Sturla Jónsson vill að yfirvöld taki strax við þrjú þúsund undirskriftum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 13. apríl 2016 07:00 Sturla Jónsson vill koma meðmælalistum í öruggar hendur kjörstjórn er ekki reiðubúin til þess strax og innanríkisráðuneytið bíður á meðan. vísir/anton brink „Maður á að eiga rétt á að koma þessu frá sér og fengið staðfest að maður sé búinn að þessu,“ segir Sturla Jónsson vörubílstjóri sem safnað hefur tilskildum fjölda meðmælenda vegna forsetaframboðs en fær engan til að taka við listanum. Sturla lauk við að safna undirskriftum í mars. Hann segir innanríkisráðuneytið hafa vísað honum með meðmælendalistann til kjörstjórnar sem eigi að yfirfara nöfnin. Hann hafi nú í vikunni rætt við formann kjörstjórnar í sínu kjördæmi, Reykjavík norður, sem ekki hafi viljað veita listanum viðtöku að svo stöddu en sagt það hugsanlega geta orðið eftir um tíu daga. Það yrði þá auglýst sérstaklega. Fréttablaðið náði ekki tal af Erlu S. Árnadóttur, formanni yfirkjörstjórnar Reykjavíkurkjördæmis norður í gær. „Það er getið um tímamörk hvenær maður má í seinasta lagi skila þessu en það er ekki getið um tímamörk varðandi hversu snemma má skila,“ segir Sturla sem kveður þetta slæmt því samkvæmt stjórnarskrá séu menn ekki í framboði fyrr en gögnunum hefur verið skilað inn. „Það er ekki það að ég sé með einhverja paranoju en við vitum að það gerist ýmislegt. Hlutir geta týnst eða skemmst. Eldsvoði gerir ekki boð á undan sér, vatnstjón gerir ekki boð á undan sér og það gera innbrot ekki heldur,“ nefnir Sturla sem dæmi um hvað gæti komið fyrir meðmælendalistann. Sturla segist hafa safnað undirskriftunum með því að fara einn í kringum landið og varið til þess 21 degi. „Ég var einfaldlega auðmjúkur og snortinn því það skrifuðu að jafnaði 140 manns á dag undir hjá mér. Ég átti aldrei von á þessu,“ segir frambjóðandinn sem safnaði alls 3.000 undirskriftum. Að lágmarki er krafist 1.500 undirskrifta en Sturla vildi hafa vaðið fyrir neðan sig og safnaði hámarksfjölda ef einhverju kynni að vera áfátt við einhver nöfn. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. apríl Forsetakosningar 2016 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
„Maður á að eiga rétt á að koma þessu frá sér og fengið staðfest að maður sé búinn að þessu,“ segir Sturla Jónsson vörubílstjóri sem safnað hefur tilskildum fjölda meðmælenda vegna forsetaframboðs en fær engan til að taka við listanum. Sturla lauk við að safna undirskriftum í mars. Hann segir innanríkisráðuneytið hafa vísað honum með meðmælendalistann til kjörstjórnar sem eigi að yfirfara nöfnin. Hann hafi nú í vikunni rætt við formann kjörstjórnar í sínu kjördæmi, Reykjavík norður, sem ekki hafi viljað veita listanum viðtöku að svo stöddu en sagt það hugsanlega geta orðið eftir um tíu daga. Það yrði þá auglýst sérstaklega. Fréttablaðið náði ekki tal af Erlu S. Árnadóttur, formanni yfirkjörstjórnar Reykjavíkurkjördæmis norður í gær. „Það er getið um tímamörk hvenær maður má í seinasta lagi skila þessu en það er ekki getið um tímamörk varðandi hversu snemma má skila,“ segir Sturla sem kveður þetta slæmt því samkvæmt stjórnarskrá séu menn ekki í framboði fyrr en gögnunum hefur verið skilað inn. „Það er ekki það að ég sé með einhverja paranoju en við vitum að það gerist ýmislegt. Hlutir geta týnst eða skemmst. Eldsvoði gerir ekki boð á undan sér, vatnstjón gerir ekki boð á undan sér og það gera innbrot ekki heldur,“ nefnir Sturla sem dæmi um hvað gæti komið fyrir meðmælendalistann. Sturla segist hafa safnað undirskriftunum með því að fara einn í kringum landið og varið til þess 21 degi. „Ég var einfaldlega auðmjúkur og snortinn því það skrifuðu að jafnaði 140 manns á dag undir hjá mér. Ég átti aldrei von á þessu,“ segir frambjóðandinn sem safnaði alls 3.000 undirskriftum. Að lágmarki er krafist 1.500 undirskrifta en Sturla vildi hafa vaðið fyrir neðan sig og safnaði hámarksfjölda ef einhverju kynni að vera áfátt við einhver nöfn. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. apríl
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira