Andri Snær hefur afsalað sér listamannalaunum Jakob Bjarnar skrifar 14. apríl 2016 12:57 Andri Snær segir sér lagið að bræða saman ólíkar hugmyndir, ólíka heima, ferill hans hefur verið markaður slíku. visir/valli Andri Snær Magnason rithöfundur er í hópi þeirra sem boðið hafa sig fram til embættis Forseta Íslands. Andri Snær á sæti í stjórn Rithöfundasambands Íslands og fram hefur komið að hann nýtur fullra listamannalauna. Vísir spurði Andra Snæ, hvort það væri ekki sérkennilegt, og hreinlega ósanngjarnt gagnvart öðrum frambjóðendum, að hann væri á listamannalaunum meðan hann væri í framboði?Er það ekki fullt starf að vera í framboði. Þú skrifar varla mikið á meðan? „Mitt fyrsta verk í lok mars þegar ég var búinn með nýja smásagnasafnið mitt var að segja mig frá listamannalaunum.“Ha? „Forsetaframboðið er 200 prósent vinna þannig að ekki er rými fyrir skrif næstu tvo mánuði. Nema því sem tengjast því máli.“ Nú? Jæja. Ehhh ... Þá hefur Andri jafnframt sagt sig úr stjórn Rithöfundasambandsins. Þegar Vísir náði tali af Andra Snæ var hann á leið vestur á Ísafjörð, með föruneyti sínu sem taldi fimm manns. Þeirra á meðal var Katrín Rut Bessadóttir sem hefur tekið að sér hlutverk fjölmiðlafulltrúa. Hún segir að fjölmargir hafi gefið sig fram sem vilji leggja framboðinu lið og nú sé verið að skipa í sveit.Vill ekki standa lengur á hliðarlínunni Línur eru nú óðum að skýrast með það hverjir verða í framboði en eins og flestum er kunnugt verður nýr forseti lýðveldisins kosinn í sumar. Margir kallaðir en fáir útvaldir. Andri Snær hlýtur að teljast meðal öflugustu frambjóðenda, hann hélt nýverið fund í Þjóðleikhúsinu þar sem hann lýsti yfir framboði fyrir troðfullu húsi, við mikla stemmningu. Vísir sætti færis, fyrst Andri Snær var á línunni og spurði hann út nokkurra spurninga.Hvenær var það sem þér datt fyrst í hug að þú gætir og vildir verða forseti Íslands? „Ég fór að hugsa um þetta alvarlega í haust.“Hvað varð til þess? „Þetta var í rauninni spurning um að einhvern tíma verður einhver að taka skrefið. Og það eru ákveðnir hlutir sem ég hef mikinn áhuga á, atriði sem brenna á manni. Og það var eiginlega bara spurning um það hvort ég ætti alltaf að vera á hliðarlínunni og pota í samfélagið með priki eða taka bara skrefið og leggja fram heildstæða sýn og fylgja henni eftir. Ég á nokkrar svona stundir í lífinu; að gefa út bók í fyrsta skipti, þegar Draumalandið kom út þá að bjóða þjóðinni til fundar í Borgarleikhúsinu ... þetta er svipað. Að stíga út fyrir sinn ramma og láta reyna á sig. Stíga út í óvissuna.“Andri Snær segir það 200 prósent vinnu að vera í framboði. Og hann er nú á leið á Ísafjörð, það vefst ekki fyrir honum að mæta landsbyggðafólki þrátt fyrir andstöðu sína við stóriðjuframkvæmdir.visir/valliTelur sig ágætan í að bræða saman ólík sjónarmiðHeldur þú að umrót undanfarinna daga, sem tengist því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þá forsætisráðherra, hrökklaðist frá völdum, muni styrkja framboð þitt? „Ég er ekki að leggja í þetta út frá einhverjum skammtíma sjónarmiðum. Ég treysti mér í þetta hvort sem það er á umrótatímum eða rólegri tímum. Auðvitað vonast maður til þess að við náum einhvers konar lendingu – hvernig við viljum haga okkar málum. Margir þekkja mig af því að stíga inn í öfgafullar aðstæður sem voru uppi í hálendismálunum. Og margir telja því að ég sé reiður og deilugjarn, en í raun hef ég alltaf átt jákvæð samskipti við fólk sem er hinum megin línunnar. Sem er á hinum pólnum. Í rauninni hefur allur minn ferill snúist um að blanda saman andstæðum heimum. Ég fékk Jóhannes í Bónus til að gefa út ljóðabók, ég fékk Árnastofnun til að vinna með Smekkleysu og svo hef ég unnið mikið með arkitektum og þar bræddum við saman leikskólastigið og grunnskólastigið í Krikaskóla,“ segir Andri Snær og nefnir dæmi um þetta. „Ég sé mjög oft fram úr því. Síðan fékk ég fullorðinsbókaverðlaun fyrir barnabók. Ég er ekkert hræddur við pólitíkina, ég er fulllæs á hana. Þegar ég sökkti mér ofan í öll þau mál í Draumalandinu fékk ég mjög góða innsýn í stjórnkerfið, hvernig gamlar hugmyndir geta legið inní í stjórnkerfinu um áratugaskeið. Og síðan fékk ég mikla innsýn í efnahagsmál og nýsköpunarmál og í kjölfarið hélt ég hundrað fyrirlestra um allt land, og sé þetta sem nánast rökrétt framhald af því.“Segir úrlausnarefni forseta ekki flókinÍ tengslum við pólitískt umrót, og þar var forsetinn kominn í lykilstöðu, þá til að mæta hugsanlegri stjórnarkreppu hafa margir orðið til að vekja á því athygli að það sé ekki fyrir neinn meðaljón að standa frammi fyrir slíkum vanda. Er þetta ekkert sem stendur í þér? „Ég sé ekkert í atburðum þriðjudagsins sem flókna eða óyfirstíganlega. Þetta var vissulega hádramatískt en ef maður horfir á þetta alveg kalt þá var atburðarásin í raun frekar einföld. Það eru skýrar reglur um hvernig beri að haga sér í slíkum aðstæðum.“Andri Snær þekkir sig ágætlega á Bessastöðum og hér er hann að taka við Íslensku bókmenntaverðlaununum, í janúar 2014.visir/valliNú er eitt meginhlutverk forseta Íslands að vera einskonar sameiningartákn, og efast um að þú mótmælir því. Fer þá vel á því að setja hálendismál á oddinn, mál sem eru vægast sagt umdeild? Þegar Vigdís Finnbogadóttir fór fram var hún hápólitísk. Bak við hennar framboð voru óalandi og óferjandi konur sem stöðvuðu atvinnulífið og voru með allskonar læti. Í dag þykir allt sem þá var sagt vera ópólitískt. En í rauninni var þetta stærsta pólitíska mál tuttugustu aldar sem er jafnrétti kynjanna. Veraldarpólitískt. Í dag myndi skoðanakönnun sýna að 80 prósent hefðu kosið Vigdísi, rétt eins og það voru 18 milljónir á Woodstock. Ég hef þá djúpu sannfæringu að þessi sýn á hálendið verði viðtekin eftir tíu ár. Og ópólitísk. Jafn ópólitísk og hugmyndin um Þingvelli.“Umræðan um listamannalaun reyndist erfiðEn, ef við snúum okkur aðeins að máli sem varð ofarlega á baugi fyrir nokkru, umfjöllun um listamannalaun. Meðal annars kom fram að þú hafir notið listamannalauna undanfarinn áratug en hafir ekki gefið út nema eina bók á því tímabili. Sú umræða, reyndist hún þér erfið persónulega? „Já, ég verð að viðurkenna það. Hún varð líka jákvæð að því leyti að ég les fréttir og bregst við öðru vísi en ég hefði gert áður.