Sturla Jónsson vill að yfirvöld taki strax við þrjú þúsund undirskriftum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 13. apríl 2016 07:00 Sturla Jónsson vill koma meðmælalistum í öruggar hendur kjörstjórn er ekki reiðubúin til þess strax og innanríkisráðuneytið bíður á meðan. vísir/anton brink „Maður á að eiga rétt á að koma þessu frá sér og fengið staðfest að maður sé búinn að þessu,“ segir Sturla Jónsson vörubílstjóri sem safnað hefur tilskildum fjölda meðmælenda vegna forsetaframboðs en fær engan til að taka við listanum. Sturla lauk við að safna undirskriftum í mars. Hann segir innanríkisráðuneytið hafa vísað honum með meðmælendalistann til kjörstjórnar sem eigi að yfirfara nöfnin. Hann hafi nú í vikunni rætt við formann kjörstjórnar í sínu kjördæmi, Reykjavík norður, sem ekki hafi viljað veita listanum viðtöku að svo stöddu en sagt það hugsanlega geta orðið eftir um tíu daga. Það yrði þá auglýst sérstaklega. Fréttablaðið náði ekki tal af Erlu S. Árnadóttur, formanni yfirkjörstjórnar Reykjavíkurkjördæmis norður í gær. „Það er getið um tímamörk hvenær maður má í seinasta lagi skila þessu en það er ekki getið um tímamörk varðandi hversu snemma má skila,“ segir Sturla sem kveður þetta slæmt því samkvæmt stjórnarskrá séu menn ekki í framboði fyrr en gögnunum hefur verið skilað inn. „Það er ekki það að ég sé með einhverja paranoju en við vitum að það gerist ýmislegt. Hlutir geta týnst eða skemmst. Eldsvoði gerir ekki boð á undan sér, vatnstjón gerir ekki boð á undan sér og það gera innbrot ekki heldur,“ nefnir Sturla sem dæmi um hvað gæti komið fyrir meðmælendalistann. Sturla segist hafa safnað undirskriftunum með því að fara einn í kringum landið og varið til þess 21 degi. „Ég var einfaldlega auðmjúkur og snortinn því það skrifuðu að jafnaði 140 manns á dag undir hjá mér. Ég átti aldrei von á þessu,“ segir frambjóðandinn sem safnaði alls 3.000 undirskriftum. Að lágmarki er krafist 1.500 undirskrifta en Sturla vildi hafa vaðið fyrir neðan sig og safnaði hámarksfjölda ef einhverju kynni að vera áfátt við einhver nöfn. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. apríl Forsetakosningar 2016 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
„Maður á að eiga rétt á að koma þessu frá sér og fengið staðfest að maður sé búinn að þessu,“ segir Sturla Jónsson vörubílstjóri sem safnað hefur tilskildum fjölda meðmælenda vegna forsetaframboðs en fær engan til að taka við listanum. Sturla lauk við að safna undirskriftum í mars. Hann segir innanríkisráðuneytið hafa vísað honum með meðmælendalistann til kjörstjórnar sem eigi að yfirfara nöfnin. Hann hafi nú í vikunni rætt við formann kjörstjórnar í sínu kjördæmi, Reykjavík norður, sem ekki hafi viljað veita listanum viðtöku að svo stöddu en sagt það hugsanlega geta orðið eftir um tíu daga. Það yrði þá auglýst sérstaklega. Fréttablaðið náði ekki tal af Erlu S. Árnadóttur, formanni yfirkjörstjórnar Reykjavíkurkjördæmis norður í gær. „Það er getið um tímamörk hvenær maður má í seinasta lagi skila þessu en það er ekki getið um tímamörk varðandi hversu snemma má skila,“ segir Sturla sem kveður þetta slæmt því samkvæmt stjórnarskrá séu menn ekki í framboði fyrr en gögnunum hefur verið skilað inn. „Það er ekki það að ég sé með einhverja paranoju en við vitum að það gerist ýmislegt. Hlutir geta týnst eða skemmst. Eldsvoði gerir ekki boð á undan sér, vatnstjón gerir ekki boð á undan sér og það gera innbrot ekki heldur,“ nefnir Sturla sem dæmi um hvað gæti komið fyrir meðmælendalistann. Sturla segist hafa safnað undirskriftunum með því að fara einn í kringum landið og varið til þess 21 degi. „Ég var einfaldlega auðmjúkur og snortinn því það skrifuðu að jafnaði 140 manns á dag undir hjá mér. Ég átti aldrei von á þessu,“ segir frambjóðandinn sem safnaði alls 3.000 undirskriftum. Að lágmarki er krafist 1.500 undirskrifta en Sturla vildi hafa vaðið fyrir neðan sig og safnaði hámarksfjölda ef einhverju kynni að vera áfátt við einhver nöfn. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. apríl
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira