Hagfræði stjórnmálakreppu Lars Christensen skrifar 13. apríl 2016 09:15 Bandaríska hafnaboltahetjan Yogi Berra sagði, eins og frægt varð: „Það er eins og déjà vu enn og aftur,“ – og það var nákvæmlega þannig sem mér leið vegna hinna pólitísku atburða á Íslandi síðustu tvær vikur. Aftur og aftur hafa nánast súrrealískar yfirlýsingar frá leiðandi stjórnmálamönnum hneykslað Íslendinga og umheiminn og skilið þá tilfinningu eftir að Íslandi sé stjórnað af óhæfum fíflum. Að þessu leyti hefur þetta verið býsna líkt þeim hræðilegu vikum 2008 þegar allt íslenska bankakerfið hrundi. En það er einn mikilvægur munur – að þessu sinni er þetta ekki fyrst og fremst saga um hagfræði og markaði, heldur um djúpstæða pólitíska kreppu sem sýnir djúpstæð, alvarleg vandamál í íslenskum stjórnmálastofnunum og -menningu. Að því sögðu er mögulegt að þessi kreppa – að minnsta kosti þegar til skemmri tíma er litið – hafi neikvæð áhrif á íslenska hagkerfið. Í heildina getum við hugsað okkur að þetta pólitíska áfall skaði hagkerfið á tvenns konar hátt til skamms tíma. Í fyrsta lagi getur þetta verið skellur fyrir eftirspurnarhlið hagkerfisins – ef þessi kreppa leiðir til þess að neytendur og fjárfestar verði varkárari getur það fyrst um sinn valdið minnkandi heildareftirspurn í hagkerfinu. Hins vegar þarf að hafa í huga að ef hægir á eftirspurn getur Seðlabankinn vegið upp á móti því með því að lækka vexti eða fresta fyrirhuguðum vaxtahækkunum og þess vegna myndi ég ekki hafa of miklar áhyggjur af efnahagsáhrifum eftirspurnarhliðarinnar. Í öðru lagi, og þetta skiptir meira máli að mínu mati, er það sem bandaríski hagfræðingurinn Robert Higgs hefur kallað „stjórnaróvissu“. Stjórnaróvissa vísar til almenns trausts til lagalegs og stofnanalegs umhverfis í hagkerfinu. Ef það er mikil óvissa um þessa innviði getur það varanlega dregið úr fjárfestingum og þar af leiðandi framleiðniaukningu í hagkerfinu. Þar sem útlit er fyrir miklar breytingar á hinu pólitíska landslagi á Íslandi er eðlilegt að búast við aukinni „stjórnaróvissu“. Að því sögðu tel ég að til skemmri tíma litið hafi það ekki meiriháttar áhrif á hagkerfið og þess vegna hallast ég því að segja að þjóðhagfræðileg kreppa til skamms tíma verði mjög takmörkuð. Hins vegar er meginspurningin ekki um hvað gerist í íslensku efnahagslífi á næstu 2-3 ársfjórðungum heldur hvort þessi stjórnmálakreppa setji af stað meiriháttar breytingar á hinu pólitíska landslagi á Íslandi sem gætu hugsanlega breytt efnahagslegu og pólitísku valdakerfi landsins. Persónulega tel ég þetta mikilvægustu spurninguna þegar litið er til næsta áratugarins eða svo. Í bili hef ég fleiri spurningar en svör, en ég vona að íslenskt samfélag komi sterkara út úr þessari kreppu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Bandaríska hafnaboltahetjan Yogi Berra sagði, eins og frægt varð: „Það er eins og déjà vu enn og aftur,“ – og það var nákvæmlega þannig sem mér leið vegna hinna pólitísku atburða á Íslandi síðustu tvær vikur. Aftur og aftur hafa nánast súrrealískar yfirlýsingar frá leiðandi stjórnmálamönnum hneykslað Íslendinga og umheiminn og skilið þá tilfinningu eftir að Íslandi sé stjórnað af óhæfum fíflum. Að þessu leyti hefur þetta verið býsna líkt þeim hræðilegu vikum 2008 þegar allt íslenska bankakerfið hrundi. En það er einn mikilvægur munur – að þessu sinni er þetta ekki fyrst og fremst saga um hagfræði og markaði, heldur um djúpstæða pólitíska kreppu sem sýnir djúpstæð, alvarleg vandamál í íslenskum stjórnmálastofnunum og -menningu. Að því sögðu er mögulegt að þessi kreppa – að minnsta kosti þegar til skemmri tíma er litið – hafi neikvæð áhrif á íslenska hagkerfið. Í heildina getum við hugsað okkur að þetta pólitíska áfall skaði hagkerfið á tvenns konar hátt til skamms tíma. Í fyrsta lagi getur þetta verið skellur fyrir eftirspurnarhlið hagkerfisins – ef þessi kreppa leiðir til þess að neytendur og fjárfestar verði varkárari getur það fyrst um sinn valdið minnkandi heildareftirspurn í hagkerfinu. Hins vegar þarf að hafa í huga að ef hægir á eftirspurn getur Seðlabankinn vegið upp á móti því með því að lækka vexti eða fresta fyrirhuguðum vaxtahækkunum og þess vegna myndi ég ekki hafa of miklar áhyggjur af efnahagsáhrifum eftirspurnarhliðarinnar. Í öðru lagi, og þetta skiptir meira máli að mínu mati, er það sem bandaríski hagfræðingurinn Robert Higgs hefur kallað „stjórnaróvissu“. Stjórnaróvissa vísar til almenns trausts til lagalegs og stofnanalegs umhverfis í hagkerfinu. Ef það er mikil óvissa um þessa innviði getur það varanlega dregið úr fjárfestingum og þar af leiðandi framleiðniaukningu í hagkerfinu. Þar sem útlit er fyrir miklar breytingar á hinu pólitíska landslagi á Íslandi er eðlilegt að búast við aukinni „stjórnaróvissu“. Að því sögðu tel ég að til skemmri tíma litið hafi það ekki meiriháttar áhrif á hagkerfið og þess vegna hallast ég því að segja að þjóðhagfræðileg kreppa til skamms tíma verði mjög takmörkuð. Hins vegar er meginspurningin ekki um hvað gerist í íslensku efnahagslífi á næstu 2-3 ársfjórðungum heldur hvort þessi stjórnmálakreppa setji af stað meiriháttar breytingar á hinu pólitíska landslagi á Íslandi sem gætu hugsanlega breytt efnahagslegu og pólitísku valdakerfi landsins. Persónulega tel ég þetta mikilvægustu spurninguna þegar litið er til næsta áratugarins eða svo. Í bili hef ég fleiri spurningar en svör, en ég vona að íslenskt samfélag komi sterkara út úr þessari kreppu.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun