Fótbolti

Matthías kom Rosenborg á bragðið í sigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Matthías undrandi á svipinn í leik með Rosenborg.
Matthías undrandi á svipinn í leik með Rosenborg. vísir/afp
Matthías Vilhjálmsson var á skotskónum þegar Rosenborg vann 3-0 sigur á Brann í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Matthías kom Rosenborg á bragðið á 36. mínútu þegar hann skoraði með skalla eftir fyrirgjöf, en staðan var 1-0 í hálfleik.

Þeir Yann-Erik de Lanlay og Mike Jensen bættu við mörkum í síðari hálfleik, en Mike skoraði af vítapunktinum í uppbótartíma.

Hólmar Örn Eyjólfsson og Matthías Vilhjálmsson spiluðu báðir allan leikinn, en Guðmundur Þórarinsson var ekki í leikmannahópnum vegna meiðsla.

Rosenborg er á toppi úrvalsdeildarinnar með tólf stig eftir fyrstu fimm leikina, en eftir tap í fyrsta leik deildarinnar hafa þeir svo unnið fjóra í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×