Einar K. hættir í haust 16. apríl 2016 15:24 Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingi og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að leita ekki endurkjörs í næstu alþingiskosningum. 25 ár eru liðin frá því að hann tók fyrst sæti á þingi. Þetta tilkynnti hann á Facebook nú fyrir skömmu. Þar segir hann að ákvörðunina hafi hann tekið með fjölskyldu sinni eftir vandlega íhugun. „Ég var fyrst kjörinn á þing í alþingiskosningunum sem fram fóru 20 apríl árið 1991 og um þessar mundir eru því liðin 25 ár frá því ég fyrst tók sæti sem aðalmaður á Alþingi. 25 ár eru drjúgur tími í starfsævi hvers manns. Tíu sinnum hef ég tekið átt í kosningabaráttu í sæti þingmanns eða varaþingmanns. Því tel ég tímabært að láta nótt sem nemur og gefa ekki kost á mér til endurkjörs,“ segir Einar sem leiddi lista Sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi í þingkosningunum 2013. Í færslu sinni segir Einar að hann hafi fengið mikla hvatningu umað gefa kost á sér til endurkjörs. Það hafi þó ekki breytt niðurstöðu hans. Hann segist þó þakklátur fyrir þann hlýhug og það traust sem hefur búið að baki slíkum óskum.Segir stöðu Sjálfstæðisflokksins sterkaEinar segir í færslu sinni ánægjulegt að finna að flokkur hans sé „enn á ný í sókn, þó sannarlega hafi gefið á bátinn upp á síðkastið,“ eins og hann orðar það. „Sjálfstæðisflokkurinn er undir forystu góðs, trausts og öflugs fólks. Miklu hefur verið komið í verk á síðustu árum og grundvöllur lagður að góðri framtíð á Íslandi. Forsendur Sjálfstæðisflokksins til góðs árangurs á komandi mánuðum eru því sannarlega fyrir hendi,“ segir Einar. „Nú er komið að tímamótum í lífi mínu. Beinni þátttöku minni í stjórnmálum lýkur senn. Við tekur nýtt tímabil sem ég veit ekki hvað muni bera í skauti sínu. Það leiðir tíminn einn ljós.“ Færslu Einars má sjá hér að neðan. Kosningar 2016 X16 Norðvestur Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingi og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að leita ekki endurkjörs í næstu alþingiskosningum. 25 ár eru liðin frá því að hann tók fyrst sæti á þingi. Þetta tilkynnti hann á Facebook nú fyrir skömmu. Þar segir hann að ákvörðunina hafi hann tekið með fjölskyldu sinni eftir vandlega íhugun. „Ég var fyrst kjörinn á þing í alþingiskosningunum sem fram fóru 20 apríl árið 1991 og um þessar mundir eru því liðin 25 ár frá því ég fyrst tók sæti sem aðalmaður á Alþingi. 25 ár eru drjúgur tími í starfsævi hvers manns. Tíu sinnum hef ég tekið átt í kosningabaráttu í sæti þingmanns eða varaþingmanns. Því tel ég tímabært að láta nótt sem nemur og gefa ekki kost á mér til endurkjörs,“ segir Einar sem leiddi lista Sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi í þingkosningunum 2013. Í færslu sinni segir Einar að hann hafi fengið mikla hvatningu umað gefa kost á sér til endurkjörs. Það hafi þó ekki breytt niðurstöðu hans. Hann segist þó þakklátur fyrir þann hlýhug og það traust sem hefur búið að baki slíkum óskum.Segir stöðu Sjálfstæðisflokksins sterkaEinar segir í færslu sinni ánægjulegt að finna að flokkur hans sé „enn á ný í sókn, þó sannarlega hafi gefið á bátinn upp á síðkastið,“ eins og hann orðar það. „Sjálfstæðisflokkurinn er undir forystu góðs, trausts og öflugs fólks. Miklu hefur verið komið í verk á síðustu árum og grundvöllur lagður að góðri framtíð á Íslandi. Forsendur Sjálfstæðisflokksins til góðs árangurs á komandi mánuðum eru því sannarlega fyrir hendi,“ segir Einar. „Nú er komið að tímamótum í lífi mínu. Beinni þátttöku minni í stjórnmálum lýkur senn. Við tekur nýtt tímabil sem ég veit ekki hvað muni bera í skauti sínu. Það leiðir tíminn einn ljós.“ Færslu Einars má sjá hér að neðan.
Kosningar 2016 X16 Norðvestur Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira