:00 Íþróttamálaráðherra Íra: Ég sá þessa hættu fyrir Íþróttamálaráðherra Írlands, Michael Ring, segir að það vanti betra regluverk í kringum MMA-viðburði í landinu. 13. apríl 2016 16:00 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Sjá meira
Alþjóðlegu MMA-samtökin, IMMAF, gáfu frá sér yfirlýsingu á dögunum í kjölfar þess að Portúgalinn Joao Carvalho lést eftir bardaga í Dublin. Í yfirlýsingunni hvetur IMMAF ríkisstjórnir um allan heim til þess að viðurkenna MMA-samtök í sínu heimalandi svo hægt sé að búa til betri umgjörð í kringum íþróttina.Sjá einnig: Haraldur: MMA-heimurinn þarf að fara i naflaskoðun „Þannig er hægt að búa til sömu öruggu umgjörðina fyrir alla. Við viljum að MMA verði lögleitt eins og í Bandaríkjunum og Svíþjóð. Aðeins þannig er hægt að sjá til þess að umgjörðin sé eins og best verður á kosið,“ segir í yfirlýsingunni. „Þegar það vantar regluverk vegna skorts á viðurkenningu íþróttarinnar þá verður þróunin ekki rétt og öryggi keppenda ekki eins og það á að vera. Það kemur líka í veg fyrir fjármögnun en með meiri fjármögnun er hægt að kaupa betri læknisþjónustu sem og hægt að fræða alla um íþróttina sem er hluti af þróun hennar.“Sjá einnig: Conor: Sorglegur tími fyrir bardagakappa Í yfirlýsingunni stendur einnig að harmleikurinn með Carvalho kalli á að gripið verði til aðgerða. „Það er engin íþrótt í heiminum að vaxa jafn hratt og MMA. Þessi íþrótt er meðal annars blanda af júdó, tækvondó, hnefaleikum, glímu og muay thai þar sem áhersla er á siðareglur, hæfni og gott líkamlegt ástand. Þeir sem koma að íþróttinni skilja að margir eru fáfróðir um íþróttina og eru með úreltar, fyrirfram gefnar hugmyndir um hana. Það ætti samt ekki að koma í veg fyrir að búið sé til betra regluverk um íþróttina.“
MMA Tengdar fréttir MMA-bardagakappi lést eftir bardaga í Dublin Portúgalinn Joao Carvalho barðist á Total Extreme bardagakvöldi í Dublin á laugardag og hlaut mikinn höfuðskaða. Þau leiddu hann að lokum til dauða. 12. apríl 2016 15:00 Íþróttamálaráðherra Íra: Ég sá þessa hættu fyrir Íþróttamálaráðherra Írlands, Michael Ring, segir að það vanti betra regluverk í kringum MMA-viðburði í landinu. 13. apríl 2016 16:00 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Sjá meira
MMA-bardagakappi lést eftir bardaga í Dublin Portúgalinn Joao Carvalho barðist á Total Extreme bardagakvöldi í Dublin á laugardag og hlaut mikinn höfuðskaða. Þau leiddu hann að lokum til dauða. 12. apríl 2016 15:00
Íþróttamálaráðherra Íra: Ég sá þessa hættu fyrir Íþróttamálaráðherra Írlands, Michael Ring, segir að það vanti betra regluverk í kringum MMA-viðburði í landinu. 13. apríl 2016 16:00