“En, heldurðu að sú umræða og þær fréttir muni reynast skaðlegar framboði þínu? „Það fer eftir ýmsu. Eins og þjóðsagan varð þá átti ég að hafa skrifað eina bók í tíu ár og fengið 50 milljónir fyrir. Í athugasemdakerfum. Sjálfsagt að gagnrýna og skoða öll kerfi. Staðreyndin er sú að það tók mig þrjú ár að skrifa Tímakistuna. Sá sem ætlar að skrifa barnabók á íslensku getur í mesta lagi selt fimm þúsund eintök. Hann mun aldrei fá árslaun fyrir það. Hvað þá tveggja eða þriggja ára laun. Ég tel að vera barnabækur hluti af innviðum íslensks samfélags líkt og vegakerfi, menntakerfi og heilbrigðiskerfi. Hversu margir íslendingar fengu tækifæri til að helga sig barnabókaskrifum 2012? Það var bara einn barnabókahöfundur og það var ég. Það er mitt áhyggjuefni. Við verðum að hafa að minnsta kosti 10 rithöfunda á launum við að skrifa barnabækur.“Aukinn áhugi á bókum Andra Snæs Forlagið, útgefandi Andra Snæs, vakti athygli á því í gær að eftir að framboð hans spurðist hafi sýnt sig aukinn og mikill áhugi á bókum þínum?Andra Snæ dreymdi Davíð Oddssson, að hann væri að mæta honum með blátt geislasverð og þá sagði Davíð: I am your father.visir/stefán„Já, ég var að selja Tímakistuna til Japans, Kína, Ungverjalands, Danmerkur og Tævan. Já, og Tyrklands. Og í gær bættist við Ítalía. Þetta er auðvitað mjög gleðilegt og ég þakka fyrir þann stuðning sem ég fékk til að geta vandað mig við þá bók.“ Nú liggur fyrir að þú ferð í framboð á þínum forsendum. En, óhjákvæmilega er leikjafræði innbyggð í kosningabaráttu. Þú hlýtur að líta til annarra frambjóðenda og þeirra sem gert hafa sig líklega. Hvernig lýst þér til dæmis á það að mæta Davíð Oddssyni, ef hann reimar á sig kosningaskóna? „Mig dreymdi þetta einmitt um daginn. Þar sem ég var með bláa geislasverðið mitt og Davíð Oddsson sagði: I am your father.“Óttast ekki landsbyggðina Já! Andri Snær er nú á leið út á land. Ýmislegt bendir til þess að Andri Snær sé betur þokkaður meðal þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu en landsbyggðinni, þar sem merkjanlegur er mikill stuðningur við stóriðjuframkvæmdir. Nokkuð sem Andri Snær hefur barist mjög gegn. Hvernig leggst það í hann að mæta landsbyggðarfólki?„Þegar ég vildi verða rithöfundur var ég skíthræddur við listamannamafíuna, hélt að þetta væri mjög vont fólk. Fjarlægt og snobbað,“ segir Andri Snær og bendir á að sú hafi ekki reynst raunin. „Af öllum mínum vinum og vinnufélögum er ég sá sem ferðast mest út á land. Hef lesið upp fyrir annað hvort barn á landinu, sögur og ljóð þannig að ég þekki landsbyggðina mjög vel. Ég er með mjög sterkar rætur um allt land en það eru margir sem keyra upp einhvers konar klofning milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar og ég held að það sé vert að rugla í þeim skilum, hrista upp í því; stöðluð hugsun sem verður til í slíku andrúmi.“Já, nú er eins og margir vilji hreinlega viðhalda og gera út á þann ríg? „Alltof margir sem telja sig mega tala fyrir hönd landsbyggðarinnar sem eru í raun ekki talsmenn. Svo finnst mér ekkert leiðinlegt að hitta fólk sem er andstæðrar skoðunar. Mér finnst gaman af hressilegum skoðanaskiptum. Óttast ekkert í þeim efnum.