Nýliði að nafni Story heldur betur að skrifa söguna í hafnarboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2016 21:30 Trevor Story. Vísir/Getty Trevor Story er 23 ára gamall Texasbúi sem er búinn að vera á samningi hjá bandaríska hafnarboltaliðinu Colorado Rockies frá því hann var valinn í nýliðavalinu árið 2011. Nú fimm árum síðar er hann að fá sitt fyrsta tækifæri og hafnarboltasagan er ekki söm á eftir. Trevor Story hefur síðan hann var valinn í nýliðavalinu spilað í neðri deildunum en hann fékk loksins tækifærið með liði Colorado Rockies á tímabilinu sem er nú nýhafið. Tækifærið kom samt eiginlega fyrir tilviljun. Liðið skipti frá sér fastamanni í hans stöðu á síðasta tímabili og þá var varamaður hans handtekinn fyrir heimilisofbeldi. Kannski höfðu menn hjá Colorado Rockies ekki miklar áhyggjur vitandi að Trevor Story væri að bíða eftir tækifæri sínu. Það er óhætt að segja að fyrstu leikir Trevor Story í MLB-deildinni hafi verið sögulegir og efni í góða sögu einhvern tímann. Talandi um að standa undir nafni. Í sínum fyrsta MLB-leik á ferlinum, 4. apríl síðastliðinn, náði hann tveimur heimahafnarhlaupum og komst þar í hóp með fimm öðrum leikmönnum í sögu deildarinnar sem hafa náð því. Það var hinsvegar aðeins byrjunin. Trevor Story náði á endanum heimahafnarhlaupi í fyrstu fjórum leikjum sínum fyrstur nýliða í sögu deildarinnar og heimahafnarhlaupin í þessum fjórum fyrst leikjum tímabilsins voru alls sex en því hefur enginn náð hvort sem úr hópi nýliða eða reyndari leikmanna. Trevor Story bætti við sjöunda heimahafnarhlaupi sínum í sjötta leik sínum í gær og því hefur heldur enginn nýliði náð. Það býst enginn við því að Trevor Story geti haldið þessu ótrúlega gengi gangandi enda væri það efni í enn ótrúlegri sögu. Hér fyrir neðan má sjá myndbönd með þessum ótrúlega nýliða í bandaríska hafnarboltanum. Aðrar íþróttir Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps Fékk rúmlega sautján milljóna króna sekt fyrir eggjakastið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Dagskráin: Komast Hákon og félagar í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar? Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Tiger Woods sleit hásin Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Sjá meira
Trevor Story er 23 ára gamall Texasbúi sem er búinn að vera á samningi hjá bandaríska hafnarboltaliðinu Colorado Rockies frá því hann var valinn í nýliðavalinu árið 2011. Nú fimm árum síðar er hann að fá sitt fyrsta tækifæri og hafnarboltasagan er ekki söm á eftir. Trevor Story hefur síðan hann var valinn í nýliðavalinu spilað í neðri deildunum en hann fékk loksins tækifærið með liði Colorado Rockies á tímabilinu sem er nú nýhafið. Tækifærið kom samt eiginlega fyrir tilviljun. Liðið skipti frá sér fastamanni í hans stöðu á síðasta tímabili og þá var varamaður hans handtekinn fyrir heimilisofbeldi. Kannski höfðu menn hjá Colorado Rockies ekki miklar áhyggjur vitandi að Trevor Story væri að bíða eftir tækifæri sínu. Það er óhætt að segja að fyrstu leikir Trevor Story í MLB-deildinni hafi verið sögulegir og efni í góða sögu einhvern tímann. Talandi um að standa undir nafni. Í sínum fyrsta MLB-leik á ferlinum, 4. apríl síðastliðinn, náði hann tveimur heimahafnarhlaupum og komst þar í hóp með fimm öðrum leikmönnum í sögu deildarinnar sem hafa náð því. Það var hinsvegar aðeins byrjunin. Trevor Story náði á endanum heimahafnarhlaupi í fyrstu fjórum leikjum sínum fyrstur nýliða í sögu deildarinnar og heimahafnarhlaupin í þessum fjórum fyrst leikjum tímabilsins voru alls sex en því hefur enginn náð hvort sem úr hópi nýliða eða reyndari leikmanna. Trevor Story bætti við sjöunda heimahafnarhlaupi sínum í sjötta leik sínum í gær og því hefur heldur enginn nýliði náð. Það býst enginn við því að Trevor Story geti haldið þessu ótrúlega gengi gangandi enda væri það efni í enn ótrúlegri sögu. Hér fyrir neðan má sjá myndbönd með þessum ótrúlega nýliða í bandaríska hafnarboltanum.
Aðrar íþróttir Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps Fékk rúmlega sautján milljóna króna sekt fyrir eggjakastið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Dagskráin: Komast Hákon og félagar í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar? Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Tiger Woods sleit hásin Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Sjá meira