Geir og Guðmundur: Verða hópferðir til Frakklands Anton Ingi Leifsson skrifar 17. apríl 2016 21:45 Geir Guðmundsson og Guðmundur Hólmar Helgason, frændurnir og bestu vinirnir í liði Vals, eru spenntir fyrir að ganga í raðir Cesson Rennes í Frakklandi eftir tímabilið. Þeir félagarnir ræddu stöðu mála við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem þeir sögðu meðal annars að þeir hafi lagt gífurlega mikla vinnu á sig. „Það var bara mjög stuttu eftir að Guðmundur samdi að viðræður hófust og það er dálítið síðan að ég skrifaði undir," sagði Geir og Guðmundur bætti við: „Þetta er bara áframhaldandi veisla. Þetta er mjög gaman og ánægjulegt að fá Geira frænda með." Þeir eru systkinabörn og hafa leikið með sömu félögunum í sjö ár; fyrst á Akureyri og nú með Val. Það verða því líklega hópferðir til Rennes á næsta leiktímabili. „Ég held að það séu allir mjög sáttir með þetta. Það verða hópferðir út, gista allir í Frakklandi. Ég held að það er enginn að kvarta yfir því." Stökkið er stórt frá Olís-deildinni yfir í næst sterkustu deild í heimi, en strákarnir eru hvergi bangnir. „Þeir eru stórir og sterkir í þessari deild og hraðinn er mikill. Það eru mjög góðir handboltamenn í þessari deild þannig þetta er toppklassi," sagði Geir. „Maður er búinn að æfa eins og vitleysingur ég veit ekki hvað lengi. Á Akureyri æfðum við mjög mikið og það má segja að þó nokkrir klukkutímar hafi farið í að komast á þennan stað." „Fyrsta árið fer bara í aðlagast nýrri deild, tungumáli, umhverfi og þess háttar. Við setum markið ekki of hátt í upphafi," sagði Gudmundur og hélt áfram. „Það er líka spurning um að fara út og njóta. Þetta er bara draumur hvers íþróttamanns að gera þetta að vinnu sinni og það er líka útgangspunkturinn að fara út og njóta." Ragnar Óskarsson, fyrrum aðstoðarþjálfari Vals, er aðstoðarþjálfari Cesson Rennes og það mun hjálpa drengjunum. „Raggi er búinn að vera duglegur að senda okkur myndbönd og maður þarf að vera duglegur að æfa og mæta í sínu besta formi," sagði Geir og Guðmundur bætti við að kynni sín af Ragnari sé góð: „Hann var með okkur aðstoðarþjálfari í eitt ár hérna og það mun koma sér mjög vel þegar við komum út. Hann þekkir okkar styrkleika og veit í hverju við þurfum að vinna til að fúnkera í þessari deild," sagði Guðmundur. Innslagið má sjá í heild sinni í sjónvarpsglugganum hér að ofan. Olís-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Sjá meira
Geir Guðmundsson og Guðmundur Hólmar Helgason, frændurnir og bestu vinirnir í liði Vals, eru spenntir fyrir að ganga í raðir Cesson Rennes í Frakklandi eftir tímabilið. Þeir félagarnir ræddu stöðu mála við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem þeir sögðu meðal annars að þeir hafi lagt gífurlega mikla vinnu á sig. „Það var bara mjög stuttu eftir að Guðmundur samdi að viðræður hófust og það er dálítið síðan að ég skrifaði undir," sagði Geir og Guðmundur bætti við: „Þetta er bara áframhaldandi veisla. Þetta er mjög gaman og ánægjulegt að fá Geira frænda með." Þeir eru systkinabörn og hafa leikið með sömu félögunum í sjö ár; fyrst á Akureyri og nú með Val. Það verða því líklega hópferðir til Rennes á næsta leiktímabili. „Ég held að það séu allir mjög sáttir með þetta. Það verða hópferðir út, gista allir í Frakklandi. Ég held að það er enginn að kvarta yfir því." Stökkið er stórt frá Olís-deildinni yfir í næst sterkustu deild í heimi, en strákarnir eru hvergi bangnir. „Þeir eru stórir og sterkir í þessari deild og hraðinn er mikill. Það eru mjög góðir handboltamenn í þessari deild þannig þetta er toppklassi," sagði Geir. „Maður er búinn að æfa eins og vitleysingur ég veit ekki hvað lengi. Á Akureyri æfðum við mjög mikið og það má segja að þó nokkrir klukkutímar hafi farið í að komast á þennan stað." „Fyrsta árið fer bara í aðlagast nýrri deild, tungumáli, umhverfi og þess háttar. Við setum markið ekki of hátt í upphafi," sagði Gudmundur og hélt áfram. „Það er líka spurning um að fara út og njóta. Þetta er bara draumur hvers íþróttamanns að gera þetta að vinnu sinni og það er líka útgangspunkturinn að fara út og njóta." Ragnar Óskarsson, fyrrum aðstoðarþjálfari Vals, er aðstoðarþjálfari Cesson Rennes og það mun hjálpa drengjunum. „Raggi er búinn að vera duglegur að senda okkur myndbönd og maður þarf að vera duglegur að æfa og mæta í sínu besta formi," sagði Geir og Guðmundur bætti við að kynni sín af Ragnari sé góð: „Hann var með okkur aðstoðarþjálfari í eitt ár hérna og það mun koma sér mjög vel þegar við komum út. Hann þekkir okkar styrkleika og veit í hverju við þurfum að vinna til að fúnkera í þessari deild," sagði Guðmundur. Innslagið má sjá í heild sinni í sjónvarpsglugganum hér að ofan.
Olís-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Sjá meira