“ Forsetakosningar 2016 Listamannalaun Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Andri Snær Magnason rithöfundur er í hópi þeirra sem boðið hafa sig fram til embættis Forseta Íslands. Andri Snær á sæti í stjórn Rithöfundasambands Íslands og fram hefur komið að hann nýtur fullra listamannalauna. Vísir spurði Andra Snæ, hvort það væri ekki sérkennilegt, og hreinlega ósanngjarnt gagnvart öðrum frambjóðendum, að hann væri á listamannalaunum meðan hann væri í framboði?Er það ekki fullt starf að vera í framboði. Þú skrifar varla mikið á meðan? „Mitt fyrsta verk í lok mars þegar ég var búinn með nýja smásagnasafnið mitt var að segja mig frá listamannalaunum.“Ha? „Forsetaframboðið er 200 prósent vinna þannig að ekki er rými fyrir skrif næstu tvo mánuði. Nema því sem tengjast því máli.“ Nú? Jæja. Ehhh ... Þá hefur Andri jafnframt sagt sig úr stjórn Rithöfundasambandsins. Þegar Vísir náði tali af Andra Snæ var hann á leið vestur á Ísafjörð, með föruneyti sínu sem taldi fimm manns. Þeirra á meðal var Katrín Rut Bessadóttir sem hefur tekið að sér hlutverk fjölmiðlafulltrúa. Hún segir að fjölmargir hafi gefið sig fram sem vilji leggja framboðinu lið og nú sé verið að skipa í sveit.Vill ekki standa lengur á hliðarlínunni Línur eru nú óðum að skýrast með það hverjir verða í framboði en eins og flestum er kunnugt verður nýr forseti lýðveldisins kosinn í sumar. Margir kallaðir en fáir útvaldir. Andri Snær hlýtur að teljast meðal öflugustu frambjóðenda, hann hélt nýverið fund í Þjóðleikhúsinu þar sem hann lýsti yfir framboði fyrir troðfullu húsi, við mikla stemmningu. Vísir sætti færis, fyrst Andri Snær var á línunni og spurði hann út nokkurra spurninga.Hvenær var það sem þér datt fyrst í hug að þú gætir og vildir verða forseti Íslands? „Ég fór að hugsa um þetta alvarlega í haust.“Hvað varð til þess? „Þetta var í rauninni spurning um að einhvern tíma verður einhver að taka skrefið. Og það eru ákveðnir hlutir sem ég hef mikinn áhuga á, atriði sem brenna á manni. Og það var eiginlega bara spurning um það hvort ég ætti alltaf að vera á hliðarlínunni og pota í samfélagið með priki eða taka bara skrefið og leggja fram heildstæða sýn og fylgja henni eftir. Ég á nokkrar svona stundir í lífinu; að gefa út bók í fyrsta skipti, þegar Draumalandið kom út þá að bjóða þjóðinni til fundar í Borgarleikhúsinu ... þetta er svipað. Að stíga út fyrir sinn ramma og láta reyna á sig. Stíga út í óvissuna.“Andri Snær segir það 200 prósent vinnu að vera í framboði. Og hann er nú á leið á Ísafjörð, það vefst ekki fyrir honum að mæta landsbyggðafólki þrátt fyrir andstöðu sína við stóriðjuframkvæmdir.visir/valliTelur sig ágætan í að bræða saman ólík sjónarmiðHeldur þú að umrót undanfarinna daga, sem tengist því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þá forsætisráðherra, hrökklaðist frá völdum, muni styrkja framboð þitt? „Ég er ekki að leggja í þetta út frá einhverjum skammtíma sjónarmiðum. Ég treysti mér í þetta hvort sem það er á umrótatímum eða rólegri tímum. Auðvitað vonast maður til þess að við náum einhvers konar lendingu – hvernig við viljum haga okkar málum. Margir þekkja mig af því að stíga inn í öfgafullar aðstæður sem voru uppi í hálendismálunum. Og margir telja því að ég sé reiður og deilugjarn, en í raun hef ég alltaf átt jákvæð samskipti við fólk sem er hinum megin línunnar. Sem er á hinum pólnum. Í rauninni hefur allur minn ferill snúist um að blanda saman andstæðum heimum. Ég fékk Jóhannes í Bónus til að gefa út ljóðabók, ég fékk Árnastofnun til að vinna með Smekkleysu og svo hef ég unnið mikið með arkitektum og þar bræddum við saman leikskólastigið og grunnskólastigið í Krikaskóla,“ segir Andri Snær og nefnir dæmi um þetta. „Ég sé mjög oft fram úr því. Síðan fékk ég fullorðinsbókaverðlaun fyrir barnabók. Ég er ekkert hræddur við pólitíkina, ég er fulllæs á hana. Þegar ég sökkti mér ofan í öll þau mál í Draumalandinu fékk ég mjög góða innsýn í stjórnkerfið, hvernig gamlar hugmyndir geta legið inní í stjórnkerfinu um áratugaskeið. Og síðan fékk ég mikla innsýn í efnahagsmál og nýsköpunarmál og í kjölfarið hélt ég hundrað fyrirlestra um allt land, og sé þetta sem nánast rökrétt framhald af því.“Segir úrlausnarefni forseta ekki flókinÍ tengslum við pólitískt umrót, og þar var forsetinn kominn í lykilstöðu, þá til að mæta hugsanlegri stjórnarkreppu hafa margir orðið til að vekja á því athygli að það sé ekki fyrir neinn meðaljón að standa frammi fyrir slíkum vanda. Er þetta ekkert sem stendur í þér? „Ég sé ekkert í atburðum þriðjudagsins sem flókna eða óyfirstíganlega. Þetta var vissulega hádramatískt en ef maður horfir á þetta alveg kalt þá var atburðarásin í raun frekar einföld. Það eru skýrar reglur um hvernig beri að haga sér í slíkum aðstæðum.“Andri Snær þekkir sig ágætlega á Bessastöðum og hér er hann að taka við Íslensku bókmenntaverðlaununum, í janúar 2014.visir/valliNú er eitt meginhlutverk forseta Íslands að vera einskonar sameiningartákn, og efast um að þú mótmælir því. Fer þá vel á því að setja hálendismál á oddinn, mál sem eru vægast sagt umdeild? Þegar Vigdís Finnbogadóttir fór fram var hún hápólitísk. Bak við hennar framboð voru óalandi og óferjandi konur sem stöðvuðu atvinnulífið og voru með allskonar læti. Í dag þykir allt sem þá var sagt vera ópólitískt. En í rauninni var þetta stærsta pólitíska mál tuttugustu aldar sem er jafnrétti kynjanna. Veraldarpólitískt. Í dag myndi skoðanakönnun sýna að 80 prósent hefðu kosið Vigdísi, rétt eins og það voru 18 milljónir á Woodstock. Ég hef þá djúpu sannfæringu að þessi sýn á hálendið verði viðtekin eftir tíu ár. Og ópólitísk. Jafn ópólitísk og hugmyndin um Þingvelli.“Umræðan um listamannalaun reyndist erfiðEn, ef við snúum okkur aðeins að máli sem varð ofarlega á baugi fyrir nokkru, umfjöllun um listamannalaun. Meðal annars kom fram að þú hafir notið listamannalauna undanfarinn áratug en hafir ekki gefið út nema eina bók á því tímabili. Sú umræða, reyndist hún þér erfið persónulega? „Já, ég verð að viðurkenna það. Hún varð líka jákvæð að því leyti að ég les fréttir og bregst við öðru vísi en ég hefði gert áður.