Fastir liðir eins og venjulega í úrslitakeppni kvenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. apríl 2016 06:30 Úrvalslið Olís-deildar kvenna. Á myndina vantar Ramune Pekarskyte, leikmann Hauka. vísir/ernir Úrslitakeppnir handboltans fara af stað í vikunni og stelpurnar byrja í kvöld þegar allar fjórar viðureignir átta liða úrslitanna fara fram. Haukar og Grótta börðust um efsta sætið en það munaði síðan bara fjórum stigum á liðunum í næstu fjórum sætum. Það er því spenna fyrir úrslitakeppninni í svona jafnri deild. Stjarnan og Valur mætast í átta liða úrslitunum og rífa eflaust upp gömul sár eftir rosalegar rimmur undanfarin ár. Þetta verður fimmta árið í röð sem liðin mætast í úrslitakeppninni og undanfarin þrjú ár hefur einvígið unnist í oddaleik. Liðin unnu hvort innbyrðisleikinn sinn í deildinni og það má alveg fara að búa sig undir oddaleikinn. Fram mætir ÍBV í uppgjöri liðanna í 3. og 6. sæti en fyrir nokkru voru liðin í öfugri stöðu. Eyjakonur hafa hins vegar gefið mikið eftir að undanförnu og misstu frá sér heimavallarréttinn sem gæti reynst þeim dýrkeypt. Framkonur hafa meðbyrinn enda vann Framliðið (6) fjórum fleiri leiki í síðustu sjö umferðunum en ÍBV-liðið (2). Það búast flestir við að Haukar og Grótta vinni sín einvígi 2-0 á móti tveimur reynslulitlum liðum en þar leynast skeinuhættir andstæðingar. Deildarmeistarar Hauka mæta Fylki en liðin eiga það sameiginlegt að hafa hvorugt unnið leik í úrslitakeppni undanfarin þrjú ár. Það munar vissulega átta sætum á liðunum en Haukarnir unnu samt báða leikina með aðeins tveimur mörkum. Fylkisliðið fór alla leið í undanúrslit bikarsins í vetur og er sýnd veiði en ekki gefin. Íslandsmeistarar Gróttu hafa þegar misst deildarmeistaratitilinn til Hauka og bikarinn til Stjörnunnar og fyrsta skrefið í titilvörn þeirra á Íslandsmótinu er að mæta markadrottningunni Hrafnhildi Hönnu Þrastardóttur og félögum í Selfossi. Grótta vann báða innbyrðisleiki liðanna þrátt fyrir að Hrafnhildur skoraði samtals 22 mörk í þeim. Það er áhyggjuefni fyrir sóknarleik Gróttu að öll hin sjö liðin skoruðu fleiri mörk í deildarkeppninni. Varnarleikur Gróttuliðsins var aftur á móti í sérflokki og það mun alltaf skila liðinu langt í úrslitakeppninni. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Haukarnir eiga sex leikmenn af fjórtán í úrvalsliðum handboltans Haukar unnu deildarmeistaratitlana í karla- og kvennaflokki í Olís-deildunum í handbolta og Haukarnir söfnuðu líka að sér verðlaunum þegar deildarkeppnin var gerð upp. 12. apríl 2016 12:22 Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Úrslitakeppnir handboltans fara af stað í vikunni og stelpurnar byrja í kvöld þegar allar fjórar viðureignir átta liða úrslitanna fara fram. Haukar og Grótta börðust um efsta sætið en það munaði síðan bara fjórum stigum á liðunum í næstu fjórum sætum. Það er því spenna fyrir úrslitakeppninni í svona jafnri deild. Stjarnan og Valur mætast í átta liða úrslitunum og rífa eflaust upp gömul sár eftir rosalegar rimmur undanfarin ár. Þetta verður fimmta árið í röð sem liðin mætast í úrslitakeppninni og undanfarin þrjú ár hefur einvígið unnist í oddaleik. Liðin unnu hvort innbyrðisleikinn sinn í deildinni og það má alveg fara að búa sig undir oddaleikinn. Fram mætir ÍBV í uppgjöri liðanna í 3. og 6. sæti en fyrir nokkru voru liðin í öfugri stöðu. Eyjakonur hafa hins vegar gefið mikið eftir að undanförnu og misstu frá sér heimavallarréttinn sem gæti reynst þeim dýrkeypt. Framkonur hafa meðbyrinn enda vann Framliðið (6) fjórum fleiri leiki í síðustu sjö umferðunum en ÍBV-liðið (2). Það búast flestir við að Haukar og Grótta vinni sín einvígi 2-0 á móti tveimur reynslulitlum liðum en þar leynast skeinuhættir andstæðingar. Deildarmeistarar Hauka mæta Fylki en liðin eiga það sameiginlegt að hafa hvorugt unnið leik í úrslitakeppni undanfarin þrjú ár. Það munar vissulega átta sætum á liðunum en Haukarnir unnu samt báða leikina með aðeins tveimur mörkum. Fylkisliðið fór alla leið í undanúrslit bikarsins í vetur og er sýnd veiði en ekki gefin. Íslandsmeistarar Gróttu hafa þegar misst deildarmeistaratitilinn til Hauka og bikarinn til Stjörnunnar og fyrsta skrefið í titilvörn þeirra á Íslandsmótinu er að mæta markadrottningunni Hrafnhildi Hönnu Þrastardóttur og félögum í Selfossi. Grótta vann báða innbyrðisleiki liðanna þrátt fyrir að Hrafnhildur skoraði samtals 22 mörk í þeim. Það er áhyggjuefni fyrir sóknarleik Gróttu að öll hin sjö liðin skoruðu fleiri mörk í deildarkeppninni. Varnarleikur Gróttuliðsins var aftur á móti í sérflokki og það mun alltaf skila liðinu langt í úrslitakeppninni.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Haukarnir eiga sex leikmenn af fjórtán í úrvalsliðum handboltans Haukar unnu deildarmeistaratitlana í karla- og kvennaflokki í Olís-deildunum í handbolta og Haukarnir söfnuðu líka að sér verðlaunum þegar deildarkeppnin var gerð upp. 12. apríl 2016 12:22 Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Haukarnir eiga sex leikmenn af fjórtán í úrvalsliðum handboltans Haukar unnu deildarmeistaratitlana í karla- og kvennaflokki í Olís-deildunum í handbolta og Haukarnir söfnuðu líka að sér verðlaunum þegar deildarkeppnin var gerð upp. 12. apríl 2016 12:22