Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Fram 30-28 | Tvíframlengt á Hlíðarenda Smári Jökull Jónsson í Valshöllinni skrifar 14. apríl 2016 22:45 Ómar Ingi Magnússon var markahæstur í liði Vals með átta mörk. vísir/pjetur Valsmenn eru komnir 1-0 yfir í einvíginu gegn Fram í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla. Þeir unnu 30-28 sigur eftir tvíframlengdan æsispennandi leik í Valshöllinni.Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Valshöllinni og tók meðfylgjandi myndir. Framarar geta svo sannarlega nagað sig í handarbökin því Valsmenn jöfnuðu úr vítakasti á lokasekúndu venjulegs leiktíma eftir að Fram hafði verið með boltann í sókn nokkrum sekúndum áður. Valsarar byrjuðu leikinn mikið betur en Framarar. Gestirnir voru í vandræðum í sóknarleiknum og Valsmenn gengu á lagið og náðu mest fimm marka forystu. Fram náði hins vegar að vinna sig smátt og smátt inn í leikinn og í hálfleik munaði tveimur mörkum. Leikmenn Fram mættu svo gríðarlega vel stemmdir til leiks í síðari hálfleik. Þeir spiluðu framliggjandi vörn sem sóknarmenn Vals áttu í vandræðum með. Kristófer Fannar í marki Fram varði vel sömuleiðis og Fram tók yfirhöndina í leiknum. Þeir héldu forystunni og þegar 30 sekúndur voru eftir af leiknum tóku þeir leikhlé í stöðunni 20-19. Sókn þeirra fór forgörðum og Elías Bóasson tók hálfgert neyðarskot þegar sjö sekúndur voru eftir, Valsmenn geystust upp völlinn og sekúndubrotum áður en flautan gall náði Ýmir Örn Gíslason að fiska vítakast fyrir Valsmenn. Á punktinn steig Ómar Ingi Magnússon, skoraði af öryggi og tryggði Val framlengingu. Fyrri framlengingin var jöfn en Valsmenn komust í 24-22 í seinni hluta hennar og virtust vera að tryggja sér sigur. Arnar Freyr Ársælsson skoraði hins vegar í tvígang fyrir Fram og knúði fram aðra framlengingu. Þá var bensín Framara á þrotum. Valsmenn voru sterkari og sókn Fram gekk illa. Fór svo að lokum að heimamenn unnu tveggja marka sigur, 30-28, og eru því komnir í 1-0 í einvíginu en tvo leiki þarf til að komast áfram í undanúrslit.vísir/pjeturÓskar Bjarni: Ekkert samræmi í vítadómum Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Valsmanna var mjög ánægður með sigurinn þegar Vísir náði tali af honum í lok leiks. Hann var þó hvorki ánægður með leik sinna manna né dómara leiksins. „Þeir voru komnir með níu putta á sigurinn og við erum mjög ánægðir með að hafa náð að sigra. Tvíframlengdur leikur, svakaleg spenna og frábær leikur fyrir handboltann. Mér fannst við miklu betri í fyrri hálfleik og vorum klaufar að vera ekki meira en tveimur mörkum yfir. „Svo í seinni hálfleik eru þeir bara flottir, Kristófer fer að verja og við náum ekki að leysa þeirra vörn. Mér finnst við þurfa að undirbúa okkur meira fyrir næsta leik heldur en þeir,“ sagði Óskar Bjarni við blaðamann Vísis. Aðspurður um vítið sem Valsmenn fengu í lok venjulegs leiktíma sagði Óskar Bjarni: „Það er ekki hægt að spyrja Valsmann að þessu. Framarar segja allir að þetta hafi ekki verið víti en mér fannst þetta vera víti. Ef þú ætlar að spyrja hvort þetta sé víti þá getur þú spurt um 4-5 víti sem Framarar fá í leiknum þar sem varnarmaðurinn er töluvert fyrir utan teig. „Eru komnar nýjar reglur? Ef þú ert inni í teig þá skil ég það en þetta voru held ég 4-5 skipti þar sem þeir fá svona víti. Framarar geta verið svekktir út af vítinu í lokin en það er ekkert samræmi í vítadómum eða þegar dómarar setja höndina upp. Ég segi 60/40 dómgæsla gegn okkur,“ sagði Óskar Bjarni. Guðmundur Hólmar Helgason fór meiddur útaf í framlengingunni en Óskar Bjarni sagði lítið vitað um það að svo stöddu. „Við þorðum ekki að taka neina sénsa, hann var farinn að liggja töluvert mikið í gólfinu. En nú förum við að undirbúa okkur og við þurfum að gera það betur en þeir. Úrslitakeppnin og bikarhelgin eru skemmtilegustu tímarnir fyrir þjálfara og það er bara vinna framundan. Við þurfum að skerpa okkur á öllum sviðum,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, að lokum.Óðinn Þór skoraði fimm mörk í kvöld.vísir/antonÓðinn Þór: Ógeðslega súrt Óðinn Þór Ríkharðsson hornamaður Framara var svekktur í lok leiks enda gestirnir gríðarlega nálægt því að fara með sigur heim í Safamýrina. „Við vorum óheppnir að taka þetta ekki í venjulegum leiktíma. Við vorum að spila vel en svo fór þetta bara eins og þetta fór í framlengingunni. Mér fannst tíminn vera búinn þegar Ýmir greip hann í lokin og þeir fengu vítið. „Mér fannst þetta ekki víti og þetta var ógeðslega súrt,“ sagði Óðinn sem skoraði 5 mörk fyrir Framara í kvöld. Framarar enduðu í 7.sæti deildarinnar en Valsmenn í 2.sæti. Óðinn sagði það engu máli skipta. „Við mætum auðvitað sem „underdogs“ í þennan leik en okkur finnst við ekki vera það þó flestir skrifi og tali þannig. Leikirnir í vetur hafa verið jafnir og við höfum verið yfir í þeim öllum. „Þrír af fjórum hafa svo fallið með þeim og það þurfum við einfaldlega að laga,“ sagði Óðinn að lokum.Ómar Ingi: Eigum fullt inni Ómar Ingi Magnússon var svo sannarlega í eldlínunni í kvöld en hann tryggði Valsmönnum framlengingu með marki úr vítakasti þegar venjulegur leiktími var liðinn. „Það er gaman að vinna en við vorum í raun ekki góðir. Við eigum fullt inni sóknarlega og sérstaklega ég. Ég var klár í að klúðra þessu víti líka. Ég tók það bara, horfði á markmanninn og setti boltann í markið,“ sagði Ómar í samtali við Vísi eftir leik. Ómar sagði engu máli skipta þó svo að töluverðu hafi munað á liðinum þegar lokastaðan í deildinni væri skoðuð. „Leikirnir í deildinni voru jafnir og við spiluðum við þá fyrir stuttu síðan í leik sem var mjög jafn. Nú er komin úrslitakeppnin og þar eru allir leikir jafnir. Við eigum bara að vera klárir og gera betur finnst mér. „Við vorum ekki mættir í dag en sýndum góðan karakter, vorum klókir og kláruðum þetta. Það er auðvitað jákvætt,“ bætti Ómar Ingi við.Ómar reynir markskot.vísir/pjeturvísir/pjeturvísir/pjeturÓskar Bjarni var líflegur á hliðarlínunni að vanda.vísir/pjetur Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sport Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Fleiri fréttir Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Sjá meira
Valsmenn eru komnir 1-0 yfir í einvíginu gegn Fram í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla. Þeir unnu 30-28 sigur eftir tvíframlengdan æsispennandi leik í Valshöllinni.Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Valshöllinni og tók meðfylgjandi myndir. Framarar geta svo sannarlega nagað sig í handarbökin því Valsmenn jöfnuðu úr vítakasti á lokasekúndu venjulegs leiktíma eftir að Fram hafði verið með boltann í sókn nokkrum sekúndum áður. Valsarar byrjuðu leikinn mikið betur en Framarar. Gestirnir voru í vandræðum í sóknarleiknum og Valsmenn gengu á lagið og náðu mest fimm marka forystu. Fram náði hins vegar að vinna sig smátt og smátt inn í leikinn og í hálfleik munaði tveimur mörkum. Leikmenn Fram mættu svo gríðarlega vel stemmdir til leiks í síðari hálfleik. Þeir spiluðu framliggjandi vörn sem sóknarmenn Vals áttu í vandræðum með. Kristófer Fannar í marki Fram varði vel sömuleiðis og Fram tók yfirhöndina í leiknum. Þeir héldu forystunni og þegar 30 sekúndur voru eftir af leiknum tóku þeir leikhlé í stöðunni 20-19. Sókn þeirra fór forgörðum og Elías Bóasson tók hálfgert neyðarskot þegar sjö sekúndur voru eftir, Valsmenn geystust upp völlinn og sekúndubrotum áður en flautan gall náði Ýmir Örn Gíslason að fiska vítakast fyrir Valsmenn. Á punktinn steig Ómar Ingi Magnússon, skoraði af öryggi og tryggði Val framlengingu. Fyrri framlengingin var jöfn en Valsmenn komust í 24-22 í seinni hluta hennar og virtust vera að tryggja sér sigur. Arnar Freyr Ársælsson skoraði hins vegar í tvígang fyrir Fram og knúði fram aðra framlengingu. Þá var bensín Framara á þrotum. Valsmenn voru sterkari og sókn Fram gekk illa. Fór svo að lokum að heimamenn unnu tveggja marka sigur, 30-28, og eru því komnir í 1-0 í einvíginu en tvo leiki þarf til að komast áfram í undanúrslit.vísir/pjeturÓskar Bjarni: Ekkert samræmi í vítadómum Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Valsmanna var mjög ánægður með sigurinn þegar Vísir náði tali af honum í lok leiks. Hann var þó hvorki ánægður með leik sinna manna né dómara leiksins. „Þeir voru komnir með níu putta á sigurinn og við erum mjög ánægðir með að hafa náð að sigra. Tvíframlengdur leikur, svakaleg spenna og frábær leikur fyrir handboltann. Mér fannst við miklu betri í fyrri hálfleik og vorum klaufar að vera ekki meira en tveimur mörkum yfir. „Svo í seinni hálfleik eru þeir bara flottir, Kristófer fer að verja og við náum ekki að leysa þeirra vörn. Mér finnst við þurfa að undirbúa okkur meira fyrir næsta leik heldur en þeir,“ sagði Óskar Bjarni við blaðamann Vísis. Aðspurður um vítið sem Valsmenn fengu í lok venjulegs leiktíma sagði Óskar Bjarni: „Það er ekki hægt að spyrja Valsmann að þessu. Framarar segja allir að þetta hafi ekki verið víti en mér fannst þetta vera víti. Ef þú ætlar að spyrja hvort þetta sé víti þá getur þú spurt um 4-5 víti sem Framarar fá í leiknum þar sem varnarmaðurinn er töluvert fyrir utan teig. „Eru komnar nýjar reglur? Ef þú ert inni í teig þá skil ég það en þetta voru held ég 4-5 skipti þar sem þeir fá svona víti. Framarar geta verið svekktir út af vítinu í lokin en það er ekkert samræmi í vítadómum eða þegar dómarar setja höndina upp. Ég segi 60/40 dómgæsla gegn okkur,“ sagði Óskar Bjarni. Guðmundur Hólmar Helgason fór meiddur útaf í framlengingunni en Óskar Bjarni sagði lítið vitað um það að svo stöddu. „Við þorðum ekki að taka neina sénsa, hann var farinn að liggja töluvert mikið í gólfinu. En nú förum við að undirbúa okkur og við þurfum að gera það betur en þeir. Úrslitakeppnin og bikarhelgin eru skemmtilegustu tímarnir fyrir þjálfara og það er bara vinna framundan. Við þurfum að skerpa okkur á öllum sviðum,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, að lokum.Óðinn Þór skoraði fimm mörk í kvöld.vísir/antonÓðinn Þór: Ógeðslega súrt Óðinn Þór Ríkharðsson hornamaður Framara var svekktur í lok leiks enda gestirnir gríðarlega nálægt því að fara með sigur heim í Safamýrina. „Við vorum óheppnir að taka þetta ekki í venjulegum leiktíma. Við vorum að spila vel en svo fór þetta bara eins og þetta fór í framlengingunni. Mér fannst tíminn vera búinn þegar Ýmir greip hann í lokin og þeir fengu vítið. „Mér fannst þetta ekki víti og þetta var ógeðslega súrt,“ sagði Óðinn sem skoraði 5 mörk fyrir Framara í kvöld. Framarar enduðu í 7.sæti deildarinnar en Valsmenn í 2.sæti. Óðinn sagði það engu máli skipta. „Við mætum auðvitað sem „underdogs“ í þennan leik en okkur finnst við ekki vera það þó flestir skrifi og tali þannig. Leikirnir í vetur hafa verið jafnir og við höfum verið yfir í þeim öllum. „Þrír af fjórum hafa svo fallið með þeim og það þurfum við einfaldlega að laga,“ sagði Óðinn að lokum.Ómar Ingi: Eigum fullt inni Ómar Ingi Magnússon var svo sannarlega í eldlínunni í kvöld en hann tryggði Valsmönnum framlengingu með marki úr vítakasti þegar venjulegur leiktími var liðinn. „Það er gaman að vinna en við vorum í raun ekki góðir. Við eigum fullt inni sóknarlega og sérstaklega ég. Ég var klár í að klúðra þessu víti líka. Ég tók það bara, horfði á markmanninn og setti boltann í markið,“ sagði Ómar í samtali við Vísi eftir leik. Ómar sagði engu máli skipta þó svo að töluverðu hafi munað á liðinum þegar lokastaðan í deildinni væri skoðuð. „Leikirnir í deildinni voru jafnir og við spiluðum við þá fyrir stuttu síðan í leik sem var mjög jafn. Nú er komin úrslitakeppnin og þar eru allir leikir jafnir. Við eigum bara að vera klárir og gera betur finnst mér. „Við vorum ekki mættir í dag en sýndum góðan karakter, vorum klókir og kláruðum þetta. Það er auðvitað jákvætt,“ bætti Ómar Ingi við.Ómar reynir markskot.vísir/pjeturvísir/pjeturvísir/pjeturÓskar Bjarni var líflegur á hliðarlínunni að vanda.vísir/pjetur
Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sport Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Fleiri fréttir Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Sjá meira