“En, heldurðu að sú umræða og þær fréttir muni reynast skaðlegar framboði þínu? „Það fer eftir ýmsu. Eins og þjóðsagan varð þá átti ég að hafa skrifað eina bók í tíu ár og fengið 50 milljónir fyrir. Í athugasemdakerfum. Sjálfsagt að gagnrýna og skoða öll kerfi. Staðreyndin er sú að það tók mig þrjú ár að skrifa Tímakistuna. Sá sem ætlar að skrifa barnabók á íslensku getur í mesta lagi selt fimm þúsund eintök. Hann mun aldrei fá árslaun fyrir það. Hvað þá tveggja eða þriggja ára laun. Ég tel að vera barnabækur hluti af innviðum íslensks samfélags líkt og vegakerfi, menntakerfi og heilbrigðiskerfi. Hversu margir íslendingar fengu tækifæri til að helga sig barnabókaskrifum 2012? Það var bara einn barnabókahöfundur og það var ég. Það er mitt áhyggjuefni. Við verðum að hafa að minnsta kosti 10 rithöfunda á launum við að skrifa barnabækur.“Aukinn áhugi á bókum Andra Snæs Forlagið, útgefandi Andra Snæs, vakti athygli á því í gær að eftir að framboð hans spurðist hafi sýnt sig aukinn og mikill áhugi á bókum þínum?Andra Snæ dreymdi Davíð Oddssson, að hann væri að mæta honum með blátt geislasverð og þá sagði Davíð: I am your father.visir/stefán„Já, ég var að selja Tímakistuna til Japans, Kína, Ungverjalands, Danmerkur og Tævan. Já, og Tyrklands. Og í gær bættist við Ítalía. Þetta er auðvitað mjög gleðilegt og ég þakka fyrir þann stuðning sem ég fékk til að geta vandað mig við þá bók.“ Nú liggur fyrir að þú ferð í framboð á þínum forsendum. En, óhjákvæmilega er leikjafræði innbyggð í kosningabaráttu. Þú hlýtur að líta til annarra frambjóðenda og þeirra sem gert hafa sig líklega. Hvernig lýst þér til dæmis á það að mæta Davíð Oddssyni, ef hann reimar á sig kosningaskóna? „Mig dreymdi þetta einmitt um daginn. Þar sem ég var með bláa geislasverðið mitt og Davíð Oddsson sagði: I am your father.“Óttast ekki landsbyggðina Já! Andri Snær er nú á leið út á land. Ýmislegt bendir til þess að Andri Snær sé betur þokkaður meðal þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu en landsbyggðinni, þar sem merkjanlegur er mikill stuðningur við stóriðjuframkvæmdir. Nokkuð sem Andri Snær hefur barist mjög gegn. Hvernig leggst það í hann að mæta landsbyggðarfólki?„Þegar ég vildi verða rithöfundur var ég skíthræddur við listamannamafíuna, hélt að þetta væri mjög vont fólk. Fjarlægt og snobbað,“ segir Andri Snær og bendir á að sú hafi ekki reynst raunin. „Af öllum mínum vinum og vinnufélögum er ég sá sem ferðast mest út á land. Hef lesið upp fyrir annað hvort barn á landinu, sögur og ljóð þannig að ég þekki landsbyggðina mjög vel. Ég er með mjög sterkar rætur um allt land en það eru margir sem keyra upp einhvers konar klofning milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar og ég held að það sé vert að rugla í þeim skilum, hrista upp í því; stöðluð hugsun sem verður til í slíku andrúmi.“Já, nú er eins og margir vilji hreinlega viðhalda og gera út á þann ríg? „Alltof margir sem telja sig mega tala fyrir hönd landsbyggðarinnar sem eru í raun ekki talsmenn. Svo finnst mér ekkert leiðinlegt að hitta fólk sem er andstæðrar skoðunar. Mér finnst gaman af hressilegum skoðanaskiptum. Óttast ekkert í þeim efnum.“
Forsetakosningar 2016 Listamannalaun Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira